Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 22
 | 6 29. október 2014 | miðvikudagur Tæpt ár er liðið frá því að Árni Oddur Þórðarson tók við sem forstjóri Marels af Theo Hoen. Ástæða forstjóraskiptanna var sú að stjórn þótti fyrirtækið ekki starfa eftir þeirri stefnu sem sett hafði verið um rekstur félagsins og afkoman hafði valdið vonbrigð- um. Árni Oddur segir að stefnan hafi verið sett á að reka fyrirtæk- ið á hagkvæman hátt en jafnframt að vaxa mjög kröftuglega í Asíu, Suður-Ameríku, Afríku og víðar til jafns við Evrópu og Bandarík- in. Jafnframt þyrfti að samþætta þau félög sem Marel hefur keypt á undanförnum árum. „Niðurstað- an varð að mati stjórnarinnar þá í nóvember að ég myndi skipta um starf og fara úr stjórnarformanns- starfi nu í það að verða forstjóri. Við skulum muna það að við vorum ekki að breyta stefnu félagsins, hún hefur verið sú sama frá 2006 að minnsta kosti, en við vildum aðlaga reksturinn að stefnunni,“ segir Árni Oddur. Rekstrarárangur var óviðunandi Var það ekki að takast fram að þeim tíma? Árni Oddur segir að rekstrarárangur 2013 hafi verið óviðunandi, samdráttur í tekjum hafi verið sjö prósent og og hagn- aður dregist saman um 33 prósent. Árni Oddur segir að samdráttur í tekjum hafi í sjálfu sér ekki verið óviðunandi miðað við það að það hafi komið upp hrossakjötsskand- all í Evrópu og fuglafl ensa í Kína sem hafi gert það að verkum að viðskiptavinir Marels þurftu að endurhugsa alla virðiskeðjuna. „En það sem var ekki nægjanlega gott við sjö prósent samdrátt er að fasti kostnaðurinn er það mik- ill í félaginu með átján verksmiðj- ur að hagnaðurinn dróst saman um 33 prósent. Við viljum vera meira dýnamísk og meira sveifl u- jafnandi,“ segir Árni Oddur. Í lok síðasta árs hafi því verið kynnt- ar breytingar á uppsetningu á framkvæmdastjórn. Framleiðslu- stýring og innkaupastýring var þá sett upp þvert á fyrirtækið og það sama verði gert í nýsköp- un. Með þessum hætti geti þessi svið stutt betur við framleiðslu- einingar í kjöti, kjúklingi, fi ski og áframvinnslu. Í upphafi árs voru áherslur til að skerpa á rekstrinum kynntar. Árni Oddur leggur mikla áherslu á að verið sé að skerpa áherslur og samþætta þau fyrir- tæki sem Marel hefur keypt, en ekki endurskipuleggja reksturinn. Margar skýringar á bættum rekstri Má rekja þann viðsnúning sem hefur orðið til hagræðingar eða breyttra markaðsaðstæðna? Árni Oddur segir að fl eiri en einn þáttur skýri bættan rekstur Marels. „Því er ekki að leyna að markaðsað- stæður eru góðar. Þær eru búnar að vera mjög góðar síðustu tvö árin en voru mjög slæmar 2011. Ef við horfum á okkar viðskipta- vini þá er það sem skiptir veru- legu máli eftirspurn eftir þeirra vörum,“ segir Árni Oddur. Verð á korni og olíu skipti líka máli. Það hafi þrefaldast árið 2011. „En í ár er eftirspurn umfram framleiðslu- getu viðskiptavina okkar. Og korn- verð og orkuverð nokkuð stöðugt, frekar lækkandi en hækkandi en það skiptir máli að það sé stöðugt,“ segir hann. Það hafi líka verið skerpt á markaðssókninni. Í stað þess að horfa til þess hvaða vörur sé verið að selja sé núna horft til þess hvaða þörfum félagið er að sinna. „Gróft áætlað erum við að horfa á að okkar tekjustreymi skiptist í þrennt. Marel er að endur nýja og stækka verksmiðjur viðskiptavina sinna, þá að megin- efni til viðskiptavina í Evrópu og í Bandaríkjunum, félagið er að reisa nýjar verksmiðjur á nýmörkuðum á borð við Suður-Ameríku, Asíu og Afríku og í þriðja lagi eru það varahluta- og þjónustusamningar. Þannig að í staðinn fyrir að horfa á hvaða tæki við erum að selja þá erum við að horfa á hvaða þörfum við erum að mæta.