Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGYfirhafnir FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 20142
Ég keypt mér þennan fjólubláa „eitís“-skíðagalla á tvö þús-und kall í Kolaportinu fyrir
þremur árum, eftir að hafa leitað
lengi að svona galla. Konan sem
seldi mér hann gaf mér afslátt,
hún var svo ánægð með að ein-
hver á mínum aldri væri að kaupa
hann. Það er frábært að þurfa ekk-
ert að hugsa út í hvað á að fara í
eða hvernig veðrið er, ég bara
vippa mér í gallann yfir það sem
ég er í og hleyp út,“ segir Harpa
Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðing-
ur, framleiðandi og tónlistarkona,
um uppáhaldsútiflíkina sína.
„Það er mikið gert grín að mér
fyrir gallann,“ bætir hún við en
lætur stríðnina ekkert á sig fá.
„Ég fer oft í honum á djamm-
ið og er þá bara í djammdress-
inu innan undir. Gallinn var til
dæmis mjög hentugur á Airwaves.
Ég „pimpa“ hann stundum upp og
set á mig refaskinn ef ég er að fara
eitthvað fínt.“
Haustið og veturinn er uppá-
haldstími Hörpu enda á hún
margar yfirhafnir í skápunum og
fullar skúffur af húfum og vett-
lingum.
„Mamma heklaði mikið og
saumaði sér og ég á til dæmis fal-
legan trefil sem hún heklaði sex-
tán ára. Nokkrar af mínum uppá-
haldsyfirhöfnum koma líka frá
mömmu. Ég á eina svarta slá frá
henni með risastórri hettu og
aðra gólfsíða hippakápu og nokkra
pelsa. Mér finnst mjög gaman að
vera í fleiru en einu lagi, til dæmis
mörgum sjölum eða peysu, jakka
og sjali yfir.“
Gallinn kemur í góðar þarfir
núna þar sem Harpa er á þönum
þessa dagana, en hún er hluti af
listahópnum Vinnslunni.
„Við erum að setja upp verkið
Strengir og frumsýnum 23. októ-
ber í Tjarnarbíói. Við höfum unnið
að þessu síðan í júní og erum að
kafna úr spennu.“
Konan sem seldi mér hann gaf mér afslátt,
hún var svo ánægð að einhver á mínum aldri
væri að kaupa hann.
Mikið grín gert að gallanum
Haustið og veturinn er uppáhaldstími Hörpu Fannar Sigurjónsdóttur. Hún á margar yfirhafnir í skápunum en ein flík er þó í
sérstöku uppáhaldi. Hún lætur alla stríðni sem vind um eyru þjóta og vippar sér í skíðagallann við hvert tækifæri.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Vertu vinur á
Facebook
Skoðið
Yfirhafnir
Dásamlegar
Dúnúlpur
laxdal.is
Við tökum vel á móti þér
HAFÐU ÞAÐ
HLÝTT Í
VETUR
Húfur, grifflur,
treflar og loðskinn
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is