Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 12

Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 12
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 www.fiskikongurinn.is FISKIKÓNGURINN S0GAVEGI 3 HÖFÐABAKKA 1 Sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAG 10 - 15 KOMDU ELSKU NNI ÞINNI Á ÓVART STÓR SEXÝ DJÚSÍ Uppskrift af rækjukokteil er á Facebook síðu Fiskikóngurins VIÐSKIPTI Stilla útgerð ehf., sem fer með minnihlutaeign í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), hyggst stefna öðrum hluthöfum félagsins vegna sameiningar við útgerðina Ufsaberg, og kaupa á fyrirtækinu Eyjaís. Þetta lá fyrir eftir hluthafafund VSV á miðvikudag þar sem for- svarsmenn Stillu lögðu ti l , og fengu samþykkt í krafti laga um hlutafélög, að einstaklingum og félögum sem fara með meiri- h lutann yrði stefnt í nafni Vinnslustöðvar- innar sjálfrar til að greiða skaða- bætur vegna tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir við sameiningu og kaup á félögunum tveimur í Eyjum. Eigendur Stillu, bræðurnir Guð- mundur og Hjálmar Kristjáns- synir, vilja meina að viðskiptin valdi VSV tjóni, og einstaklingar og félög sem mynda meirihlutann hafi hag af viðskiptunum, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvar- innar, segir þá bræður vilja bætur fyrir tjón sem þeir telja sig verða fyrir – nokkuð sem aðrir hluthaf- ar geti ekki fallist á að sé raun- in. „Þvert á móti tel ég viðskiptin mjög hagfelld fyrir félagið,“ segir Guðmundur og bætir við að átök- in innan VSV standi félaginu fyrir þrifum í allri eðlilegri uppbygg- ingu sjávarútvegsfyrirtækis. „Það að hóta meðeigendum sínum með þessum hætti held ég að sé án fordæma,“ segir Guð- mundur og segir deginum ljósara að hluthafalögin séu meingölluð. Hér vísar Guðmundur til þess að samkvæmt hluthafalögum mega eigendur meirihluta hlutafjár ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu vegna mála sem beinast gegn þeim sjálf- um, og þannig hafi minnihlutinn gerræðislegt vald til að ná sínu fram. Spurður hvort málarekstur bræðranna sé til þess að koma í veg fyrir að hlutfjáreign þeirra þynnist út, segir Guðmundur að málið líti þannig út fyrir sér enda hafi þeir lengi reynt að auka hlut sinn í VSV, en enginn í hópi Vest- manneyinganna hafi viljað selja. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims og stjórnarmaður í VSV, segir að málið liggi ljóst fyrir og snúist um tvennt. VSV sé metin allt of lágt, og því hafi verið selt á undirverði. „Svo teljum við að það sé hægt að reka Vinnslu- stöðina miklu betur. En meirihluti hluthafa hefur ekki viljað fara eftir okkar tillögum, t.d. varðandi fjárfestingu í skipum og tækjum,“ segir Guðmundur og nefnir að stór sjávarútvegsfyrirtæki, sam- bærileg við Vinnslustöðina, skili betri afkomu. Því séu möguleikar félagsins vannýttir, og gömul atvinnutæki hluti af þeirri skýr- ingu. svavar@frettabladid.is Hóta málsókn í annað sinn Guðmundur í Brimi og bróðir hans, Hjálmar Kristjánsson, ætla í skaðabótamál gegn öðrum hluthöfum í Vinnslustöðinni hf. Framhald áralangra deilna á milli þeirra og meirihlutahóps Vestmannaeyinga. Tillaga Stillumanna er í raun nýr kafli í átökum innan félagsins sem á sér langa sögu. Um eru að ræða átök eigenda Stillu sem eiga ríflega 30% í VSV, Guðmundar Kristjánssonar, sem er oftast kenndur við útgerð sína Brim, og bróður hans Hjálmars, við hóp Vestmannaeyinga sem á tæp 70%. Átökin náðu hámarki þegar VSV keypti hluti í Ufsabergi árin 2008 og 2011, gegn vilja bræðranna. Þeir fóru með málið fyrir dómstóla og stefndu þáverandi stjórnarformanni ásamt þremur úr eigendahópi félagsins. Þeir féllu síðar frá þeirri kröfu. Í mars 2013 ógilti Hæstiréttur samruna VSV og félaganna tveggja; ný samrunaáætlun var samþykkt af VSV og Ufsabergi í sumar og var sam- þykkt á fundinum á miðvikudag. Málið er því í raun að fara annan hring. FRAMHALD ÁRALANGRA ÁTAKA INNAN VSV VIÐ BRYGGJU Bræðurnir vilja endurnýja skip og tæki – stjórnarformaður segir deilur standa í vegi fyrir því. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON STJÓRNMÁL Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram fyrirspurn á fundi borgarráðs þann 14. ágúst síðast- liðinn um hvernig greiðslum til aðila sem sitja í nefndum borgar- innar sé háttað. Í svörum frá Reykjavíkurborg frá 29. september kemur fram að misjafnt sé eftir nefndum hvern- ig greiðslum sé háttað eða hvort greitt sé fyrir setu í nefnd. Sem dæmi fá fulltrúar í úthlut- unarnefnd barnabókaverðlauna, ferlinefnd fatlaðra og þjónustu- hóps fatlaðra 12.285 krónur fyrir hvern fund en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. - hó Fyrirspurn um greiðslur: Rúmar 12.000 krónur á fund FYRIRSPURN Borgarfulltrúar Framsókn- ar og flugvallarvina lögðu fram fyrir- spurn um greiðslur vegna nefndarsetu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæslu- stöðin í Glæsibæ hefur tekið upp- lýsingagáttina Veru í notkun. Þar getur fólk fengið rafrænan aðgang að upplýsingum um eigið heilsufar. Innleiða á Veru í öllum heilbrigðisumdæmum. - jme Vera í gagnið í Reykjavík: Aðgangur að eigin skrám

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.