Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 14
10. október 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Við hvað á að líkja virðingarstöðu, efnahags- getu og starfsmöguleikum Ríkisútvarpsins, hins opinbera hlutafélags? Virðing þess hjá ríkisvaldinu er í lágmarki, efnahagsgetan stendur á núlli og starfsmöguleikar stór- lega skertir. Sýnt er að Rás 1, sem á að vera alhliða menningarmiðill, stendur ekki undir nafni um frjósama dagskrárgerð. Þar er í senn bjargast við sífelldar endurtekningar efnis frá fyrri tíð og poppaða plötumúsík og þar tilheyrandi mærðarhjal. Rekstrarform Ríkisútvarpsins er ein- hvers konar mekkanóútgáfa af eiginlegu hlutafélagi, glingur á eins manns höndum. Þótt ljótt sé að segja það – því að samlík- ingin er grótesk – þá hefur Ríkisútvarpið dagað uppi sem geldingur ófrjór og getu- laus. Af geldingi fæðist ekkert, hann er bara sláturfé. Útvarpið gæti vafalaust gert í blóðið sitt, ef það væri leyst upp og skuldir jafnaðar með eignasölu og næsta lítið eftir af búinu. Ýmislegt bendir til að horft sé til þess háttar slátrunar. Eða hvað merkir orðið niðurskurður? Við sveitamenn vitum að þá er átt við stórfellda slátrun. Þessi geldingsstaða Ríkisútvarpsins hefur þróast um langt skeið. Hlutafélags- ómyndin á vitaskuld stóran þátt í þessum ófrjósemisaðgerðum löggjafans og er um leið augljós birtingarmynd áhugaleysis fjár- veitingarvaldsins um hag stofnunarinnar og virðingarleysis þess fyrir upphaflegu og sögulegu menningarhlutverki útvarpsins. Þótt ég fari ekki nánar út í hverjir eiga hér hlut að máli með nöfnum og númerum, þá tekur bara hver það til sín sem hann á! Maður á mínum aldri getur varla gert meira en að segja frá því sem við honum blasir. Þótt tíminn sé hlaupinn frá okkur gamla fólkinu, þá getum við borið saman tímana tvenna og sett vonir á framtíðina um að glæða gamlar hugsjónir. Í lokin þetta, svo ég grípi til þess litla sem eftir er af ótuktarskap í mér: Tregur og tímgunarsnauður er talinn hver vanaður sauður. Þó getulaus sé er hann gildur sem „fé“ og gerir í blóð sitt dauður. „Að gera í blóðið sitt“ – Getuleysi RÚV ➜ Rekstrarform Ríkisútvarpsins er einhverskonar mekkanóútgáfa af eiginlegu hlutafélagi, glingur á eins manns höndum. RÚV Ingvar Gíslason fv. alþingismaður og ráðherra Endurlífga Alþýðuflokkinn Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra á vegum Alþýðuflokksins, segir á Facebook-síðu sinni: „Þegar verið var að gagn- rýna landbúnaðarkerfið á fundum í Vesturlandskjördæmi á árum áður, var maður alltaf afgreiddur með því að Alþýðuflokkurinn væri óvinur bænda. Þar með var umræðunni yfirleitt lokið. Þetta hefur ekkert breyst þótt Alþýðu- flokkurinn sé ekki lengur virkur á sviði stjórnmálanna. Annars sýnist mér ekki vanþörf á að hann komi aftur.“ Og viti menn, Eiður er ekki einn þessarar skoðunar, tekið er undir ákall hans á endurlífgun Al- þýðuflokksins, sem vissulega var nefndur óvinur bænda, árum saman. Nú er bara að sjá hvað setur. Nelson betri fyrirmynd en FH Jónas Kristjánsson ritstjóri fjallar um eftirmál úrslitaleiks Íslandsmótsins í fótbolta, og segir: „Margir kvarta yfir vondum uppeldisáhrifum vegna áhuga á bardagaíþrótt Gunnars Nelson. Mikið kemur hann þó betur fyrir en þeir, sem fá mestan pening fyrir uppeldisáhrif. Til dæmis FH. Framkoma leikmanna og stuðningsmanna eftir tapið gegn Stjörnunni var stjórnlaus. En svona er fótboltinn, frekja og yfirgangur, fyllerí og garg. Þegar Gunnar tapar hins vegar, er hann yfirvegaður og þakkar andstæðingi sínum og dómara. Hann er margfalt betri fyrirmynd en FH. Það er þó bara eitt af þessum fótbolta- félögum, sem tröll- ríða íslenzkri fram- komu þessi ár.