Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 18
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Gagnrýnin umræða um skólamál er nauðsynleg ef við viljum metnaðarfullt menntakerfi. Því miður hefur skort á gagnrýna umfjöllun sem dregur fram það sem vel er gert og það sem bæta má. Fjölmiðla- umræðan er of einsleit. Henni er stýrt af fólki sem oft skortir gagnrýna hugs- un og heldur því fram að skólakerfið sé á niðurleið. Fjölmiðlar virðast leita að viðmælendum sem tala í frösum og sjá hag sinn í því að alhæfa um aðra burtséð frá sannleiksgildi alhæfing- anna. Í Morgunblaðinu 14. septem- ber ræddi Kolbrún Bergþórsdótt- ir við Margréti Pálu Ólafsdóttur. Hvergi vottaði fyrir gagnrýninni spurningu um sjónarmið viðmæl- andans né var gerð tilraun til að dýpka skilning lesandans á við- fangsefninu. Margrét Pála fullyrti um aðra kennara og störf þeirra án fullnægjandi rökstuðnings, þann- ig að ætla mætti að þeir væru allir eins, jafn óskiljanlegir nemendum og geimverur en ekki manneskjur af holdi og blóði. Að kennsla þeirra fælist í 40 mínútna lotum uppi við töflu eingöngu, þar sem ætlast væri til að nemendur tileinkuðu sér visku þeirra og þekkingu sem þeir svo hefðu litlar eða engar forsendur til að skilja. Þannig væru börnin eyðilögð í stað þess að auka þroska þeirra og þau sem ekki næðu tökum á „visku“ kennaranna yrðu fyrir enn frekara niðurbroti með því að vera send í aukatíma gagngert til að upplifa til- gangsleysi lífsins. Börnin eru brotin niður til að vilji kennaranna fái að njóta sín. Þetta ástand verður síðan til þess að foreldrar þess- ara ólánsömu barna senda þau í annað skólakerfi þar sem kærleikur, jákvæðni og gleði ræður ríkjum og kennararnir taka á móti börnunum af innilegri hjartagæsku. Mikil einföldun Mikil einföldun á sér stað í grein- inni og því er eftirfarandi áréttað: ■ Skólar eru misjafnir. Sumir binda sig við 40 mínútna lotur og aðrir ekki. Eru 40 mínútna vinnu- lotur endilega verri en önnur tíma- lengd vinnulotu? Um það eru skipt- ar skoðanir. ■ Kennsluhættir í skólum eru fjöl- margir. Töflukennsla er bara einn af þeim en ekki sá eini. Sumir kenna í blönduðum hópum, aðrir í getuskiptum eða kynjaskipt- um, sumir kenna úti og aðrir inni o.s.frv. Það er heldur ekkert nýtt að börn með einbeitingarörðugleika skipti um viðfangsefni eða fari út í stutta stund. ■ Skólar hafa allnokkuð frelsi þegar kemur að starfsháttum og námsframboði, eins og framboð af valgreinum ber víða vitni um. ■ Það er mannkostur í fari kenn- ara að gefast ekki upp á nemend- um sínum, að alhæfa ekki um að þeir muni aldrei getað náð tökum á ákveðinni færni eða námsefni. Hverjum kennara er hollt að rata meðalhófið á milli tvennra öfga í anda Aristótelesar, annars vegar að þrjóskast við að kenna án þess að forsendur séu fyrir árangri eða hins vegar að gefast of auðveldlega upp á að kenna einstaka nemendum eins og mælt er með í umræddu viðtali. ■ Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fyrrverandi landsliðsmaður í sundi átti sem barn mjög erfitt með sund. Í höndum góðs sundkennara varð hann landsliðsmaður 12 árum síðar. Túlka hefði mátt starf sund- kennarans þannig að hann væri að eyðileggja barnið með því að troða í það námsefni sem það myndi aldrei tileinka sér. Höfum í huga orð heimspekingsins JP Sartre: mann- eskjan er ekki neitt eitt ákveðið, fast og óumbreytanlegt, heldur verðandi, síbreytileg með enda- lausa möguleika. Dæmum ekki né stimplum börn þó tímabundnir erf- iðleikar í námi eigi sér stað. ■ Kennarar eru ólíkir og misjafn- lega kærleiksríkir, glaðir og þol- inmóðir. Þeir eru misfærir í sínu