Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 29. október 2014 | FRÉTTIR | 11
Sími 412 2500 www.murbudin.is
Trélím & límkítti
MS Polymer límkítti
frá Bostik verð kr. 1250
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
Reebok Fitness og
Biggest Loser Ísland
velja StarTrac tækin
frá okkur!
MYND FRÁ STAR
FSMANNAAÐST
ÖÐU ADVANIA
VILTU KOMA UPP AÐSTÖÐU Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ?
Í nýlegri rannsókn á 200 starfsmönnum hjá 3 stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum, kom í ljós að þeir skiluðu
allt að 15% meira vinnuframlagi og nýttu tímann betur á þeim dögum sem heilsurækt var stunduð.
HAFÐU SAMBAND OG VIÐ FINNUM BESTU LAUSNINA FYRIR ÞIG.
FERÐAÞJÓNUSTA Erlend greiðslu-
kortavelta í september nam 9,4
milljörðum sem er tæplega tveggja
milljarða aukning samanborið við
sama mánuð í fyrra. Þetta má lesa
úr tölum Rannsóknarseturs versl-
unarinnar.
Mestu fé vörðu ferðalangar
í gistiþjónustu eða um tveimur
milljörðum. Það er fjórðungsaukn-
ing frá september í fyrra. Mest
var aukningin í sölu á hinum ýmsu
skoðunarferðum eða 58,6 prósent.
Meðalferðamaðurinn greiddi
106 þúsund krónur með korti sínu
sem er 2,5 prósenta aukning eftir
að verðhækkanir eru teknar með í
reikninginn. Ferðalangar frá Sviss
greiddu að jafnaði hæstu upphæð-
irnar með greiðslukortum sínum,
176 þúsund krónur, en Norðmenn
eyddu næstmest. Pólverjar og Jap-
anar ráku lestina.
Tölur þessar taka ekki til kaupa
á þjónustu sem ekki fer í gegn-
um íslenska færsluhirða. Ýmsar
greiðslur, til að mynda vegna
erlendra ferðaþjónustuaðila eða
annarra milliliða, eru því ekki
teknar með í reikninginn. - joe
Erlend greiðslukortavelta jókst um 26 prósent á síðustu tólf mánuðum:
Milljarða aukning í september
FERÐAMENN Meðalferðalangurinn
frá Sviss var örlátastur en Norðmenn
fylgdu í kjölfarið.
SAMGÖNGUR Framkvæmdir við
Hverfisgötu eru á lokastigi en
í sumar hefur verið unnið að
endur gerð götukaflans frá Vita-
stíg að Snorrabraut. Síðasti
áfanginn er nú á lokametrunum.
Skipt hefur verið um allar lagn-
ir í götunni, lýsing endurnýjuð og
allt yfirborð götu og gangstétta.
Þá er búið að setja hita í göngu-
leiðir, hjólareinar og upphækkuð,
steinlögð gatnamót, auk þess sem
trjágróðri hefur verið plantað á
mörgum stöðum í götunni til að
fegra umhverfið. - shá
Hverfisgata opnuð að nýju:
Andlitslyftingu
senn að ljúka
VINNU AÐ LJÚKA Enn á eftir að laga
neðri hluta götunnar og óákveðið hve-
nær það verður gert. MYND/RVK
NEYTENDUR Fríhöfnin hefur inn-
kallað tvær gerðir af Loom-teygj-
um frá vörumerkinu Rainbow
Loom, það er Solid Bands Olive
Green og Solid Bands Mix. Vör-
urnar voru seldar á tímabilinu
9. september til 6. október 2014.
Ástæða innköllunarinnar er sú
að CE-merkingar vantar á vörurn-
ar, að því er segir á vef Neytenda-
stofu. CE-merkið er staðfesting á
því að framleiðandinn hafi gengið
úr skugga um að varan uppfylli og
sé í samræmi við allar viðeigandi
lagakröfur, svo sem um öryggi,
heilsu og umhverfi. - ibs
Fríhöfnin tekur vöru úr sölu:
Loom-teygjur
innkallaðar
LOOM-TEYGJUR CE-merki vantar á tvær
gerðir af teygjunum.
NOREGUR Skráargatið hefur verið
fjarlægt af átta af 20 vörum sem
merktar voru með hollustumerk-
inu 2011, að því er könnun Aften-
posten leiddi í ljós. Verðstríð um
þessar vörur leiddi til svo mik-
illar verðlækkunar að þær voru
seldar með tapi. Óhollar vörur
voru sagðar hafa fengið betra
pláss í verslunum.
Haft er eftir forstjóra versl-
anakeðjunnar Kiwi, sem hóf
verðstríðið, að hann geti vel hugs-
að sér að fá fleiri vörur merktar
Skráargatinu. - ibs
Hollustumerkið Skráargatið:
Merkið fjarlægt
vegna sölutaps
SVÍÞJÓÐ Sænska þingkonan Penilla
Gunther reyndi án árangurs fyrir
fjórum árum að fá frádrátt frá
skatti upp á 100 þúsund sænskar
krónur vegna ferða og matarinn-
kaupa í tengslum við fundaviku
auk kaupa á gjöfum og jólasæl-
gæti fyrir samstarfsmenn sína.
Nú greina sænskir fjölmiðlar
frá því að þingkonan hafi ekki
fengið jafn mikinn frádrátt í
fyrra og hún gerði ráð fyrir vegna
ýmissa útgjalda sem tengdust
fundahaldi og eigin kvöldverðum.
- ibs
Há útgjöld þingkonu:
Fær ekki frá-
drátt frá skatti