Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 58
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 liðinu. Það verður ekki stærra hjá manni en að spila með A-landsliðinu og það var skemmtilegt að koma inn í það umhverfi sem óþekkt andlit.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann væri í byrjunarliðinu í kvöld en að hann myndi taka við því hlutverki sem honum yrði úthlutað. „Það fer enginn í fýlu í þessum hópi. Þetta er það flott teymi og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum hér sem fulltrúar okkar þjóðar. Hver og einn gerir það sem ætlast er til af honum.“ Lengi að finna rétta stöðu Jón Daði spilaði með uppeldisfé- laginu á Selfossi alla tíð, þar til hann gekk í raðir norska úrvals- deildarfélagsins Viking í ársbyrj- un 2013. Hann segir að þar hafi hann loksins fundið sína rétta stöðu á knattspyrnuvellinum. „Það hefur gengið illa að finna hvaða staða hentar mér best. Ég hef gegnt ýmsum hlutverkum; spilað úti á kanti, á miðjunni og sem sóknartengiliður. En ég lít á mig sem hreinræktaða „níu“, að spila sem fremsti sóknarmaður,“ segir hann. „Ég hef hraða og er góður í að koma mér á bak við varnarlínuna og ná þannig að ógna markinu. Ég tel mig þó geta bætt mig enn meira sem framherji og unnið í ýmsum þáttum sem gerir mig að enn betri leikmanni.“ Jón Daði og Kolbeinn Sigþórs- son náðu mjög vel saman í áður- nefndum leik gegn Tyrkjum og sá fyrrnefndi segir það frábært að spila með sóknarmann eins og Kolbein sér við hlið. „Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Fyrir leikinn fórum við mjög vel yfir hvað við ætluð- um að gera og náðum að fylgja því eftir. Vonandi verður framhald á því.“ Leikur Lettlands og Íslands hefst á Skonto-leikvanginum klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. FÓTBOLTI Jón Daði Böðvarsson gerði sér manna best grein fyrir því, þegar byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi í síð- asta mánuði var kynnt, að flestir myndu staldra við nafn hans. Þessi 22 ára Selfyssingur á ekki langan landsliðsferil að baki og hafði aðeins komið við sögu í þremur vináttulandsleikjum áður en stóra tækifærið kom gegn Tyrkjum. Jón Daði nýtti tæki- færið til hins ýtrasta, átti stórleik og skoraði fyrsta markið í mögn- uðum 3-0 sigri Íslands. „Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt,“ sagði Jón Daði við Fréttablaðið á hóteli lands- liðsins í Ríga í gær. Jón Daði og félagar hans verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Lettlandi á Skonto-leikvanginum. Miðað við frammistöðu Jóns Daða er erfitt að taka hann út úr byrjunarliðinu, þó svo að Alfreð Finnbogason sé nú kominn til baka eftir sín meiðsli. „Ég hef alltaf haft það á tilfinn- ingunni að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson, landsliðs- þjálfarar] séu ánægðir með mig. Þeir sýndu mér mikið traust með því að gefa mér tækifæri gegn Tyrkjum og það var frábært að finna fyrir því.“ Enginn í fýlu í landsliðinu Jón Daði var einnig ánægður með að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég skynjaði það alveg að ég væri ekki þekkt- asti maðurinn í liðinu og bjóst við að einhverjir myndu ekki þekkja nafnið mitt. Það var því frábært að ná að sýna þeim að maður er góður í fótbolta og ekki langt frá hinum í Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Jón Daði um muninnn á honum og Kolbeini Sigþórssyni. Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is Valgarður Gíslason valli@365.is Frá Riga í Lettlandi ➜ Aldrei unnið tvo fyrstu leikina Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppni EM eða HM. Liðið er nú í fimmta sinn í þeirri stöðu að mæta í leik tvö með sigur á bakinu en hefur tapað í sömu stöðu í öll hin fjögur skiptin. - óój LEIKUR TVÖ EFTIR SIGUR Í FYRSTA LEIK Í UNDAN- KEPPNUM HM OG EM UNDANKEPPNI EM 2016 Fyrsti leikur: 3-0 sigur á Tyrklandi Annar leikur: Á móti Lettlandi í kvöld Dagar á milli leikja: 31 UNDANKEPPNI HM 2014 Fyrsti leikur: 2-0 sigur á Noregi Annar leikur: 0-1 tap fyrir Kýpur Dagar á milli leikja: 4 UNDANKEPPNI EM 2008 Fyrsti leikur: 3-0 sigur á Norður- Írlandi Annar leikur: 0-2 tap fyrir Danmörku Dagar á milli leikja: 4 UNDANKEPPNI EM 1992 Fyrsti leikur: 2-0 sigur á Albaníu Annar leikur: 1-2 tap fyrir Frakk- landi Dagar á milli leikja: 98 UNDANKEPPNI HM 1986 Fyrsti leikur: 1-0 sigur á Wales Annar leikur: 0-3 tap fyrir Skotlandi Dagar á milli leikja: 35 Líður best á toppnum Jón Daði Böðvarsson sló í gegn í sínum fyrsta mótsleik með A-landsliði karla en hann skoraði eitt marka Íslands í 3-0 sigrinum á Tyrkjum. Hann gerði sér grein fyrir því að hann var ekki þekktasta nafnið á skýrslunni. FÓTBOLTI Ísland mætir Lett- landi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðs- ins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leik- mannahópnum. Landsliðið vann í síðasta mánuði frá- bæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrk- leikalista FIFA. „Það er oft erf- itt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundin- um í gær. „Væntingar aukast með velgengn- inni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“ Lagerbäck er minn- ugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undan- keppni og hefur ítrekað verið r æ t t u m tapleikinn í Kýpur sem kom nokk r- um dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því próf- raun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur. Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálf- araferli. „Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverj- um leik.“ En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“ - esá Prófraun fyrir liðið Lars Lagerbäck vill fá annan góðan leik hjá Íslandi. NÆR HANN AÐ FYLGJA EFTIR DRAUMABYRJUNINNI? Jón Daði Böðvarsson á hótelinu í Ríga í gær. 11. sept 2012: 0-1 tap á móti Kýpur 16. október 2012: 0-2 tap á móti Sviss 7. júní 2013: 2-4 tap á móti Slóveníu 11. október 2013: 2-0 sigur á Kýpur 15. október 2013: 1-1 jafntefli við Noreg 10. október 2014: Mæta Lettum í kvöld Samtals: 1 sigur, 1 jafntefli, 3 töp Næsti keppnisleikur eftir sigurleik í tíð Lars Lagerbäck FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.