fagi. Þó skólakerfi skipi öllum gleði eða aðrar dyggðir þá breytir kerfi ekki karakter fólks. Í skólunum starfar fólk sem „kennir sjálft“ sig meira en nokkuð annað og fólk er misjafnt. Þannig er nú einu sinni lífið. Er skólakerfi ð á niðurleið? MENNTUN Jóhann Björnsson kennari við Réttar- holtsskóla ➜ Fjölmiðlaumræðan er of einsleit. Henni er stýrt af fólki sem oft skortir gagn- rýna hugsun og heldur því fram að skólakerfi ð sé á niðurleið. Mikil umræða hefur verið um Ríkisútvarpið að und- anförnu. Hún hefur að ýmsu leyti verið gagnleg en hún hefur einnig verið misvísandi á margan hátt. Það er því mikilvægt að upplýsa um stöðuna hjá Ríkisútvarpinu eins og hún blasir við. Sem kunnugt er hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til Ríkis- útvarpsins á síðustu árum og samhliða því hefur mikið verið skorið niður í starfsemi félagsins. Sá niðurskurður hefur að mestu falist í uppsögnum á starfsfólki. Síðasta hrina var í lok ársins 2013 þar sem tugum starfsmanna var sagt upp. Vöktu þær aðgerðir mikil og sterk viðbrögð enda hafði niður- skurðurinn umtalsverð áhrif á dag- skrá Ríkisútvarpsins. Ný framkvæmdastjórn tók við störfum síðastliðið vor og um leið óskaði stjórn Ríkisútvarpsins eftir því að sjálfstæð úttekt yrði gerð á stöðu fjármála. Jafnframt varð ljóst að niðurskurðaraðgerðir síð- asta árs hefðu ekki komið rekstri Ríkisútvarpsins í jafnvægi eins og stefnt var að. Þegar var ráð- ist í frekari hagræðingu í rekstri félagsins. Hluti húsnæðis var rýmdur til útleigu og unnið er að sölu bæði Útvarpshússins og lóðar með það að markmiði að létta á skuldsetningu félagsins. Verk- ferlar voru einfaldaðir og skýrð- ir og hagrætt var í tæknivinnslu útvarps. Þessar aðgerðir kölluðu óhjákvæmilega á breytingar á dag- skrá útvarps, breytingar sem vöktu viðbrögð almennings. Skemmst er að minnast sterkra viðbragða við því að Síðasta lag fyrir fréttir var fært fram um fimm mínútur í dag- skrá Rásar 1 og leiknar auglýsing- ar sendar út fyrir hádegisfréttir á rásinni. Þessi aðgerð ein skilar Ríkisútvarpinu hátt á fjórða tug milljóna á ári í tekjuauka. Umræð- an sýnir hins vegar hversu umhug- að almenningi er um Ríkisútvarp- ið. Mennta- og menningarmála- ráðherra hefur sagt að gæta verði þess á hverjum tíma að samræmi sé á milli hlutverksins sem Rík- isútvarpinu sé ætlað samkvæmt þjónustusamningi og útvarpslögum og þeirra fjárveitinga sem stofn- unin fær. Endurskoðun þjónustusamnings Ríkis- útvarpsins við ráðuneyt- ið stendur nú yfir. Í þeim samningi skilgreina stjórn- völd fyrir hönd almennings hvaða þjónustu ríkið vill að RÚV veiti. Verði ekki breyting á þjónustutekj- unum – útvarpsgjaldinu – mun þjónustan óhjákvæmi- lega taka breytingum og dragast enn frekar saman. Fjárhagsleg staða Ríkisútvarpsins Fortíðarvandi Ríkisútvarpsins, einkum íþyngjandi skuldabréfa- flokkur sem tengist gömlum líf- eyrisskuldbindingum, eru skulda- baggi sem sligar reksturinn. Þá hefur verið umtalsverður taprekst- ur hjá félaginu síðan því var komið á fót 2007 og hefur sá taprekstur að verulegu leyti verið fjármagnaður með nýjum lánum. Eftir stendur mikill og alvarlegur skuldavandi, þrátt fyrir aðgerðir síðustu ára. Heildar vaxtaberandi skuldir Ríkisútvarpsins nema um 5.500 milljónum og eru 2/3 þessar lífeyr- isskuldbindingar sem Ríkisútvarpið ohf. yfirtók þegar það var stofnað. Stjórn Ríkisútvarpsins fékk Price WaterhouseCoopers til að meta rekstur og rekstrarhæfi RÚV síðastliðið vor. Í skýrslu þeirra kemur m.a. fram að: „Félagið er yfirskuldsett og skapar ekki nægt sjóðsstreymi til að standa undir greiðslum næsta árs afborgana og vaxtagreiðslna. Því er nauðsyn- legt fyrir RÚV að minnka skuldir og auka veltufé til þess að tryggja rekstrarhæfi félagsins.