Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 8
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HYUNDAI i20 CLASSIC Nýskr. 09/13, ekinn 46 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.990 þús. Rnr. 120459. SUZUKI SX4 GLX Nýskr. 07/13, ekinn 38 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142407. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is CHEVROLET CAPTIVA Nýskr. 12/11, ekinn 44 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 282128. RENAULT MEGANE SP. TOURER Nýskr. 07/12, ekinn 38 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142496. TOYOTA PRIUS PLUG-IN HYBRID Nýskr. 03/14, ekinn 4 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.890 þús. Rnr. 142434. DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 04/13, ekinn 82 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.830 þús. Rnr. 142397. KIA PICANTO EX Nýskr. 06/13, ekinn 9 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.280 þús. Rnr. 142269. Frábært verð! 4.990 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Gott í eldhúsið og bústaðinn Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Töfrasproti – Blandari 1.890,- Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w 2.490,- Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 40w 1,3l. 3.990,- Blandari og matvinnsluvél 4.990,- GÆÐA VARA STJÓRNSÝSLA Vinna dómsmálaráð- herra við frumvarp um framtíðar- skipan við meðferð efnahagsmála er langt komin. Í minnisblaði sem starfshópur á vegum innanríkisráðuneytis- ins hefur unnið er gert ráð fyrir stofnun embættis héraðssaksókn- ara sem fari með efnahagsbrota- mál. Frumvarpið er ekki fullmótað og óvíst hvort það verði að lögum fyrir áramót. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá afrit af minn- isblaðinu. Innanríkisráðuneytið hefur synjað þeirri beiðni og hefur sú synjun verið kærð til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er vinna starfshópsins byggð á skýrslu innanríkisráðherra um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamál- um. Innanríkisráðherra kynnti þá skýrslu fyrir Alþingi í janúar. Þar voru nefndar tvær meginleiðir sem lagt er til að verði farnar. Annars vegar að sett verði á stofn ný rannsókna- og ákæru- stofnun. Peningaþvættisskrifstofa verði færð frá ríkislögreglustjóra til þessarar nýju stofnunar, sem reist yrði á grunni sérstaks sak- sóknara. Stofnunin annist rann- sóknir alvarlegra efnahagsbrota og fari jafnframt með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, eða eftir atvikum milliákæruvaldsstigi. Hins vegar að sett verði á stofn ný rannsókna- og ákærustofnun sem sameini verkefni sérstaks saksóknara, skattrannsóknar- stjóra og eftir atvikum verkefni sem varða málshöfðanir ríkis- saksóknara. Peningaþvættisskrif- stofa verði færð frá ríkislögreglu- stjóra til þessarar nýju stofnunar. Um yrði að ræða tveggja eða eftir atvikum þriggja stoða stofnun sem fari með rannsóknir og ákæru- vald í öllum skattalaga- og efna- hagsbrotamálum. Undir þriðju stoð þessarar stofnunar myndi eftir atvikum heyra málshöfðun í sakamálum sem ríkissaksóknari annast nú. Þessi stofnun færi með ákæruvald á lægra ákæruvalds- stigi eða á milliákærustigi. Allt frá því að lög um meðferð sakamála tóku gildi 1. janúar 2009 hefur verið gert ráð fyrir að emb- ætti héraðssaksóknara yrði nýtt stjórnsýslustig innan ákæruvalds- ins. Því hefur ítrekað verið frestað og nú liggur fyrir þinginu frum- varp frá dómsmálaráðherra um að fresta stofnun þess embættis til 1. janúar 2016. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að sérstakur saksóknari starfi áfram en framlög til emb- ættisins fari úr 560 milljónum króna í 290. jonhakon@frettabladid.is Efnahagsbrot undir héraðssaksóknara Dómsmálaráðherra hefur fengið tillögur frá starfshópi um framtíðarskipan efna- hagsmála. Verið er að vinna að frumvarpi en óvíst er hvenær það verður samþykkt sem lög. Lagt er til að efnahagsbrotamál heyri undir embætti héraðssaksóknara. VIÐ SKÚLA- GÖTU Nýtt embætti kemur til með að taka við af Embætti sérstaks sak- sóknara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MENNING Lögð hefur verið fram umsókn um heimsminjaskráningu menningarminja frá víkingaöld á Þingvöllum. Þetta kom fram á síðasta fundi Þingvallanefndar þar sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sagði frá raðtil- nefningu sjö staða í fimm löndum til Heimsminjaskrár UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningar- stofnunar SÞ. Kom fram að menn- ingarlandslag Þingvalla sé innan þessarar tilnefningar og að fulltrúi frá Icomos, stofnun UNESCO, hafi átti fundi hérlendis 29. september og heimsótt Þingvelli. - gar Víkingaminjar í þjóðgarði: Tilnefning á heimsminjaskrá ÞINGVELLIR Verðmætt menningar- landslag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Myndbandasíðan You- Tube vinnur nú að breyttu við- skiptalíkani sem fæli það í sér að hægt væri að kaupa áskrift að vef- síðunni. Hingað til hefur starfsemin verið fjármögnuð með auglýsingum og mögulegt að horfa á myndskeið á síðunni ókeypis. Það er kona að nafni Susan Wojcicki sem vinnur að breytingunum. Wall Street Journal segir að hún hafi hafið störf hjá You- Tube fyrr á þessu ári og hafi leitað leiða til þess að auka tekjur og hagn- að vefsíðunnar. Þjónustan sem fólki verður gert að greiða fyrir verður viðbót við þá þjónustu sem YouTube starfrækir í dag og er greidd af aug- lýsendum og mun henta sérstaklega vel þeim sem nota YouTube á snjall- símum sínum og spjaldtölvum. Wojcicki segir að það sé stutt þangað til nýja þjónustan kemur. Í framtíðinni muni fólk ekki vilja sjá auglýsingar. „Þetta verður spenn- andi af því að fólk fær aukið val. Við erum að hugsa um að fjölga val- möguleikum notendanna,“ segir Wojcicki. - jhh Ein vinsælasta myndbandasíða heims ætlar að rukka fyrir þjónustu sína: Hægt að borga fyrir YouTube GOTT FYRIR SPJALDTÖLVUR Not- endur munu geta greitt fyrir þjónustu sem fellur vel að þörfum snjallsíma- og spjaldtölvunotenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.