Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 2
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 NÁTTÚRA „Hljóðið í fólki er ótrú- lega gott. Það kemur mér eig- inlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúk- dóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suð- austurlands, um áhrifin af gríðar- legri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudag- inn að hringja í alla sína skjólstæð- inga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um full- orðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið h e f u r f r a m í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum. Björn Ingi Jónsson, bæjar- stjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengun- arskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólar- hringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhald- ið – hvort einhverjar ráðstafan- ir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbót- ar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráða- menn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæða- mælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að ger- ast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því ein- faldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holu- hrauni. svavar@frettabladid.is Fátt annað að gera en halda sig heima Lækni á Höfn í Hornafirði kemur á óvart hversu lítil áhrif mengun frá eldgosinu í Holuhrauni hefur á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Ráðum lítið við móður náttúru og tökum því sem að höndum ber. Gott hljóð í fólki á Höfn. BJÖRN INGI JÓNSSON SÓL Í EITURBAÐI Er nafn þessarar myndar sem tekin var í Horna- firði á sunnudag. MYND/SVERRIR AÐALSTEINSSON KANADA John Baird, utanríkisráðherra Kanada, Charles J. Cass- idy, yfirmaður kanadíska flotans, og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lögðu blómsveig að Gröf óþekkta hermannsins við athöfn í Ottawa í Kanada í gær. Kanadamenn minntust í gær Nathans Cirillo hermanns, sem var skotinn til bana þar sem hann stóð við minnismerkið í síðustu viku. Banamaðurinn skaut Cirillo áður en hann fór inn í þinghúsið. Þar hóf hann skothríð sem endaði með því að hann skaut sjálfan sig til bana. - jhh Stjórnmálamenn komu saman við minningarstund: Minntust kanadísks hermanns Í OTTAWA John Kerry var viðstaddur minningarstundina í Kanada. NORDICPHOTOS/AFP. HEILBRIGÐISMÁL Læknar á Sjúkra- húsinu á Akureyri hófu verkfall á miðnætti og stendur verkfall þeirra yfir til miðnættis annað kvöld. Bjarni Jónasson, for- stjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stjórnendur stofnunarinn- ar reyna sem mest að milda þau áhrif sem verkfall lækna kunni að hafa. „Það er þannig að það eru læknar á öllum vaktlínum og öllum bráðatilvikum verður sinnt. Þjónustan er sett upp þannig að fjöldinn dugi til að halda þeim sem eru hér í inn- lögn í öruggum höndum. Síðan tökum við á þeim tilvikum sem upp munu koma,“ segir Bjarni. Um tíu aðgerðum verður frest- að á sjúkrahúsinu þessa tvo sól- arhringa. Þessi röskun mun hafa nokkur áhrif á sjúklinga en um valkvæðar aðgerðir er að ræða. „Þetta er auðvitað vont þegar verkföll skella á en við munum reyna allt hvað við getum til að minnka óþægindin. Þjónusta dag- göngudeilda verður til að mynda nokkuð skert þessa tvo sólar- hringa eins og við má búast í svona aðgerðum.“ - sa Læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri verða í verkfalli næstu tvo sólarhringa: Reyna að milda áhrif sem mest SAK Læknar á Akureyri hafa lagt niður störf í tvo sólarhringa. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SAMKEPPNISMÁL Forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar(MS) segja fyrirtækið með öll tilskilin leyfi til þess að kalla sig afurðastöð og benda á að á þeim grundvelli hafi stjórnvöld fjallað um fyrirtækið. Því sé ekki rétt sem Ólafur M. Magnússon haldi fram að MS sé ekki afurðastöð. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Ólafur hefði kært MS og KS fyrir ólögmætt samráð. Byggir Ólafur kæruna á því að MS sé í raun ekki afurðastöð þar sem Auðhumla, móðurfyrirtæki MS, kaupi alla mjólk af bændum. Lögfræðileg úttekt LEX lög- mannsstofu, sem MS lét gera fyrir sig, kemst að þeirri niðurstöðu að MS sé réttilega afurðastöð í skiln- ingi búvörulaga. Fram kemur að MS starfi á grundvelli afurða- stöðvaleyfis frá Matvælastofnun og lúti eftirliti sem slík. „Þá ligg- ur ljóst fyrir að bæði þau stjórn- völd sem fara með framkvæmd búvörulaga og Samkeppniseft- irlitið telja Mjólkursamsöluna ehf. vera afurðastöð í skilningi þeirra,“ segir í tilkynningunni. - sa Mjólkursamsalan hefur látið lögfræðistofu meta það hvort MS sé afurðastöð: Öll tilskilin leyfi sem afurðastöð MJÓLKURSAMSALAN starfar á grund- velli afurðastöðvaleyfis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HAMFARIR Vegurinn um Ólafs- fjarðarmúla, milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, var ófær bróður- part gærdagsins eftir að snjóflóð féll skömmu fyrir hádegi og lok- aði honum. Enginn var á svæðinu er flóðið féll en einn ökumaður ók á það eftir að það féll. Vinna við að opna veginn stóð fram eftir degi en meta þurfti hvort hætta væri á fleiri flóðum. Þetta er fyrsta skráða snjóflóð vetrarins og var stærð þess eitt stig. - joe Ólafsfjarðarmúli lokaður: Fyrsta snjóflóð vetrarins fallið Guðrún Ágústa, eru menn á villigötum? „Ætli menn séu ekki frekar úti að aka.“ Tuttugu umhverfisvænni strætisvagnar verða teknir í notkun af Strætó bs. og þjónusta aukin. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er verkefnastjóri hjá Strætó. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn- in í Frederiksberg í Danmörku hefur ákveðið að gefa vinabæ sínum, Hafnarfirði, jólatré fyrir þessi jól eins og endranær. Þetta segist Jørgen Glenthøj bæjar- stjóri tilkynna með gleði til bæjar yfirvalda í Hafnarfirði með kveðju til bæjarbúa þar. Glenthøj biður um, ef unnt er, að Hafnfirðingar sendi mynd af því þegar kveikt er á jóla- trénu út til Frederiksberg. Þá segist hann vona að Hafnfirð- ingar fjölmenni á vinabæjamót í Frederiksberg í maí. - gar Góð kveðja til Hafnfirðinga: Fá jólatré frá Frederiksberg DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 555 MDMA-töflum og rúmlega 64 grömmum af kókaíni árið 2012. Hægt hefði verið að framleiða um 232 grömm af neysluefni úr kókaíninu sem talið er að átt hafi að selja í ágóðaskyni. Maðurinn var handtekinn við komu til lands- ins frá Kaupmannahöfn en efnin fundust bæði innan klæða og inn- vortis. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa haft 0,66 grömm af maríjúana í sinni vörslu við húsleit sama ár. - ktd Flutti inn 555 MDMA-töflur: Maður ákærð- ur fyrir smygl SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Nýr 36% sýrður rjómi gerir gott enn betra. Uppskriftir á gottimatinn.is NÝTT rjóminn af sýrða rjómanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.