“ Þessu til viðbótar hefur ríkið á undanförnum árum ákveðið að ráðstafa hluta útvarpsgjaldsins til annarra verka. Ríkisútvarpið hefur því ekki fengið þær þjónustutekjur sem því eru markaður í útvarps- lögum. Að raunvirði hafa þjónustu- tekjur Ríkisútvarpsins sömuleið- is lækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Athyglisvert er að þrátt fyrir smæð Íslands greiðir hver lands- maður viðlíka útvarpsgjald í krón- um talið og greitt er annars staðar á Norðurlöndunum – og þó greiða eðli máls samkvæmt mun fleiri gjaldið í stærri ríkjum svo heildarráðstöfun- artekjur almannaútvarpsins í þess- um löndum eru mun meiri. Frá 2008 hefur ítrekað verið skor- ið niður í rekstri Ríkisútvarpsins, haustið 2008, í byrjun árs 2010 og haustið 2013. Þjónusta hefur verið skert og stöðugildum fækkað úr 340 árið 2008 niður í 235 í ár. Ljóst er að eðlilegt hefur verið að gera kröfu um að Ríkisútvarpið aðlagi sig breyttum tímum og leiti hag- ræðis í starfsemi sinni en eins ljóst má vera að of langt hefur verið gengið í niðurskurði miðað við þær skyldur sem RÚV ber. Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir er Ríkis- útvarpið langt frá því að hafa náð jafnvægi í rekstrinum og meirihátt- ar skuldavandi blasir við. Um ára- bil hefur endurnýjun tækjabúnaðar einnig verið frestað vegna fjárhags- stöðunnar. Nú er svo komið að hluti útsendingarbúnaðar RÚV er úr sér genginn, óhagræði er af rekstri þess búnaðar, auk þess sem meiri- háttar fjárfestingar í dreifikerfinu eru fyrirsjáanlegar. Samræmi milli þjónustu og tekna Umfang starfsemi RÚV ræðst af skyldum sem eru lagðar á herðar Ríkisútvarpinu í lögum og þjón- ustusamningi. Þær skyldur ráða umfangi starfseminnar og áherslum. Staða Ríkisútvarpsins er orðin þannig nú, vegna skulda- vanda liðinna ára, að frekari nið- urskurður útvarpsgjaldsins myndi leiða til þess að Alþingi þyrfti jafnframt að taka stefnumarkandi afstöðu til hlutverks Ríkisútvarps- ins. Hvorki stjórn né starfsmenn geta ákveðið að Ríkisútvarpið hætti að sinna lögbundnum verkefnum. Ef Alþingi telur hins vegar rétt að Ríkisútvarpið sinni áfram sínu viðamikla lögbundna hlutverki, hlýtur þingheimur jafnframt að endurskoða fjárhagsgrundvöllinn í því ljósi. Staða Ríkisútvarpsins RÍKISÚTVARPIÐ Ingvi Hrafn Óskarsson stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. ➜ Hluti húsnæðis var rýmdur til útleigu og unnið er að sölu bæði Útvarps- hússins og lóðar með það að markmiði að létta á skuld- setningu félagsins. Create Now – Reykjavík Grand Hótel, 15.-16. október Námsstefnan Adobe Create Now verður haldin á Grand Hótel Reykjavík með fjölda frábærra fyrirlestra um notkun Adobe hugbúnaðar fyrir ljósmyndara, prenthönnuði, vefhönnuði og kvikmyndagerðarfólk. 2 dagar, 27 fyrirlestrar frá 6 sérfræðingum verð aðeins 15.000 kr. Ókeypis kynningarfyrirlestur um Creative Cloud báða dagana. - Allir velkomnir Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Hugbúnaðarsetursins: www.hugbunadarsetrid.is Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _3 9. 10 .1 4 Settu skemmtilegan svip á veitingastaðinn með alvöru bjórkönnum og stígvélum, nú þegar Októberfest er gengin í garð. Kynntu þér úrvalið hjá sölumönnum Fastus. ” Veit á vandaða lausn Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreif- Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti Við náum til fjöldans B ra nd en bu rg Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín. Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.