Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 48
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24
Þriðja hljóðversplata rokkaranna
í Skálmöld, Með vættum, kemur
út á föstudaginn.
Fjögur ár eru liðin síðan fyrsta
plata Skálmaldar, Baldur, sló í
gegn hér á landi. Í millitíðinni
hafa komið út tvær plötur, Börn
Loka og Skálmöld og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Allar hafa þær
náð gullsölu og selst á bilinu fimm
til átta þúsund eintök.
„Þetta gerist allt í þessum
íslenska ævintýraheimi,“ segir
bassaleikarinn Snæbjörn Ragn-
arsson um þema platnanna. Bald-
ur fjallaði um víkingahetju og
hafði yfir sér ævintýrablæ. Á
Börnum Loka var goðafræðin
meira áberandi en á plötunni Með
vættum eru Ísland, landvættirnir
og árstíðirnar í aðalhlutverki.
„Við erum búnir að gera alls
konar hluti undanfarið, til dæmis
með Sinfóníunni og í Borgarleik-
húsinu. Það er búið að vera ógeðs-
lega gaman en kannski ekkert
endilega það sem maður sá fyrir
sér þegar maður stofnaði hljóm-
sveitina. Við vildum bara gera
þungarokk. Það eru engir gestir á
nýju plötunni, minna af kórum og
meira við að hafa gaman af því að
vera bara sexí hljómsveit. Ég held
að það heyrist svolítið á plötunni.
Við fórum „back to the basics“.“
Hljómsveitin gefur sjálf út
plötuna og að sögn Snæbjörns
er ástæðan fyrir því margþætt.
„Við erum kannski orðnir svolít-
ið meira batterí og viljum svolítið
stjórna sjálfir hvað gerist. Þetta
er ekki sjálfgefið. Þetta er pínu
streð en að sjálfsögðu vonum við
að það skili sér þegar upp er stað-
ið.“
Útgáfutónleikar vegna nýju
plötunnar verða í Háskólabíói og
Hofi á Akureyri um mánaðamót-
in janúar, febrúar með tilheyrandi
tónleikaferð um landið.
freyr@frettabladid.is
Hinn íslenski ævintýraheimur
Þriðja hljóðversplata rokkaranna í Skálmöld kemur út á föstudaginn. Hljómsveitin er á leiðinni í
tónleikaferðalag um Evrópu og verða fyrstu tónleikarnir á Ítalíu. Útgáfutónleikar á Íslandi verða á næsta ári.
SKÁLMÖLD Hljómsveitin leggur upp í mikla tónleikaferð um Evrópu á föstudaginn.
Skálmöld flýgur til útlanda í fyrra-
málið því sveitin er á leiðinni í
stóra tónleikaferð um Evrópu sem
hefst á Ítalíu á föstudagskvöld.
Henni lýkur einum og hálfum
mánuði síðar í Austurríki, 13.
desember. Snæbjörn segir aðdá-
endahópinn erlendis vera smám
saman að stækka og tónleika-
staðina verða stærri með hverju
árinu. „Mamma kenndi manni að
ef maður heldur sér að verki gangi
hlutirnir betur,“ segir hann.
➜ Sex vikna tónleika-
ferð um Evrópu
Megan Fox missti af frumsýn-
ingu kvikmyndarinnar Teenage
Mutant Ninja Turtles í Peking
vegna ofnæmisviðbragða.
Hin 28 ára leikkona, sem fer
með hlutverk April O’Neil í
myndinni, mætti á blaðamanna-
fund fyrr um daginn en varð
að afboða komu sína á frum-
sýninguna um kvöldið. Orð-
rómur var uppi um að hin mikla
mengun sem var í
borginni þennan
dag hafi verið
ástæðan en
talsmaður
hennar
sagði það
ekki vera
rétt.
Ofnæmi í stað
frumsýningar
MEGAN FOX
Leikkonan fer
með hlutverk
April O’Neil í
myndinni.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Hvað á þá að gera með svona fi ska?“
Fjögurra ára dóttur mína hefur dreymt um að eignast gæludýr í dágóðan tíma.
Helstu óskadýrin voru hundur, köttur,
hestur og páfagaukur. Þar sem við búum
á fjórðu hæð í fjölbýlishýsi voru þetta
ekki beint álitlegir kostir þó ég væri glöð
til í að uppfylla drauma hennar.
EFTIR miklar vangaveltur varð því gull-
fiskur fyrir valinu. Í fréttum er alltaf
verið að vitna í einhverjar rannsóknir
sem sýna fram á að gæludýrahald sé svo
gott fyrir sálina og það ali upp í börn-
um ábyrgðartilfinningu að hugsa um
dýr. Þetta gat því ekki klikkað. Dýrið
myndi fylla heimilið af gleði og
um leið kenna dótturinni að bera
ábyrgð.