“ Sárir sveitarstjórnarmenn Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar Alþingis, upplýsir í samtali við DV að þegar skagfirskir sveitar- stjórnarmenn komu á fund nefndar- innar, hafi komið fram óánægja meðal þeirra, „… með niðrandi um- mæli sem þingmenn og ýmsir fagað- ilar hafa haft um menntun fólks úti á landi, þannig að ég bauð fulltrúum sveitarstjórnar Skagafjarðar að koma sem gestir líka á þennan fund. Þannig að þetta mál var aðeins til umræðu þarna þegar sveitarfélagið Skagafjörður var á fundi nefndarinnar í dag,“ segir Vigdís í fyrr- greindu viðtali. sme@frettabladid.is OPNUM KL 08:00 HALLARMÚLA 4 L andbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að taka eigi til endurskoðunar fyrirkomulag í mjólkuriðnaði hér á landi, sem og að lagst verði yfir búvörusamninga sem gerðir hafa verið við samtök bænda og þeir endurskoð- aðir. Þetta er gott og blessað, þótt einhverjir kunni að vera hóflega bjartsýnir á að rösklega verði gengið til verka eða að niðurstaðan verði almenningi til hagsbóta. Einhvern veginn virðast mál nefnilega hafa hér til- hneigingu til að þróast á þann veg að hugn ist þeim best sem sértækra hagsmuna hafa að gæta, á meðan minna fer fyrir því að gætt sé hagsmuna almennings. Líkt og fram hefur komið í fréttum síðustu daga er ekki nóg með að Mjólkursamsalan (MS) brjóti samkeppnislög (og hafi áratugum saman þjösnast á þeim sem lagt hafa út í samkeppni við hana) þá dregur stjórnsýslan jafnan lappirnar og leggur stein í götu þeirra sem hér hafa viljað standa að inn- flutningi matvæla sem sannarlega eru ekki framleidd hér og ætti að geta stuðlað bæði að auknu úrvali og lægra matvæla- verði. Það er sumsé ekki út í bláinn, álit ESA (Eftirlitsstofn- unar EFTA), að innflutningsbann á fersku kjöti standist ekki ákvæði EES-samningsins. Sú tilfinning er ónotaleg að líða eins og maður búi í spilltu samfélagi þar sem ekki er hægt að treysta því að annarleg sjónarmið ráði ekki för þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta hag fólks og líðan. Grátbroslegt er að síðasta dæmið um skrýtna stjórnsýslu skuli (eins og MS-málið) tengjast Skaga- firðinum, það er Háholti, sem breyta á í ungmennafangelsi þvert á vilja Barnaverndarstofu og álit sérfræðinga um hvar slíkar stofnanir séu best niður settar. Sérstök vonbrigði eru þegar fólk sem bera á hag almennings fyrir brjósti í ákvarðanatöku virðist handgengið sértækum hagsmunum. Er ekki eitthvað skrýtið að atvinnuástand í Skagafirði vegi þyngra en betrun og líðan ungmenna sem lent hafa á glapstigum. Mögulega er leið til úrbóta að stíga enn frekari skref til þess að draga úr valdi stjórnmálamanna til gerræðislegra ákvarð- ana. Gagnsæjar reglur þarf um opinbera framkvæmd sem tryggja að fagleg sjónarmið ráði för, alltaf. Þá gengur vitanlega ekki að hagsmunasamtökum sé gefinn laus taumurinn líkt og virðist sumpart gilda í framkvæmd landbúnaðarstefnunnar. Í þessum efnum eru margar leiðir færar. Nefndaleiðin er ein. Önnur gæti verið að taka aftur upp þráðinn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þar sem tilbúin er ágætisumgjörð um stjórnsýslu í landbúnaðarmálum. Vitanlega er gott og gilt að menn bindist samtökum um ein- hverja hagsmuni og reyni að vinna sér í haginn. Það á hins vegar að vera uppi á borðum hvar menn standa. Óheiðarleik- inn liggur í því þegar peðum er laumað inn í framkvæmda- vald opinbers regluverks. Svoleiðis framkvæmd virðist, í það minnsta kosti á sumum sviðum, vera reglan hér á landi. Sérhagsmunir eiga ekki að ráða ferðinni: Umgjörð þarf um ákvarðanir Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.