Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 4
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ➜ Hæsta einstaka upphæðin sem greiða á þrotabúi Ice- Capital er 120 milljónir króna vegna sölu hlutar í Norðurflugi. 143 börn komu í heiminn á Íslandi frá hverjum þúsund konum árin 1956 til 1960. Fimmtíu árum síðar voru þau 71. STJÓRNSÝSLA Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, greiddi ein atkvæði gegn ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd vegna fyrirhugaðs flutnings Fiski- stofu og hugsanlega Barnavernd- arstofu út á land. Sveinbjörg sagði það ekki hlut- verk Reykjavíkurborgar að álykta um byggðastefnu ríkisins. Málið bæri „keim af því að vilja gína yfir öllu stóru og smáu“. - kak Hafnaði gagnrýni á flutning: Eigum ekki að gína yfir öllu AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LÍTILSHÁTTAR ÚRKOMA um landið N- og A-vert í dag en bjartviðri S- og SV-lands. Kólnar heldur um helgina og líkur á stöku éljum N-lands. Það tekur að rigna S-lands á laugardaginn sem síðar verður að slyddu eða snjókomu á sunnudag. 4° 7 m/s 5° 5 m/s 6° 3 m/s 7° 2 m/s Hæg NA-læg átt inn til landsins, hvassara á annesjum. NA-læg 3-10m/s Gildistími korta er um hádegi 17° 30° 15° 17° 19° 14° 24° 15° 15° 26° 16° 29° 27° 24° 22° 19° 18° 19° 7° 4 m/s 8° 7 m/s 6° 6 m/s 5° 5 m/s 4° 4 m/s 5° 3 m/s 1° 4 m/s 4° 1° 1° 0° 3° 0° 3° -2° 2° -3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN www.heilsuborg.is verður með stórskemmtilegan fyrirlestur kl. 13:00 VIÐSKIPTI Stjórnir Gildis-lífeyris- sjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga hafa undirritað samning um sam- runa sjóðanna sem taka mun gildi 1. janúar næstkomandi. Gildi mun þá taka við öllum eignum og skuld- bindingum Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga sem þá sameinast Gildi. Kynningarfundur með sjóðfélög- um um samrunasamninginn verð- ur haldinn þriðjudaginn 28. októ- ber og verður staða sjóðsins einnig kynnt á fundinum. Aukaársfundur Gildis verður hald- inn 3. desember þar sem samruna- samningurinn verður borinn undir fulltrúaráð. - jhh Lífeyrissjóðir að sameinast: Gildi tekur við öllum eignum TOLLUR Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fundu búnað til afrit- unar á greiðslukortum í farangri búlgarsks karlmanns við komu hans til landsins. Búnaðinn var hægt að nota til að afrita greiðslukort í hraðbönkum. Búlgarinn er fæddur 1983 og kom hann með flugi frá Helsinki. Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins og játaði mað- urinn að eiga afritunarbúnaðinn. Honum var umsvifalaust vísað úr landi. - jme Fundu ólöglegan búnað: Búlgara vísað af landi brott SKOTMÖRK Ítrekað er reynt að mis- nota hraðbanka með afritunarbúnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Eigendur fjárfestinga- félagsins IceCapital létu félagið kaupa af sér verðlaus bréf í Byr sparisjóði haustið 2008 þegar allt lék á reiðiskjálfi í íslensku efna- hagslífi. IceCapital, sem áður hét Sund og var í eigu fjölskyldu Óla í Olís, var tekið til gjaldþrotaskipta 14. mars 2012, en skiptabeiðandi var Arion banki hf. Félagið átti eignarhluti í við- skiptabönkunum þremur sem féllu í október 2008 og í Byr sparisjóði. Eftir fall stóru bankanna stóð félagið eftir með verðlitlar eignir en stökkbreytt lán. