Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 31
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir29. OKTÓBER 2014 MIÐVIKUDAGUR 3 Dalirnir tveir sem mynda Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, Tungudalur og Seljalands- dalur, hafa stundum verið kallað- ir best geymda leyndarmál Vest- fjarða. Í skíðalöndum Ísfirðinga er yfirleitt nægur snjór jafnvel þótt hann vanti annars staðar á landinu. Á skíðasvæðinu er hægt að stunda allar gerðir skíða, í Tungudal eru þrjár lyftur og gönguskíðasvæðið í Seljalandsdal er eitt það stærsta á landinu „Göngubrautirnar spanna marga erfiðleikaflokka þannig að flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar,“ segir Gautur Ívar Hall- dórsson, forstöðumaður skíðasvæð- isins. „Á Seljalandsdal er nánast alltaf opið þegar viðrar til útivist- ar. Um helgar eru troðnar braut- ir þar allt upp í tíu kílómetra lang- ar á opnunartíma svæðisins en við stefnum á að opna þar í nóvember en í Tungudal opnum við um mán- aðamótin nóvember/desember. Í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi sem henta jafnt byrj- endum sem lengra komnum. Einn- ig bjóðum við upp á kennslu fyrir alla.“ Fjallaskíðamennskan vinsæl Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan. „Við höfum unnið mikið með brettaáhugafólki til að skapa gott brettasvæði. Ef aðstæð- ur leyfa búa starfsmenn til stökk- palla, bordercross-brautir og fleira til að stytta brettaköppum stund- ir. Einnig bjóðum við upp á fjalla- skíðamennsku en fjallaskíðamenn- ingin er orðin vinsæl og margir vilja prófa hana. Þá er farið í ósnortnar brekkur þar sem engir troðarar eða vélsleðar hafa komið í, það er ein- faldlega gengið upp á fjall og farið niður á þar til gerðum fjallaskíð- um,“ útskýrir Gautur Ívar. Hægt er að fá leiðsögumenn í slíkar ferð- ir í gegnum Borea Adventure en að sögn Gauts Ívars eiga öll fyrirtæk- in á svæðinu, sem hafa með vetrar- íþróttir og ferðamennsku almennt að gera, í góðu samstarfi. Skíðasvæðið er vel geymt leyndarmál Vestfirðir eru góðir heim að sækja. Vetrarkvöldin eru stjörnubjört, norðurljósin sindra og nálægðin við náttúruna er mikil. Alls kyns afþreying er í boði þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sundlaugar, bíó, veitingastaðir, listsýningar og fjölbreytt tónlistarlíf blómstrar. Þá er skíðasvæði Ísafjarðarbæjar eitt það besta á landinu enda státar það meðal annars af Latabæjarbrekku. Latabæjarbrekkan er sú eina sinnar tegundar en starfsfólk skíðasvæðisins hefur verið í samstarfi við Latabæ sem hefur gengið vel. Gautur Ívar Halldórsson er forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar er eitt það besta á landinu. Menningarlíf í blóma Gautur Ívar leggur áherslu á að svipað langt er að keyra frá höfuð- borgarsvæðinu til Ísafjarðar og til Akureyrar og yfir jafn mörg fjöll að fara. Einnig að skíðasvæði Ísafjarð- arbæjar er eitt það ódýrasta á land- inu og að ýmis önnur afþreying er í boði í bænum. „Á veturna er ís- firskt menningarlíf í miklum blóma, meðal annars tónlistarviðburð- ir og fjölbreyttar listsýningar. Við verðum með lengri opnunartíma á skíðasvæðinu um helgar og sérstak- lega í vetrarfríum eftir áramót, það er að segja frá miðjum febrúar fram yfir fyrstu helgina í mars. Þá verð- um við í samstarfi við Latabæ og skíðasvæðið okkar er það eina sem er með Latabæjarbrekku. Í henni eru fígúrur úr Latabæ sem börnin skíða í gegnum til að æfa beygjurn- ar. Við byrjuðum þetta samstarf í fyrra og gekk það mjög vel.“ Gaman að prófa eitthvað nýtt Rekstur skíðasvæðis Ísfirðinga hefur almennt gengið vel undan- farin ár. „Snjórinn hefur verið nægur og aðsókn hefur aukist, sérstaklega meðal heimamanna. Okkar tak- mark var að ná til heimamanna fyrst og nú ætlum við að ná til annarra ferðamanna. Hingað er gott að koma og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.