Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 24
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 GÓÐ HEIM AÐ SÆKJA „Við höfum verið valin sem gestrisn- asta þjóð í heimi og kannanir hafa sýnt að eitt af því sem fólk kann best að meta við Íslandsheimsókn er fólkið sem það hittir.“ Nýr áfangi vetrarherferðar mark-aðsverkefnisins Ísland – allt árið var kynntur fyrir skömmu þegar myndband tengt átakinu var frumsýnt á samfélagsvefnum YouTube. Gerð þess var nokkuð óvenjuleg og vakti mikla athygli en þar settu 100 þúsund aðdáendur Íslands saman ferðaáætlun fyrir einn heppinn ferðamann sem val- inn var úr hópi 4.500 umsækjenda. Að sögn Ingu Hlínar Pálsdóttur, forstöðu- manns ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, er myndband- ið hluti af „Share the Secret“-herferð- inni sem upprunalega var sett af stað haustið 2013 undir formerkjum Inspir- ed by Iceland. „Við vildum leita leiða til að beisla allt fólkið sem fylgist með Íslandi í gegnum samfélagsmiðlana og hefur ástríðu fyrir landinu. Við báðum það að setja saman ferðaáætlun með því að stinga upp á áfangastöðum og kjósa á milli þeirra. Ferðamaðurinn heppni sem hreppti hnossið var Jenni- fer Asmundson, matreiðslumeistari frá Bandaríkjunum, sem er af íslensku bergi brotin. Myndbandið sýnir ferða- lag hennar en hún byggir á tillögum frá samfélaginu í kringum Inspired by Iceland.“ Herferðin nýtir ekki síður stað- bundna þekkingu Íslendinga sem benda á að Ísland búi yfir fjölbreyttum ævintýrum um allt land til viðbótar við þau sem þegar eru þekkt. „Hugmynda- fræðin á bak við Inspired by Iceland hefur alltaf verið að virkja Íslendinga og fá þá til að taka þátt í verkefninu. Það skipti máli þegar við segjum sög- una af Íslandi að við séum að byggja á einhverju raunverulegu og séum sjálfum okkur trú. Það hefur líka komið í ljós að einn stærsti fjársjóður sem íslensk ferðaþjónusta á er íslenska þjóðin. Við höfum verið valin sem gest- risnasta þjóð í heimi og kannanir hafa sýnt að eitt af því sem fólk kann best að meta við Íslandsheimsókn er fólkið sem það hittir. Við viljum því gjarnan fá fólk til þess að taka þátt með okkur. Ég held að það sem Íslendingar geta gert á næstu árum sé fyrst og fremst að halda áfram að vera þeir sjálfir og taka þátt í því að segja söguna af Ís- landi. Við erum sjálf okkar bestu tals- menn.“ Myndbandið nefnist á ensku „The Ultimate Secret Tour“ og lýsir ferðalagi Jennifer um Ísland og þeim leyndar- dómum sem hún uppgötvaði hér- lendis. „Meðal þess sem hún gerði var að fara í hellaskoðun og jeppaferðir, sótti listasöfn og sundlaugar, skrapp upp á jökul í vélsleðaferð og fékk sér sundsprett í sjónum. Ekki má gleyma íslenskri matargerð en hún fékk bestu meðmæli frá matreiðslumeistaranum.“ Ferðaþjónustan er í dag sú atvinnu- grein sem skapar mestar gjaldeyris- tekjur að sögn Ingu Hlínar. „Helsta verkefni okkar er að reyna að draga úr árstíðasveiflu í komu ferðamanna þannig að fyrirtæki í íslenskri ferða- þjónustu, bæði stór og lítil, geti starfað á ársgrundvelli. Enn er nokkuð í að mörg fyrirtæki á landsbyggðinni geti þetta, en þó hefur orðið mikil breyting á síðustu árum. Á sama tíma hefur fjöl- breytni í íslenskri ferðaþjónustu, s.s. í tengslum við afþreyingu, menningu og veitingastaði aukist gríðarlega, sem skapar frábær tækifæri þegar fram í sækir. Þetta bætir líka lífsskilyrði okkar hér heima, með auknu þjónustufram- boði, og fleiri tækifærum til þess að ferðast um eigið land.“ ■ starri@365.is ERUM SJÁLF OKKAR BESTU TALSMENN ÆVINTÝRALANDIÐ Einn stærsti fjársjóður sem íslensk ferðaþjónusta á er íslenska þjóðin. Hluti hennar tekur nú þátt í að fjölga erlendum ferðamönnum hérlendis með þátttöku sinni undir formerkjum Inspired by Iceland. SÆLA ÚR SJÓ Bragðað á sjávarréttum á Vitanum. MYND/ÍSLANDSSTOFA ÍSLENSK HOLLUSTA Jennifer Asmundson bragðar á íslenskum tómötum. MYND/ÍSLANDSSTOFA ALLIR MEÐ „Við vildum leita leiða til að beisla allt fólkið sem fylgist með Íslandi í gegnum samfélags- miðlana og hefur ástríðu fyrir landinu,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðu- maður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. MYND/GVA Elskaðu grænmetis- buff – NÝTT Á SUBWAY – – GRÆNA BYLTINGIN – Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín. Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.