Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. október 2014 | FRÉTTIR | 11 Sími 412 2500 www.murbudin.is Trélím & límkítti MS Polymer límkítti frá Bostik verð kr. 1250 HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS Reebok Fitness og Biggest Loser Ísland velja StarTrac tækin frá okkur! MYND FRÁ STAR FSMANNAAÐST ÖÐU ADVANIA VILTU KOMA UPP AÐSTÖÐU Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ? Í nýlegri rannsókn á 200 starfsmönnum hjá 3 stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum, kom í ljós að þeir skiluðu allt að 15% meira vinnuframlagi og nýttu tímann betur á þeim dögum sem heilsurækt var stunduð. HAFÐU SAMBAND OG VIÐ FINNUM BESTU LAUSNINA FYRIR ÞIG. FERÐAÞJÓNUSTA Erlend greiðslu- kortavelta í september nam 9,4 milljörðum sem er tæplega tveggja milljarða aukning samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Rannsóknarseturs versl- unarinnar. Mestu fé vörðu ferðalangar í gistiþjónustu eða um tveimur milljörðum. Það er fjórðungsaukn- ing frá september í fyrra. Mest var aukningin í sölu á hinum ýmsu skoðunarferðum eða 58,6 prósent. Meðalferðamaðurinn greiddi 106 þúsund krónur með korti sínu sem er 2,5 prósenta aukning eftir að verðhækkanir eru teknar með í reikninginn. Ferðalangar frá Sviss greiddu að jafnaði hæstu upphæð- irnar með greiðslukortum sínum, 176 þúsund krónur, en Norðmenn eyddu næstmest. Pólverjar og Jap- anar ráku lestina. Tölur þessar taka ekki til kaupa á þjónustu sem ekki fer í gegn- um íslenska færsluhirða. Ýmsar greiðslur, til að mynda vegna erlendra ferðaþjónustuaðila eða annarra milliliða, eru því ekki teknar með í reikninginn. - joe Erlend greiðslukortavelta jókst um 26 prósent á síðustu tólf mánuðum: Milljarða aukning í september FERÐAMENN Meðalferðalangurinn frá Sviss var örlátastur en Norðmenn fylgdu í kjölfarið. SAMGÖNGUR Framkvæmdir við Hverfisgötu eru á lokastigi en í sumar hefur verið unnið að endur gerð götukaflans frá Vita- stíg að Snorrabraut. Síðasti áfanginn er nú á lokametrunum. Skipt hefur verið um allar lagn- ir í götunni, lýsing endurnýjuð og allt yfirborð götu og gangstétta. Þá er búið að setja hita í göngu- leiðir, hjólareinar og upphækkuð, steinlögð gatnamót, auk þess sem trjágróðri hefur verið plantað á mörgum stöðum í götunni til að fegra umhverfið. - shá Hverfisgata opnuð að nýju: Andlitslyftingu senn að ljúka VINNU AÐ LJÚKA Enn á eftir að laga neðri hluta götunnar og óákveðið hve- nær það verður gert. MYND/RVK NEYTENDUR Fríhöfnin hefur inn- kallað tvær gerðir af Loom-teygj- um frá vörumerkinu Rainbow Loom, það er Solid Bands Olive Green og Solid Bands Mix. Vör- urnar voru seldar á tímabilinu 9. september til 6. október 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að CE-merkingar vantar á vörurn- ar, að því er segir á vef Neytenda- stofu. CE-merkið er staðfesting á því að framleiðandinn hafi gengið úr skugga um að varan uppfylli og sé í samræmi við allar viðeigandi lagakröfur, svo sem um öryggi, heilsu og umhverfi. - ibs Fríhöfnin tekur vöru úr sölu: Loom-teygjur innkallaðar LOOM-TEYGJUR CE-merki vantar á tvær gerðir af teygjunum. NOREGUR Skráargatið hefur verið fjarlægt af átta af 20 vörum sem merktar voru með hollustumerk- inu 2011, að því er könnun Aften- posten leiddi í ljós. Verðstríð um þessar vörur leiddi til svo mik- illar verðlækkunar að þær voru seldar með tapi. Óhollar vörur voru sagðar hafa fengið betra pláss í verslunum. Haft er eftir forstjóra versl- anakeðjunnar Kiwi, sem hóf verðstríðið, að hann geti vel hugs- að sér að fá fleiri vörur merktar Skráargatinu. - ibs Hollustumerkið Skráargatið: Merkið fjarlægt vegna sölutaps SVÍÞJÓÐ Sænska þingkonan Penilla Gunther reyndi án árangurs fyrir fjórum árum að fá frádrátt frá skatti upp á 100 þúsund sænskar krónur vegna ferða og matarinn- kaupa í tengslum við fundaviku auk kaupa á gjöfum og jólasæl- gæti fyrir samstarfsmenn sína. Nú greina sænskir fjölmiðlar frá því að þingkonan hafi ekki fengið jafn mikinn frádrátt í fyrra og hún gerði ráð fyrir vegna ýmissa útgjalda sem tengdust fundahaldi og eigin kvöldverðum. - ibs Há útgjöld þingkonu: Fær ekki frá- drátt frá skatti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.