Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 28
Svanurinn MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir, geira@365.is, s. 512-5036 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Innkaupanetið er nýtt verkefni fyrir fyrirtæki sem vilja vinna að umhverfismálum með því
að leggja áherslu á vistvæn inn-
kaup og að kaupa inn umhverfis-
merktar vörur. Fyrirtæki sem taka
þátt í Innkaupanetinu fá hjá okkur
upplýsingar og einfaldar leiðbein-
ingar um hvernig best sé að bera
sig að. Þau fá jafnframt að auglýsa
þátttökuna í verkefninu á heima-
síðu sinni, auk þess sem lógó allra
þátttakenda verður birt á heima-
síðu Innkaupanetsins,“ útskýrir
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sér-
fræðingur hjá Umhverfisstofnun,
en stofnunin hefur yfirumsjón með
Svaninum, opinberu umhverfis-
merki Norðurlandanna hér á landi.
Vistvæn innkaup draga úr
umhverfisáhrifum
Hún segir fyrirtæki oft og tíðum
kaupa inn gríðarlegt magn vöru
sem getur verið framleidd á afar
ólíka vegu og á misjafnlega um-
hverfisvænan hátt. „Með því að
skýra innkaupaferla og styðjast
við umhverfismerki í innkaup-
um er oft hægt að minnka heild-
arumhverfisáhrif fyrirtækisins
umtalsvert.“ Anna Sigurveig segir
hægt að finna merktar vörur víða
og í fjölmörgum
vöruflokkum.
„Allar vörur
sem eru merkt-
ar Svaninum
eða öðru áreið-
a n le g u u m-
hverfismerki
er u a l men nt
bæði umhverf-
isvænni og betri fyrir heilsuna en
gengur og gerist með sambæri-
legar vörur. Þá er búið að setja
kröfur um allt er varðar vöruna,
allt frá vöggu til grafar. Má þar
nefna hvernig hráefni er notað í
framleiðsluna, hvernig hún hegð-
ar sér á meðan á notkun stend-
ur og hvað verður um hana þegar
henni er fargað. Einnig eru gerðar
kröfur varðandi umbúðir, gæði og
endingu vörunnar því litlu þjón-
ar að vera með vöru sem er um-
hverfisvæn ef gæðin eru ekki full-
nægjandi. Með því að styðjast við
umhverfismerki í innkaupum
er því auðvelt að sýna fram á að
umhverfisáhrif vegna innkaupa
minnki,“ segir Anna Sigurveig.
Góðar undirtektir
Umhverfisstofnun er að sögn
Önnu Sigurveigar nú þegar byrj-
uð að leita til áhugasamra fyrir-
tækja. „Viðbrögðin hafa verið
mjög góð og fyrirtækin sýna verk-
efninu mikinn áhuga. Í dag lang-
ar fjöldann allan af fyrirtækjum,
sem eru að gera góða hluti í um-
hverfismálum, að gera starf sitt
sýnilegra. Eins eru mörg fyrir-
tæki sem vilja vera umhverfisvæn
en vita ekki hvar þau eiga að hefj-
ast handa.“
Anna Sigurveig segir hægt að ná
góðum árangri í umhverfismálum
og spara heilmikið með því að skoða
innkaupamálin og ætti það að henta
öllum fyrirtækjum. Hún veitir nán-
ari upplýsingar á anna.ragnarsdott-
ir@umhverfisstofnun.is.
Umhverfisvænni fyrirtæki
Innkaupanetið er nýtt verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem fer af stað 14. nóvember næstkomandi. Það er hugsað fyrir
fyrirtæki sem vilja auka vistvæn innkaup og minnka umhverfisáhrif. Fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt verkefninu áhuga.
Fyrirtæki sem taka þátt í Innkaupanetinu fá upplýsingar og einfaldar leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að.
GLANSANDI GÓÐUR ÁRANGUR,
LÁGMARKSÁHRIF Á UMHVERFIÐ
GLITRA er sérþróað með tilliti til eiginleika íslenska vatnsins, sem þýðir að minna magn þarf af uppþvottaefni. GLITRA uppþvottavélatöflur
eru Svansmerktar, sem er trygging þín fyrir því að varan hefur bestu mögulegu virkni en lágmarksáhrif á umhverfið. Með því að nota
Svansmerktar uppþvottavélatöflur eins og GLITRU leggur þú þitt af mörkum til umhverfisverndar.
Það er hagkvæmt fyrir þig og umhverfið.
Anna Sigurveig
Ragnarsdóttir