Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 50
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26 Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosn- íu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár. Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir, en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sig- urðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strák- arnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning. UTAN VALLAR GUÐJÓN GUÐMUNDSSON gudjon.gudmundsson@365.is ÞETTA ER EKKERT GRÍN FÓTBOLTI KR-ingar réðu í gær Bjarna Guðjóns- son sem nýjan þjálfara liðsins og mun hann taka við búinu af Rúnari Kristinssyni sem hefur á síðustu sumrum náð frábærum árangri með liðið. Bjarni var fyrirliði KR í fjórum af fimm titlum félagsins undir stjórn Rúnars og gjörþekkir því allt hjá KR. KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla eftir að 31 árs biðinni lauk á hundraðasta afmælis- árinu 1999. Fjórir þjálfarar hafa unnið þessa sex titla og allir eiga það sameiginlegt að hafa spilað yfir 60 leiki með KR í efstu deild. Bjarni skapar sér sérstöðu því enginn hinna varð Íslandsmeistari með KR sem leikmaður. Loga Ólafssyni og Teiti Þórðarsyni tókst ekki að gera KR að Íslandsmeistara en undir stjórn Loga vann liðið eina titilinn á síðustu 18 árum (bikarinn 2008) sem hefur unnist undir stjórn þjálfara sem spilaði ekki með KR. Enginn fastráðinn þjálfari KR á árunum 1977 til 1997 spilaði á sínum yngri árum fyrir KR og engum tókst að gera liðið að Íslandsmeisturum þótt KR-ingar hafi orðið tvisvar bikarmeistar- ar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar (1994 og 1995). Það voru fyrstu titlar félagsins frá 1968. Það er ekki nóg með að Bjarni eigi að baki langan feril með KR heldur er nýr aðstoðar- þjálfari hans, Guðmundur Benediktsson, fimmti markahæsti leikmaður KR í efstu deild. Rúnar var með Pétur Pétursson sem aðstoðar- mann og þá, líkt og nú, sameinast leikreyndir KR-ingar í brúnni í Vesturbænum. Nú er að sjá næsta sumar hvort Vesturbæingar séu búnir að uppgötva hið eina og sanna meistaramót. - óój Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfi r með liðinu. NÝIR MENN Í BRÚNNI Bjarni Guðjóns- son og Guðmundur Benediktsson stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á blaðamanna- fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meistaraþjálfarar KR- inga frá 1999 til 2014 ATLI EÐVALDSSON 1999 Lék 65 leiki með KR frá 1990 til 1993. PÉTUR PÉTURSSON 2000 Lék 75 leiki með KR frá 1987 til 1991. WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON 2002 OG 2003 Lék 120 leiki með KR frá 1981 til 1989. Guðmundur Benediktsson aðstoðaði 2003. RÚNAR KRISTINSSON 2011 OG 2013 Lék 140 leiki með KR frá 1987 til 1994 og 2007. Pétur Pétursson var aðstoðarmaður hans. BJARNI GUÐJÓNSSON NÝR ÞJÁLFARI KR Lék 108 leiki með KR frá 2008 til 2013. Guðmundur Benediktsson aðstoðar hann. Helgi Már Karlsson Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1024 / 897 7086 hmk@jofur.is 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is TIL LEIGU Tangarhöfði 2, 110 Reykjavík Verslunar-, iðnaðarhúsnæði Stærð 284 fm. Laust frá 1. nóvember 2014. Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu gott 284 fm. verslunar-, iðnaðar- og/eða lagerhúsnæði á áberandi stað. Verslunarsalur með flísum á gólfi og góðri lýsingu, afstúkuð skrifstofa, kaffistofa og wc. Rafdrifin verslunarhurð, góðir sýningargluggar. Laust frá 1. nóvember 2014. Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Akraneskaupstað: • Staða umsjónarkennara í Brekkubæjarskóla • Staða aðstoðarmatráðs í leikskólanum Garðaseli • Staða matráðs á leikskólanum Vallarseli Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu Akraness, www. akranes.is HANDBOLTI Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísra- el í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosn íu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson lands- liðsfyrirliði var hreinskilinn í við- tali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leik- ina, og Aron Kristjánsson lands- liðsþjálfari tekur undir orð fyrir- liðans. Litum í eigin barm Aron Kristjánsson, landsiðsþjálfari í handbolta, viðurkennir að andleg þreyta og vanmat hafi verið til staðar gegn Bosníu. Nú er stefnt á fyrsta sætið í riðlinum. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskrift- in var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janú- ar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyði- lögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugar- farslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landslið- ið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagn- rýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrif- að og tapaði fyrir Finnum í aðdrag- anda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjáns- son. tomas@365.is NÝ KEPPNI Aron Kristjánsson er klár í slaginn gegn Ísraelsmönnum í Laugar- dalshöllinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.