Fréttablaðið - 29.10.2014, Page 31

Fréttablaðið - 29.10.2014, Page 31
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir29. OKTÓBER 2014 MIÐVIKUDAGUR 3 Dalirnir tveir sem mynda Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, Tungudalur og Seljalands- dalur, hafa stundum verið kallað- ir best geymda leyndarmál Vest- fjarða. Í skíðalöndum Ísfirðinga er yfirleitt nægur snjór jafnvel þótt hann vanti annars staðar á landinu. Á skíðasvæðinu er hægt að stunda allar gerðir skíða, í Tungudal eru þrjár lyftur og gönguskíðasvæðið í Seljalandsdal er eitt það stærsta á landinu „Göngubrautirnar spanna marga erfiðleikaflokka þannig að flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar,“ segir Gautur Ívar Hall- dórsson, forstöðumaður skíðasvæð- isins. „Á Seljalandsdal er nánast alltaf opið þegar viðrar til útivist- ar. Um helgar eru troðnar braut- ir þar allt upp í tíu kílómetra lang- ar á opnunartíma svæðisins en við stefnum á að opna þar í nóvember en í Tungudal opnum við um mán- aðamótin nóvember/desember. Í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi sem henta jafnt byrj- endum sem lengra komnum. Einn- ig bjóðum við upp á kennslu fyrir alla.“ Fjallaskíðamennskan vinsæl Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan. „Við höfum unnið mikið með brettaáhugafólki til að skapa gott brettasvæði. Ef aðstæð- ur leyfa búa starfsmenn til stökk- palla, bordercross-brautir og fleira til að stytta brettaköppum stund- ir. Einnig bjóðum við upp á fjalla- skíðamennsku en fjallaskíðamenn- ingin er orðin vinsæl og margir vilja prófa hana. Þá er farið í ósnortnar brekkur þar sem engir troðarar eða vélsleðar hafa komið í, það er ein- faldlega gengið upp á fjall og farið niður á þar til gerðum fjallaskíð- um,“ útskýrir Gautur Ívar. Hægt er að fá leiðsögumenn í slíkar ferð- ir í gegnum Borea Adventure en að sögn Gauts Ívars eiga öll fyrirtæk- in á svæðinu, sem hafa með vetrar- íþróttir og ferðamennsku almennt að gera, í góðu samstarfi. Skíðasvæðið er vel geymt leyndarmál Vestfirðir eru góðir heim að sækja. Vetrarkvöldin eru stjörnubjört, norðurljósin sindra og nálægðin við náttúruna er mikil. Alls kyns afþreying er í boði þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sundlaugar, bíó, veitingastaðir, listsýningar og fjölbreytt tónlistarlíf blómstrar. Þá er skíðasvæði Ísafjarðarbæjar eitt það besta á landinu enda státar það meðal annars af Latabæjarbrekku. Latabæjarbrekkan er sú eina sinnar tegundar en starfsfólk skíðasvæðisins hefur verið í samstarfi við Latabæ sem hefur gengið vel. Gautur Ívar Halldórsson er forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar er eitt það besta á landinu. Menningarlíf í blóma Gautur Ívar leggur áherslu á að svipað langt er að keyra frá höfuð- borgarsvæðinu til Ísafjarðar og til Akureyrar og yfir jafn mörg fjöll að fara. Einnig að skíðasvæði Ísafjarð- arbæjar er eitt það ódýrasta á land- inu og að ýmis önnur afþreying er í boði í bænum. „Á veturna er ís- firskt menningarlíf í miklum blóma, meðal annars tónlistarviðburð- ir og fjölbreyttar listsýningar. Við verðum með lengri opnunartíma á skíðasvæðinu um helgar og sérstak- lega í vetrarfríum eftir áramót, það er að segja frá miðjum febrúar fram yfir fyrstu helgina í mars. Þá verð- um við í samstarfi við Latabæ og skíðasvæðið okkar er það eina sem er með Latabæjarbrekku. Í henni eru fígúrur úr Latabæ sem börnin skíða í gegnum til að æfa beygjurn- ar. Við byrjuðum þetta samstarf í fyrra og gekk það mjög vel.“ Gaman að prófa eitthvað nýtt Rekstur skíðasvæðis Ísfirðinga hefur almennt gengið vel undan- farin ár. „Snjórinn hefur verið nægur og aðsókn hefur aukist, sérstaklega meðal heimamanna. Okkar tak- mark var að ná til heimamanna fyrst og nú ætlum við að ná til annarra ferðamanna. Hingað er gott að koma og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.