Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGSvanurinn MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 20144
VANDIÐ VALIÐ Á BLAUT
ÞURRKUM OG BLEYJUM
Notkun á blautþurrkum er
mikil en þær eru mismunandi
að gæðum. Foreldrar ættu að
vera vakandi yfir því hvaða
innihaldsefni geta verið í bleyjum
og blautþurrkum sem notaðar
eru. Mörg efni eru notuð við
framleiðslu á pappírsbleyjum, má
þar nefna sellulósakvoðu, bómull,
plastefni, lím, ilm- og litarefni.
Sumar bleyjur innihalda krem
og ilmefni. Athugið að ilmefnin
geta valdið ofnæmi. Ef hugað er
að náttúrunni, húð barnsins og
hollari vörum ættu foreldrar að
velja umhverfisvottaðar bleyjur
og blautþurrkur.
Margar blautþurrkur innihalda
bæði ilm- og rotvarnarefni.
Rotvarnarefnin paraben geta
haft hormónaraskandi áhrif og
ýmis ilmefni geta valdið ofnæmi.
Svansmerktar blautþurrkur inni-
halda hvorki paraben né ilmefni.
Á síðu Umhverfisstofnunar er fólki
bent á eftirfarandi:
• Veljum umhverfisvottaðar
bleyjur, hvort heldur um er að
ræða tau- eða pappírsbleyjur
• Veljum bleyjur sem ekki
innihalda ilmefni og krem
• Notum minna af blautþurrkum
- vatn og þvottapoki kemur oftast
að jafn góðum notum.
• Veljum blautþurrkur án ilmefna
og parabena, til dæmis Svans-
merktar vörur. Svansmerktar
vörur fyrir ungbörn mega ekki
innihalda ilmefni.
UPPFYLLA STRANGAR
KRÖFUR
Þegar fólk velur Svansmerktar
vörur hvetur það fyrirtæki til að
framleiða vörur sem uppfylla
ströngustu umhverfis-, heilsu- og
gæðaskilyrði.
Svanurinn gerir strangar kröfur
til framleiðslu vöru og þjónustu,
svo sem um:
● Hráefnanotkun
● Orkunotkun
● Notkun hættulegra efna
● Útblástur og losun efna
í vatn og jarðveg
● Umbúðir
● Flutninga
● Förgun og endurvinnslu
Grand Hótel er eitt þeirra fyrirtækja á
Íslandi sem fengið hafa Svansvottun.
GEFÐU GRÆNAR JÓLAGJAFIR
Jólin eru hátíð ljóss og friðar en líka hátíð neyslunnar. Umhverfisstofnun vekur neytendur til umhugsun-
ar og gefur góð ráð til að minnka umhverfisáhrif jóla. Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um
að gera að nota ímyndunaraflið við innpökkunina.
● Veljið gæði frekar en magn. Forðist óvandaðar eftirlíkingar sem bila oftast fljótt og enda í ruslinu.
● Leitið að Svani. Svansmerktar vörur fást í öllum helstu verslunum og úrval þeirra fer stöðugt vaxandi.
● Gerið kröfur sem neytendur. Máttur neytenda er mikill því þeir geta aukið eftirspurn eftir
umhverfisvænni vörum og þá eykur markaðurinn framboðið.
● Gefðið heimatilbúna gjöf. Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum?
● Gefið upplifun. Bjóðið í leikhús, á námskeið eða í ferð með útivistarfélagi.
● Gefið áskrift. Gefið sjónvarpssjúklingi áskrift að góðri sjónvarpsrás og tónlistarunnandanum
áskrift að tónlistarvefverslun.
● Gefið bágstöddum. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefið til góðs málefnis í þeirra
nafni og sendið þeim kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast til góðs.