VIÐ lögðum leið okkar í gælu-
dýraverslun og eftir dágóða
stund fundum við loksins falleg-
an fisk og fiskakúlu. Starfsmað-
urinn í búðinni kvaddi okkur með
ótal áminningum um það hvernig
við ættum ekki að drepa fiskinn.
Mér var eiginlega hætt að lítast
á blikuna og hugsaði með mér að
líklega ættum við ekki að eyða of miklum
tíma í að tengjast honum tilfinningalega.
ÞEGAR við komum heim var nýja fjöl-
skyldumeðlimnum komið fyrir í kúlunni.
Dóttirin virtist eitthvað hafa misskilið
fiskahald og spurði mig fljótlega eftir að
við komum heim hvenær og hvernig við
gætum farið með fiskinn út að labba. Von-
brigðin voru augljós þegar ég sagði henni
að það væri ekki hægt. „Hvað á þá að gera
með svona fiska?“
NÚNA hefur fiskurinn svamlað í kúlunni
sinni undanfarnar tvær vikur og veit-
ir okkur alls enga gleði. Að synda sama
hringinn, alla daga ársins, er eiginlega
ekki bara brjálæðislega niðurdrepandi
fyrir hann heldur okkur líka. Við erum
farnar að forðast að fara inn til hans nema
í þetta eina skipti á dag sem hann má éta.
Gleðin við að eignast gæludýr hefur eigin-
lega snúist upp í andhverfu sína og nú er
ég farin að upphugsa leiðir hvernig megi
frelsa hann. Hvort ég eigi að leyfa honum
að synda í baðkarinu eða hvort það sé væn-
legra til árangurs að sleppa honum í tjörn?
Ég held að næst verði köttur fyrir valinu.
Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í
félagsfræði, og Jón Ingvar Kjaran,
sem nýlega lauk doktorsprófi frá
menntavísindasviði, flytja saman
erindi á ráðstefnunni Þjóðarspegl-
inum sem ber heitið „Bromance“:
Birtingarmyndir vináttu, kærleika
og umhyggju hjá ungum íslensk-
um karlmönnum.
„Við erum að vinna hvort að
sinni rannsókninni en leiðum
hesta okkar saman og flytjum
erindi. Ég hef sjálf verið að skoða
sjálfsmyndarmótun ungs fólks í
Reykjavík og áhrif kyngvervis
á hana,“ segir Ásta. „Jón hefur
verið að skoða samkynhneigð
og samkynhneigð rými í fram-
haldsskólum. Saman erum við að
skoða hvort hugmyndir um karl-
mennsku séu að breytast á meðal
ungra íslenskra karlmanna og
hvort umhyggjusemi sé að verða
stærri hluti af karlmennskuhug-
myndum,“ bætir hún við. „Hug-
takið „Bromance“ vísar í vináttu á
milli tveggja karla og er oft notað
til þess að undirstrika það að hvor-
ugur einstaklingurinn sé samkyn-
hneigður heldur sé um nána vin-
áttu að ræða.“
Þjóðarspegillinn verður hald-
inn á föstudag í Háskóla Íslands
frá 9 til 17 og verður erindi Ástu
og Jóns Ingvars flutt kl. 15 í húsa-
kynnum Öskju í stofu 132. - gló
Flytja erindi um „Bromance“ og karlmennsku
Ásta Jóhannsdóttir og Jón Ingvar Kjaran ræða um nána vináttu á meðal karla í Þjóðarspeglinum í HÍ.
ÁSTA OG JÓN INGVAR Erindið verður flutt í Þjóðarspeglin-
um klukkan 15. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ Þjóðarspegill-
inn er árleg ráð-
stefna við HÍ
sem kynnir rann-
sóknir á sviði
félagsvísinda á
Íslandi. Í ár verða
yfir 200 erindi
flutt.
Það eru engir gestir á plötunni, minna af kórum og meira
við að hafa gaman af því að vera bara sexí hljómsveit. Ég held að
það heyrist svolítið á plötunni. Við fórum „back to the basics“.
Snæbjörn Ragnarsson
BAKÞANKAR
Viktoríu
Hermannsdóttur
FURY KL. 5 - 8 - 10.45
FURY LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45
BORGRÍKI KL 8 - 10.10 - 11.10
GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.30
THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
FURY KL. 9
HEMMA KL. 6 - 8
BORGRÍKI KL. 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
THE EQUALIZER KL. 10.10
BOYHOOD KL. 5.30
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45
-H.S.,MBL
-V.J.V, SVARTHOFDI.IS -G.D.Ó, MBL
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
NEW YORK OBSERVER TOTALFILM.COM
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA
“TWO WEEKS NOTICE” OG “MUSIC AND LYRICS”
“HUGH GRANT DOING WHAT
HE DOES BEST”
D.E. MIRROR
ROBERT DOWNEY JR. ROBERT DUVALL
7, 10
5:50, 8, 10:10
5
5:40
-H.S. MBL