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, en í síðustu viku voru dómar kveðnir upp í átta riftunar- málum sem þrotabúið höfðaði gegn fyrrverandi eigendum og stjórn- endum IceCapital. Alls fær þrota- búið dæmdar 520 milljónir króna vegna þessara riftunardóma, en enn er óvíst hversu mikið af því verður hægt að innheimta. Jón Kristjánsson, fyrrverandi stjórnarformaður IceCapital og stjórnarmaður í Byr, var dæmd- ur til að greiða þrotabúinu 90,3 milljónir króna vegna kaupa Ice- Capital á stofnfjárbréfum í Byr af honum sjálfum þann 4. nóvember 2008 og gerningurinn verið gjafa- gerningur. Greitt var fyrir bréfin með reiðufé, en dómurinn telur að IceCapital hafi verið ógjaldfært þegar viðskiptin fóru fram. Einnig var rift kaupum Ice- Capital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur af Páli Þór Magnússyni, sem var framkvæmdastjóri Icebank. Einnig var með dómunum rift arðgreiðslum til Jóns Kristjáns- sonar, Páls Þórs Magnússonar og Gunnþórunnar Jónsdóttur sem gerðar voru eftir að félagið var orðið ógjaldfært. Vegna þessa var Páll Þór Magnússon dæmdur til að greiða 31,8 milljónir króna, Gunn- þórunn var dæmd til að greiða 38,1 milljón króna og Jón dæmdur til að greiða 25,3 milljónir vegna riftun- ar á arðgreiðslum. Hæsta einstaka upphæðin sem þrotabúið fær greidda er þó ekki frá einstaklingum. Heldur er þar um að ræða 120 milljónir króna sem þrotabúið fær greiddar vegna riftunar á kaupsamningi um sölu IceCapital til NF Holding á 66 prósenta hlut í Norðurflugi þann 12. desember 2008. Hluturinn var síðar seldur frá NF Holding til eignarhaldsfélagsins Puma. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins nema lýstar kröfur í þrotabú IceCapital um 50 milljörð- um króna. Skiptum á búinu verður ekki lokið fyrr en um mitt næsta ár. jonhakon@frettabladid.is Verðlaus bréf fyrir hundruð milljóna seld í miðju hruni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt að þrotabú IceCapital skuli fá greiddar um 520 milljónir króna vegna ýmissa ráðstafana með fé félagsins eftir hrunið. Upphæðin er þó einungis brot af kröfum sem lýst var í búið. Þeir einstaklingar sem þrotabú IceCapital höfðaði mál gegn eru allir í fjöl- skyldu Óla Kr. Sigurðssonar heitins. Óli í Olís, eins og hann var jafnan kallaður, var athafnamaður. Hann keypti 70% af hlutafé í Olís árið 1986 og skráði félagið fyrst fyrirtækja á Verðbréfaþing Íslands. Óli lést í júlí árið 1992 og fjölskyldan seldi félagið 1995. Eftir það hóf fjöl- skyldan að fjárfesta, en helstu eignir félagsins árið 2008 voru hlutabréf í stóru bönkunum. Gunnþórunn Jónsdóttir er ekkja Óla og móðir Jóns Kristjánssonar. Páll Þór Magnússon er tengdasonur Gunnþórunnar, eiginmaður Gabríelu Kristjáns- dóttur. Óli í Olís BYR Eigendur IceCapital seldu félaginu stofnfjár- bréf í Byr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt nímenningana sem ákærðir voru fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu þegar þeir mótmæltu vegaframkvæmdum í Gálgahrauni 21. október í fyrra, til að greiða 100 þúsund krónur í sekt hvert. Greiða á sektirnar innan fjög- urra vikna, ella sæti þeir fangelsi í átta daga. Að auki var fólkinu gert að greiða 150 þúsund í sakarkostnað. Dómurinn mun hafa ítrekunaráhrif varðandi refsingar vegna síðari brota, verði eitthvert þeirra hand- tekið fyrir álíka brot í framtíðinni. Nímenningarnir eru þau Gunn- steinn Ólafsson, Kristinn Guð- mundsson, Viktoría Áskelsdóttir, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Svein- björg Vilhjálmsdóttir, Sesselja Guð- mundsdóttir, Ragnhildur Jónsdótt- ir, Anna María Lind Geirsdóttir og Tinna Þorvaldsdóttir. Við aðalmeðferð málsins kvört- uðu nímenningarnir yfir aðförum lögreglu á vettvangi sem þau segja hafa verið harkalegar og jafnvel til- efnislausar. - jme Gálgahraunsmótmælendum gert að greiða sekt eða fara í fangelsi í átta daga: Eitt hundrað þúsund króna sekt DÓMUR FALLINN Héraðsdómur Reykjaness hefur fellt dóm yfir þeim sem handteknir voru vegna mótmæla í Gálgahrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.