Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 20
| 4 29. október 2014 | miðvikudagur
ég er ekki að fara að byggja verk-
smiðju í Kanada til að framleiða
þar.“
Skyrið er nú fáanlegt í þrettán
bragðtegundum. Nýjustu vörurn-
ar eru árstíðabundnar og einungis
fáanlegar í völdum verslunum. Þar
er um ræða graskersskyr, peru-
skyr og kaffi skyr.
„Graskersskyrið er búið að vera
til lengi. Við höfum komið með
það á haustin enda vinsælt bragð
í Bandaríkjunum. Peruskyrið er
einnig árstíðabundin vara sem er
seld í Whole Foods og kemur inn
og fer út og það sama má segja
um kaffi skyrið en það er framleitt
fyrir aðra verslun.“
„Maður er bara að reyna sitt besta
á hverjum degi og halda í sitt en
ekki að sigra heiminn heldur
aðeins gera betur í dag en í gær,“
segir Sigurður Kjartan Hilmars-
son, stofnandi og einn af eigendum
bandaríska mjólkurframleiðand-
ans The Icelandic Milk and Skyr
Corporation.
Sigurður framleiðir meðal ann-
ars skyrið Siggi’s sem er byggt á
íslenskri uppskrift og selt í yfi r
fjögur þúsund verslunum í Banda-
ríkjunum. Sala á vörum fyrirtæk-
isins skilaði um sautján milljónum
dala, tæpum tveimur milljörðum
króna, í fyrra og Sigurður segir
stefna í söluaukningu á þessu ári.
„Það er einhver aukning en
þetta er í takt við okkar vænting-
ar. Við reynum að halda áfram að
vaxa og þetta snýst mikið um að
koma fl eiri strikamerkjum inn í
fl eiri verslanir. Það er það sem við
erum að reyna þessa dagana.“
Hefur í nógu að snúast
Sigurður sagði í samtali við Mark-
aðinn í janúar síðastliðnum að
skyrframleiðslan hefði byrjað sem
áhugamál árið 2004. Það ár fór
hann að búa til skyr í íbúðinni sinni
í Tribeca-hverfi nu á Manhattan og
tveimur árum síðar varð fyrirtæk-
ið til. Bandaríska matvælakeðjan
Whole Foods er í dag stærsti við-
skiptavinurinn en vörurnar eru
einnig fáanlegar í öðrum keðjum
eins og Safeway og HEB sem rekur
yfi r 300 verslanir í Texas.
„Þessar eru svona með þeim
stærri en maður er alltaf að vinna
í verslanakeðjum hér og þar en það
hefur ekki orðið nein stór breyting
þar á. Það fer hins vegar mestur
tími í hefðbundinn rekstur. Maður
er alltaf að djöfl ast í einhverjum
málum, reyna að fjölga strikamerkj-
um, bæta fl utningsleiðir og fjölga
vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í
að fá tilboð í fl utninga og betri kjör á
trukkunum,“ segir Sigurður og það
er augljóst að hann vill ekki gera of
mikið úr eigin árangri.
Skyrið ekki á leið til Evrópu
Svissneski mjólkurframleiðandinn
Emmi Group eignaðist fjórðungs-
hlut í The Icelandic Milk and Skyr
Corporation í desember í fyrra.
Sigurður segir kaupin ekki hafa
haft nein áhrif á daglegan rekstur
fyrirtækisins.
„Það var í rauninni engin breyt-
ing. Emmi var búið að eiga mjög
lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara
aðeins fl eiri bréf sem annar fjár-
festir var að selja,“ segir Sigurður.
Hann segir engin áform uppi um
að hefja sölu á vörum fyrirtækis-
ins í Evrópu.
„Við horfum eingöngu til Norð-
ur-Ameríku og Kanada gæti
kannski bæst við. Það væri mjög
„lógískt“ en reglur um innfl utn-
ing á landbúnaðarvörum eru mjög
strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að
eiga ákveðinn innfl utningskvóta en
VIÐTAL
Haraldur Guðmundsson
haraldur@frettabladid.is
Þegar fólki er skipt upp í fjóra hópa
eftir tekjum og horft til áhrifa verð-
hækkana á ólíka hópa kemur í ljós
að hlutfallslega hefur verðbólga
lagst þyngst á þá sem lægstar hafa
tekjur. Þetta kemur fram í grein
Viðars Ingasonar, hagfræðings VR,
í efnahagsritinu Vísbendingu.
Viðar segir að mánaðarleg birt-
ing Hagstofu Íslands á verðbólgu-
vísitölunni (vísitölu neysluverðs)
gefi til kynna hver hækkun verðlags
sé gagnvart meðalfjölskyldunni.
„Fjölmargar fjölskyldur standa þó
frammi fyrir útgjaldaþróun sem er
nokkuð ólík þeirri sem Hagstofan
birtir, af þeirri einföldu ástæðu að
heimili hafa ólík neyslumynstur,“
segir hann í grein sinni.
Viðar tínir til sjö stærstu
útgjaldaliði heimila og hvernig þeir
skiptast innan hvers tekjufjórðungs.
Þannig vega útgjöld til eigin hús-
næðis þyngra hjá fjórða og tekju-
hæsta fl okknum en þeim fyrsta og
tekjulægsta, þar sem greidd húsa-
leiga er hærra hlutfall. Þá er horft
er til fjölda fullorðinna í heimili og
fjölskyldutekna.
Því vegur þungt í niðurstöðunni
að frá ársbyrjun 2010 hefur leigu-
verð hækkað um 30 prósent á meðan
nafnverð húsnæðis hefur hækkað
um 18 prósent miðað við september
á þessu ári.
