Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 32

Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 32
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 20144 HÁRVÖRUR OG HAND KLÆÐI HVERFA HELST Rúmlega 50 prósent Svía viðurkenna að hafa hnuplað einhverju af hótelherbergi sam- kvæmt rannsókn sem Skyscanner framkvæmdi. Þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Stærstur hluti eða 38 prósent höfðu tekið með sér hár- og húðvörur, tólf prósent handklæði og annað tau. Þrjú prósent höfðu svo tekið með sér hárþurrku og jafnvel sjónvarp. Það telst reyndar varla stuldur ef húð- og hárvörur eru teknar enda eru þær hugsaðar til brúks. Annað á við um handklæði og tau og geta gestir verið rukkaðir eftir á um slíkt ef stuldurinn kemst upp. Það á vitanlega líka við um hluti eins og hár- þurrk- ur og sjónvörp. Á árum áður voru það aðallega öskubakkar sem hurfu en flest, ef ekki öll, hótelherbergi eru í dag reyklaus svo það er engum öskubökkum til að dreifa. Í SPORUM HARRY POTTER Aðdáendur Harry Potter geta nú lifað sig enn frekar inn í ævintýrið þar sem hótel í London hefur tekið í notkun herbergi sem eru eftirlíkingar af herbergjum Hogwarts-heimavistarskólans fræga. Georgian House-hótelið er 163 ára gömul bygging sem stendur nærri Vikt- oríustöðinni. Herbergin eru innréttuð með koffortum, lyfjaflöskum, suðupottum og galdrabókum. Auk þess að gista í herbergjum eins og þeim sem Harry bjó í geta gestir keypt sér Harry Potter-pakkann. Þá er farið í gönguferð með leið- sögumanni um miðborg London og kennileiti úr myndunum skoðuð og farið í Warner Bros-stúdíóið þar sem farið er í sérstaka ferð um gerð myndanna um Harry Potter. Starfsfólk hótelsins leggur áherslu á að bjóða fjölskyldur velkomnar og leggur sig fram við að skemmta yngstu gestunum. Þegar gestir koma á hótelið er kveikt á kertum og spiluð tónlist þegar þeir ganga inn í Leyniklefann. Í SVÍTU Í HÁLOFTUNUM Flestum líður illa í þröngum sætaröðum flugvéla. Þessir farþegar hafa ekki ráð á að kaupa dýr sæti á fyrsta klassa. Þeir láta sig því hafa þröngu sætin til að eiga kost á því að ferðast. Það má hins vegar alveg láta sig dreyma um betri sætin og þægindi. Í vélum Airbus A380 er mikill lúxus á fyrsta farrými. Singapore Airlines, Emirates Airlines og Quantas Airlines bjóða öll upp á mikinn lúxus um borð á fyrsta far- rými. Þar er til dæmis boðið upp á einkarými með svefnaðstöðu í löngum flugferðum, það er að segja fyrir þá sem hafa efni á að borga fyrir slíka aðstöðu. Klefarnir minna fremur á járnbrautarvagn en flugvél. Farþegar í slíkum svítum eru með sér flatskjá, tölvu og þeir geta pantað sér lúxus- máltíðir. Maturinn er borinn fram á postulínsdiskum framleiddum af frægum hönnuðum. Eingöngu eðalvín er í boði hjá þeim sem kaupa svítu. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.