Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGYfirhafnir FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 20144 Himalaya Magic er hönn-un Huldu Eggertsdóttur og nepalsks eiginmanns hennar, Rajan Sedhai, sem vildu færa Íslendingum litríka töfra og gæði Himalajafjalla í handsaum- uðum dúnúlpum. Hugmynda- fræðin er himnesk því tíu prósent af söluvirði alls varnings rennur til umkomulausra barna í Nepal. „Við fórum til Nepals með mánaðargamla dóttur okkar í vor, rétt áður en tímabil mons- únrigninga hófst. Þar hittum við Sushma litlu sem býr við harð- neskjulegar aðstæður Klettafólks- ins og ákváðum að styrkja hana til náms. Klettafólkið er sérstak- ur þjóðflokkur sem býr við mikið vonleysi, fátækt og alkóhólisma og hafa fæst börnin farið í bað heldur ganga um grálúsug og fatalaus og þurfa út í skógana í bítið að leita sér að æti,“ útskýrir Hulda um tilurð þess að Himal- aya Magic tók Sushma litlu undir sinn verndarvæng. „Í Nepal er talsvert mikið gert fyrir munaðarleysingja en stór- ir hópar umkomulausra barna í vonlausum aðstæðum eru gleymdir. Ríkisstjórnin reynir að hvetja Klettafólkið til að mennta sig og verða meira sjálfbjarga og fá börn sem ljúka grunnskóla- námi vilyrði um að verða kenn- arar.“ Þau Hulda og Rajan skráðu Sushma í einkaskóla og þar hlýt- ur hún afbragðs menntun. „Sushma er ákaflega ánægð í skólanum og varð nýlega önnur hæst á prófum. Meðfram skóla- göngunni er hún í vist hjá tengda- fjölskyldu minni því foreldrar hennar eru hvorki færir um að fæða hana, þrífa né klæða fyrir skólann,“ segir Hulda. „Systkini Shusma áttu engin klæði svo við gáfum þeim fatn- að og fjölskyldunni peninga til að kaupa hrísgrjón í annars mat- arlaust kotið. Móðirin f lýtti sér strax eftir grjónunum, áður en eiginmaðurinn kæmi heim og eyddi fénu í áfengi. Sushma fer svo reglulega í heimsókn til fjöl- skyldunnar sinnar og unir hag sínum vel.“ Vonir rætast með töfrum Himalaya Sushma er fimm ára stúlka af fátækum ættum Klettafólksins í Nepal sem átti sér draum um að ganga í skóla eins og betur settir jafnaldrar hennar. Með stuðningi íslenska úlpuframleiðandans Himalaya Magic er Sushma nú orðin skólastelpa og ein af bestu nemendum skólans. Upphaflega voru litríkar úlpur Himalaya Magic eingöngu fyrir lítil börn en nú hafa bæst við himneskar fullorðinsúlpur fyrir konur og karla. MYND/HARPA HRUND Dúnúlpur Himalaya Magic eru úr 100% dúni og sérsaumaðar hjá færustu saumameisturum Nepals. Þessi flotta, bleika úlpa var sérsaumuð á íslenskan herramann. Himalaya Magic býður upp á sérsaum eftir óskum um snið og liti. Gott er að vera tímanlega í sérpöntunum ef úlpur og annar glaðningur á að skila sér í jólapakkana. MYND/HARPA HRUND Sushma var önnur hæst í sínum bekk á prófum. Í skólanum er til siðs að maka rauðu púðri í andlit þriggja hæstu. Á myndinni til hægri er Sushma með systrum sínum í fábrotnum kofa fjölskyldunnar. Hulda og Rajan með börnum sínum, Sindra og Töru, í litríkum úlpum Himalaya Magic. Þau Hulda og Rajan urðu ástfangin þegar Rajan starfaði sem leiðsögumaður við Jökulsá eystri og henti Huldu út í ána. MYND/PJETUR Sannir töfrar Töfrar Himalaya hafa fyrir löngu vaxið fram úr björtustu vonum Huldu og Rajans og vörurnar öðlast eigið líf. „Okkur berast til eyrna ótal fallegar sögur frá ánægðum eig- endum úlpna, sjala og kerru- poka. Það fylgja þessum vörum sannir töfrar og allar eiga þær sameiginlegt að vera mjúkar og hlýjar.“ Auk þess að styrkja lítil börn til náms skapar Himalaya Magic líka atvinnu í þróunarlandinu Nepal. „Í hugsjón og handverki Himalaya Magic tvinnast saman tveggja áratuga reynsla Rajans sem leiðsögumaður um Him- alajafjöll og það að vera for eldrar lítilla barna sem þarf að klæða vel á íslenskum vetrum.“ Þess má geta að barnaúlpur og dúnpokar Himalaya Magic fást í Around Iceland, Laugavegi 18b. Aðrar vörur má nálgast á heima- síðu Himalaya Magic og á Facebook: himalayamagic.com facebook.com/HimalayaMagic Hreinsum dúnúlpur Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk - Sími 5531380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.