„Húsnæðisliðurinn hefur átt mest-
an þátt í því að verðlag hefur þróast
með ólíkum hætti gagnvart mismun-
andi tekjuhópum síðustu árin,“ segir
Viðar, en frá ársbyrjun 2010 hefur
verðlag hækkað að meðaltali um 21,4
prósent gagnvart tekjulægsta fjórð-
ungnum, en um 16 prósent gagnvart
þeim tekjuhæsta. - óká
Útgjöld þeirra sem tekjulægstir eru hafa hlutfallslega aukist mest frá ársbyrjun 2010 að sögn hagfræðings VR:
Húsnæðiskostnaðurinn vegur þyngst
Tekjufjórðungur Ráðstöfunartekjur heimilis Útgjaldaaukning
1. hópur 3.841.286 kr. 21,4%
2. hópur 5.194.000 kr. 18,6%
3. hópur 6.549.857 kr. 17,8%
4. hópur 10.029.135 kr. 16,0%
*Miðað er við aukningu útgjalda frá janúar 2010 til september 2014.
Heimild: Grein Viðars Ingasonar í Vísbendingu, 39. tbl., 32. árg.
ÚTGJALDAAUKNING TEKJUFJÓRÐUNGA*
Ætlar að halda sig við Norður-Ameríku
Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins
vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á Siggi’s skyr í löndum utan Norður-Ameríku.
SIGGI SKYR Sigurður hefur búið í New York frá árinu 2002 og er nú með skrifstofu í Chelsea-hverfinu á Manhattan.
Sigurður er í dag með um 15 manns í
vinnu en um áttatíu starfsmenn EMMI
Group vinna síðan á mjólkurbúi fyrir-
tækisins í uppsveitum New York.
„Við tökum inn mjólk frá bændum
hér í New York og skiljum að mjólk
og rjóma og búum til skyr úr undanrennunni og seljum svo rjómann því
við notum ekki mikið af honum,“ sagði Sigurður í samtali við Markaðinn í
janúar síðastliðnum. Skyrgerðin var í fyrstu áhugamál sem kviknaði eftir að
Sigurður hafði fengið móður sína til að faxa sér uppskrift að skyri sem hún
fann í eintaki af blaðinu 19. júní sem er frá árinu 1963.
„Skyrgerðin gekk hálf brösuglega í upphafi en svo náði maður einhverj-
um tökum á þessu. Þá hafði ég útskrifast úr skólanum og var ekkert sérlega
spenntur fyrir því sem ég var að gera,“ sagði Sigurður, en hann starfaði áður
við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte Consulting á Wall Street.
GEKK HÁLF BRÖSUGLEGA Í UPPHAFI
Seðlabanki Svíþjóðar kynnti í gær
ákvörðun um að lækka stýrivexti úr
0,25 prósentum í 0,0 prósent. Grein-
endur á markaði höfðu áður spáð
því að vextir færu í 0,1 prósent.
Ávörðunin er sögð til þess ætluð
að koma í veg fyrir verðhjöðnun í
landinu með því að ýta undir lán-
veitingar og hærra vöruverð. Í til-
kynningu bankans segir að fram-
kvæmdastjórn hans hafi á síðasta
peningastefnufundi í októberlok
talið stefnuna þurfa að vera enn
opnari til þess að koma verðbólgu í
átt að tveggja prósenta verðbólgu-
markmiðinu. - óká
Sænskir vextir
komnir í núll
Hagnaður Hlöllabáta ehf., sem
rekur skyndibitastaðinn Hlölla á
Höfðanum, nam rúmum 20 millj-
ónum króna á síðasta ári, sam-
kvæmt ársreikningi félagsins.
Systkinin Róbert Árni og Mál-
fríður Eva Jörgensen eiga félagið,
ásamt mökum sínum, í gegnum
Ergosspa ehf. Samkvæmt árs-
reikningnum var ákveðið að greiða
15 milljónir króna í arð til hluthafa
en félagið skilaði einnig hagnaði
árið 2012 og þá upp á rúmar sjö
milljónir. Hlöllabátar áttu við lok
árs 2013 eignir metnar á 34 millj-
ónir króna en skulduðu þá um 30
milljónir.
„Þessi afkoma skýrist að stórum
hluta af því að við eigendurn-
ir vinnum rosalega mikið sjálf á
staðnum og náum þannig að draga
úr kostnaði. Svo gengur líka vel og
varan er alltaf að verða betri og
betri að okkar mati,“ segir Róbert
Árni Jörgensen í samtali við Mark-
aðinn. - hg
Arðgreiðslur til eigenda vegna ársins 2013 námu 15 milljónum króna:
Hlöllabátar skiluðu
20 milljóna hagnaði
STAÐURINN Félagið rekur skyndibitastaðinn
Hlölla á Höfðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ákvarðanataka
til árangurs
Hlutverk gilda í fyrirtækjum eftir hrun:
Hvatning eða orðin tóm?
Vinnustofa með dr. Eric Weber
6. nóvember kl. 8:30-12:00 í Opna háskólanum í HR
Verð: 49.000 kr.
Skráning og upplýsingar: opnihaskolinn.is
Hagnýt vinnustofa þar sem fjallað er um hlutverk gilda í fyrirtækjum eftir
hrun. Geta þau aukið ánægju og framleiðni? Í lok vinnustofunnar ættu
þátttakendur að hafa skýra hugmynd um þá þætti sem nýtast til greiningar
á nytsemi gilda.
Dr. Eric Weber er aðstoðarrektor IESE viðskiptaháskólans í Barcelona og
situr í framkvæmdanefnd IESE og Harvard Business School (IESE Advisory
Committee). IESE má finna á listum yfir 10 bestu viðskiptaháskóla í heimi.