Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGYfirhafnir FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 20146 Tískan er fjölbreytt í haust Yfirhafnatíska haustsins er fjölbreytt hvað tískuhönnuði varðar. Í rauninni er allt leyfilegt þegar kemur að kápum eða úlpum. Hlýjar skulu þó kápurnar vera þótt þær séu víðar og stórar, léttar primaloft-kápur, kápur með dýramynstri eða sparilegar. Þessar yfirhafnir á myndunum voru allar sýndar á tískusýningu fyrir haustið 2014 og það eru frægustu hönnuðirnir sem eiga hrósið fyrir þær. Mjúkir feldir hafa verið vinsælir og sömuleiðis gróft ullarefni. Einnig hafa þykkar slár, eða ponsjó lík teppi, fallið mörgum í geð. Það má því segja að úrvalið sé við allra hæfi þegar kemur að kápum í vetur. Hinn bandaríski Tommy Hilfiger er alltaf vinsæll. Í vetrartísku hans má sjá þessa slá, sem verður vafalítið vinsæl í vetur. Kenzo er í uppáhaldi hjá mörgum og þessi á sjálfsagt eftir að falla mörgum í geð. Og hér er önnur frá Chloé. Glæsileg yfirhöfn frá Chloé. Calvin Klein lætur ekki sitt eftir liggja í vetrar- tískunni. Þessi fallega kápa er frá tískuhúsinu Givenchy og sýnir haust- og vetrartísk- una 2014-2015. Áherslurnar hjá Kastan-íu eru þær sömu og áður. Nú erum við bara á nýjum stað þar sem auðveldara er fyrir fólk að koma til okkar,“ segir Lára Ellen Rúnarsdóttir hjá lífsstíls- versluninni Kastaníu. Verslunin var áður á Höfðatorgi en f lutti á neðri hæð Kringlunnar í mars á þessu ári, við hlið Kaupfjelagsins og Tiger. „Okkar föstu kúnnar eru mjög ánægðir með nýja staðinn enda mun auðveldara að fá bíla- stæði hér,“ segir Lára glettin. „Nú vita líka fleiri af okkur en áður.“ Hugmyndafræði Kastaníu er og hefur verið að bjóða upp á fal- lega hannaða fylgihluti og fatnað í miklum gæðum. „Hér er hægt að fá íslenska, sænska og þýska hönnun. Við erum með allt frá skarti og gjafavörum upp í tösk- ur og fatnað.“ Lára nefnir sérstaklega úrin frá sænska merkinu Triwa sem hafa verið mjög vinsæl. „Þau henta bæði konum og körlum og eru afar fjölbreytt.“ Þá eru skartgrip- irnir frá Sister P einnig vinsæl- ir hjá viðskiptavinum Kastaníu. „Skartið er á góðu verði, það fell- ur ekki á það og hentar bæði við fínni tækifæri og hvunndags.“ Loðvesti úr kanínuskinni hafa lengi verið vinsæl í Kastaníu. „Við erum núna með nýtt merki sem er mjög f lott. Svo erum við líka með skinnkraga úr refaskinni sem passar mjög vel við kápur og jakka, sérstaklega í vetur.“ Í Kastaníu má finna fleira sem hentar vel á köldum vetrardög- um. „Við erum með húfur, vett- linga og griff lur frá Vintage BY FÉ og svo úrval af kasmír- og ull- artreflum.“ Lára segir konur á öllum aldri sækja verslunina heim. „Það er líka mjög vinsælt að kaupa tæki- færisgjafir hjá okkur enda nóg úrval.“ Fögur veröld Kastaníu í Kringlunni Lífsstílsverslunin Kastanía flutti af Höfðatorgi á neðri hæð Kringlunnar í mars síðastliðnum. Þar má fá ýmsa fallega fylgihluti á borð við skart, klúta og úr. Þar er einnig úrval af húfum, kasmírtreflum og vettlingum sem henta vel nú þegar veturinn nálgast. Treflar, slæður og loðkragar eru meðal þess sem finna má í Kastaníu. Í Kastaníu í Kringlunni er að finna úrval af fallegum vörum. „Okkar föstu kúnnar eru mjög ánægðir með nýja staðinn,” segir Lára Ellen Rúnars- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.