Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 20144 HÁRVÖRUR OG HAND KLÆÐI HVERFA HELST Rúmlega 50 prósent Svía viðurkenna að hafa hnuplað einhverju af hótelherbergi sam- kvæmt rannsókn sem Skyscanner framkvæmdi. Þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Stærstur hluti eða 38 prósent höfðu tekið með sér hár- og húðvörur, tólf prósent handklæði og annað tau. Þrjú prósent höfðu svo tekið með sér hárþurrku og jafnvel sjónvarp. Það telst reyndar varla stuldur ef húð- og hárvörur eru teknar enda eru þær hugsaðar til brúks. Annað á við um handklæði og tau og geta gestir verið rukkaðir eftir á um slíkt ef stuldurinn kemst upp. Það á vitanlega líka við um hluti eins og hár- þurrk- ur og sjónvörp. Á árum áður voru það aðallega öskubakkar sem hurfu en flest, ef ekki öll, hótelherbergi eru í dag reyklaus svo það er engum öskubökkum til að dreifa. Í SPORUM HARRY POTTER Aðdáendur Harry Potter geta nú lifað sig enn frekar inn í ævintýrið þar sem hótel í London hefur tekið í notkun herbergi sem eru eftirlíkingar af herbergjum Hogwarts-heimavistarskólans fræga. Georgian House-hótelið er 163 ára gömul bygging sem stendur nærri Vikt- oríustöðinni. Herbergin eru innréttuð með koffortum, lyfjaflöskum, suðupottum og galdrabókum. Auk þess að gista í herbergjum eins og þeim sem Harry bjó í geta gestir keypt sér Harry Potter-pakkann. Þá er farið í gönguferð með leið- sögumanni um miðborg London og kennileiti úr myndunum skoðuð og farið í Warner Bros-stúdíóið þar sem farið er í sérstaka ferð um gerð myndanna um Harry Potter. Starfsfólk hótelsins leggur áherslu á að bjóða fjölskyldur velkomnar og leggur sig fram við að skemmta yngstu gestunum. Þegar gestir koma á hótelið er kveikt á kertum og spiluð tónlist þegar þeir ganga inn í Leyniklefann. Í SVÍTU Í HÁLOFTUNUM Flestum líður illa í þröngum sætaröðum flugvéla. Þessir farþegar hafa ekki ráð á að kaupa dýr sæti á fyrsta klassa. Þeir láta sig því hafa þröngu sætin til að eiga kost á því að ferðast. Það má hins vegar alveg láta sig dreyma um betri sætin og þægindi. Í vélum Airbus A380 er mikill lúxus á fyrsta farrými. Singapore Airlines, Emirates Airlines og Quantas Airlines bjóða öll upp á mikinn lúxus um borð á fyrsta far- rými. Þar er til dæmis boðið upp á einkarými með svefnaðstöðu í löngum flugferðum, það er að segja fyrir þá sem hafa efni á að borga fyrir slíka aðstöðu. Klefarnir minna fremur á járnbrautarvagn en flugvél. Farþegar í slíkum svítum eru með sér flatskjá, tölvu og þeir geta pantað sér lúxus- máltíðir. Maturinn er borinn fram á postulínsdiskum framleiddum af frægum hönnuðum. Eingöngu eðalvín er í boði hjá þeim sem kaupa svítu. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.