“ Uppgjör Marel á þriðja fjórð- ungi lítur vel út. Sala jókst um tæp 20%, hagnaður um meira en 60 prósent og pantanabók stendur vel. Á efnahagsreikningi sést að viðskiptavild jókst um sex millj- ónir evra, hvernig skýrirðu það? „Það er einungis vegna þess að við keyptum fyrirtæki í Danmörku á öðrum ársfjórðungi sem var að sinna þjónustu og viðhaldi við- skiptavina í Danmörku og Svíþjóð. Við viljum sinna þeim viðskiptum sjálfir. Þannig að við keyptum þann aðila, sem var þjónustuaðili þar, á fyrsta ársfjórðungi og við- skiptavildin jókst um það kaup- verð,“ segir Árni Oddur. Verið að sameina fimm félög Geturðu lýst fyrir mér þeim hag- ræðingaraðgerðum sem þið hafi ð farið í frá því að þú tókst við sem forstjóri? Árni Oddur segir að fyrsta verkefnið hafi verið að lýsa því sem til stóð að gera. „Við erum með fi mm félög sem við erum að sameina. Og við sögðum að leið- arvísirinn væri að sameina allar deildir sem væru að sinna sömu viðskiptavinaþörf og byggðu á sömu grunntækni,“ segir Árni Oddur. Á vegum Marel séu reknar 18 verksmiðjur og til standi að hafa þær færri og stærri. Til dæmis hafi nú þegar tvær verksmiðjur verið sameinaðar. „Ef við tökum fyrst laxaverksmiðjuna sem er mjög skemmtilegt dæmi af því að þar eru engar uppsagnir, þar erum við að takast á við aukinn vöxt frá viðskiptavinum okkar og erum með geysilega sterka mark- aðshlutdeild í tækjabúnaði í laxa- vinnslu. Við erum með yfi r 50% markaðshlutdeild í því. Þá fl ytj- um við frá Norresund í Danmörku yfi r í Støvring í Danmörku í nýtt og glæsilegt húsnæði, vel tækjum búið, klárum það í fyrsta og öðrum ársfjórðungi og vinnum á fullum afköstum í þriðja ársfjórðungi,“ segir Árni Oddur. Núna geti fyrir- tækið framleitt mun meira á mun hagkvæmari máta, sem sé gott því ræktun á laxi hafi aukist um ell- efu prósent á ári síðustu fi mmtán árin vegna vinsælda Omega3 og sushi. „Þetta tókst okkur að gera án þess að nein trufl un yrði gagn- vart viðskiptavinum. Við færðum allan þann kostnað í gegnum bæk- urnar í fyrsta og öðrum ársfjórð- ungi og við þurftum að reka tvær verksmiðjur samtímis til þess að viðskiptavinurinn yrði ekki fyrir neinum áföllum, fengi vöruna í réttum gæðum á réttum tíma. Nú erum við komin í nýja húsnæðið,“ segir hann. Hitt dæmið sé erfi ð- ara. Fyrirtækið sé að fl ytja verk- smiðju í Oss í Hollandi sem þjón- ust aði kjötiðnaðinn og var með 140 starfsmenn og fækka þar um sex- En það sem var ekki nægjan- lega gott við sjö prósent samdrátt er að fasti kostnað- urinn er það mikill í félaginu með átján verksmiðjur að hagnaðurinn dróst saman um 33 prósent. Við viljum vera meira dýnamísk og meira sveiflujafnandi. Minnka kostnað um fjóra Árni Oddur Þórðarson tók við sem forstjóri Marels fyrir tæpu ári og miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstrinum að reka fyrirtækið á Íslandi án undanþága frá gjaldeyrishöftum. Hann segir að um 40 prósent tekna komi af sölu var VIÐTAL Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is FORSTJÓRI Í ÁR Árni Oddur segist vilja að fyrirtækið sé dýnamískara en það hafi verið og það þurfi að geta tekist á við sveiflur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.