Fréttablaðið - 12.02.2015, Qupperneq 4
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ÁRÉTTING
Bankastjóri Landsbankans var rang-
nefndur í Markaðnum í gær. Hann
heitir Steinþór Pálsson. Fréttablaðið
biðst velvirðingar á mistökunum.
1.355 bækur komu út á pappír hér á landi
árið 2012.
ÍÞRÓTTIR „Nú er svo komið að
Keilisvöllur hentar ekki til
keppnishalds á evrópskan mæli-
kvarða þar sem hann stenst ekki
lengdarkröfur. Því þarf að kippa
í liðinn sem fyrst,“ segir í bréfi
Golfklúbbs Keilis sem vill við-
ræður við Hafnarfjarðarbæ um
uppbyggingu vallarins svo hann
standist lágmarkskröfur. „Teljum
við óumdeilanlegt að umgjörð af
því tagi auki líkurnar á og flýti
fyrir því að við Hafnfirðingar
eignumst keppendur á efsta stigi
íþróttarinnar.“ - gar
Hafnfirðingar lengja golfvöll:
Stefna á hástig
íþróttarinnar
KEILISVÖLLUR Of stuttur fyrir Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
UMHVERFISMÁL Sigrún Magnúsdóttir,
umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur
lagt fram frumvarp um landsáætlun um
uppbyggingu innviða á ferðamannastöð-
um. Frumvarpið er sett fram til að tak-
ast á skipulegan hátt við vaxandi ferða-
mennsku og álag hennar á náttúruna.
Frumvarpið felur í sér að móta stefnu,
samræma og forgangsraða tillögum um
uppbyggingu og viðhald ferðamanns-
væða, ferðamannastaða og ferðamanna-
leiða á Íslandi með náttúruvernd og
sjálfbærni að leiðarljósi.
Gert er ráð fyrir að áætlunin verði
lögð fyrir Alþingi í formi þings álykt-
unar tillögu á þriggja ára fresti. Sam-
hliða landáætluninni verða unnar
þriggja ára verkefnaáætlanir sem
kveða nánar á um forgangsverkefni
hverju sinni.
Frumvarpið markar tímamót að því
leyti að landsáætlunin verður sú fyrsta
sinnar tegundar sem ætlað er að marka
stefnu um uppbyggingu innviða á ferða-
mannastöðum til verndar náttúru til
lengri tíma. Frumvarpið hefur verið
unnið í samráði við opinberar stofnan-
ir og hagsmunaaðila. - shá
Umhverfisráðherra vill fyrstu landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum:
Vill landsáætlun um vernd náttúrunnar
VIÐ GULL-
FOSS
Þriðja
hvert
ár skal
dregin upp
verkefna-
áætlun.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
EFNAHAGSMÁL Fasteignagjöld hækka
víðast hvar á þessu ári að því er
fram kemur í könnun Verðlagseftir-
lits Alþýðusambandsins (ASÍ) á þró-
uninni hjá fimmtán fjölmennustu
sveitarfélögum landsins. Ástæða
hækkunarinnar er fremur sögð
vegna breytinga á fasteignamati
en aukinnar álagningar sveitar-
félaganna.
Fram kemur í greiningu Verð-
lagseftirlitsins að Reykjanesbær
sé eina sveitarfélagið sem hækk-
að hefur hjá sér útsvar og hækkar
einnig hjá sér fasteignaskatt um 67
prósent. Þar fer útsvarið úr hámark-
inu, sem er 14,52 prósent, í 15,05
prósent, en vegna slæmrar fjárhags-
stöðu sveitarfélagsins er lagt á 3,62
prósenta aukaálag.
„Aðeins Kópavogur, Garða-
bær, Seltjarnarnes og Vestmanna-
eyjabær innheimta útsvar undir
hámarkinu en lægsta útsvarið er
13,7 prósent í Garðabæ og á Sel-
tjarnarnesi,“ segir í samantekt
Verðlagseftirlits ASÍ.
Fram kemur að öll gjöld hafi
hækkað í Reykjavík vegna tölu-
verðrar hækkunar á fasteignamati.
Þá megi sjá lækkun hjá Ísafjarðar-
bæ, vegna lækkunar á fasteigna-
mati sem leiði til raunlækkunar á
fasteignaskatti, lóðaleigu, vatns-
gjaldi og holræsagjaldi.
Álagningarprósenta fasteigna-
skatts er óbreytt hjá níu sveitar-
félögum af fimmtán. Þrjú hækka
skattinn, Reykjanesbær um 67 pró-
sent, Árborg um níu prósent og
Fjarðabyggð um sjö prósent. „Þau
sveitarfélög sem lækka álagninguna
eru Garðabær um átta prósent, Sel-
tjarnarnes fimm prósent og Kópa-
vogur tvö prósent.“
Þá kemur fram í könnun ASÍ að
allnokkrar breytingar eru á sorp-
hirðu- og sorptengdum gjöldum sem
ólíkt öðrum þáttum fasteignagjalds-
ins eru innheimt sem föst upphæð á
hverja íbúð eða fjölda tunna við hús.
Hjá fjórum sveitarfélögum,
Reykjanesbæ, Akraneskaupstað,
Ísafjarðarbæ og Sveitarfélaginu
Skagafirði, eru sorphirðugjöld
óbreytt á milli ára. Öll hin hækka
hjá sér gjaldskrána (eins og sjá má
í töflunni hér til hliðar).
„Hæstu gjöldin eru greidd í Vest-
mannaeyjum 51.323 krónur á árinu
2015 en lægstu gjöldin eru greidd í
Garðabæ 21.400 krónur og er það
140 prósenta verðmunur eða 29.923
krónur,“ segir í umfjöllun Verðlags-
eftirlits ASÍ.
olikr@frettabladid.is
Fasteignagjöld hækka meðan
útsvar er mestanpart óbreytt
Reykjanesbær hefur hækkað hjá sér útsvar um 0,53 prósentustig umfram hámarksútsvar vegna bágrar fjár-
hagsstöðu. Könnun ASÍ leiðir í ljós að breytt fasteignamat leiðir víðast hvar til hækkunar fasteignagjalda.
SORPHIRÐA Í
REYKJAVÍK Gjöld
sem innheimt eru
fyrir sorphirðu
sveitarfélaganna
hækka langmest
á Akureyri milli
2014 og 2015,
um 33,3 prósent.
Í Reykjavík nam
hækkunin 5,7
prósentum. Gjald-
ið er nú svipað á
báðum stöðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sveitarfélag Hlutfall
Reykjanesbær* 15,05%
Reykjavíkurborg 14,52%
Hafnarfjarðarkaupstaður 14,52%
Akureyrarkaupstaður 14,52%
Mosfellsbær 14,52%
Sveitarfélagið Árborg 14,52%
Akraneskaupstaður 14,52%
Fjarðabyggð 14,52%
Fljótsdalshérað 14,52%
Ísafjarðarbær 14,52%
Sveitarfélagið Skagafjörður 14,52%
Kópavogsbær 14,48%
Vestmannaeyjabær 13,98%
Garðabær 13,70%
Seltjarnarneskaupstaður 13,70%
*Reykjanesbær er eina sveitarfélagið
sem hækkar útsvarið milli ára með
heimild til 3,62 prósenta álags ofan
á 14,52 prósenta hámarksútsvar.
Heimild: ASÍ
ÚTSVARSHLUTFALLIÐ
Skatturinn sem sveitarfélög
heimta af íbúum nefnist útsvar.
Það leggst ofan á almennan tekju-
skatt sem einstaklingar greiða og
er reiknað út frá sama skattstofni.
Einstaklingar greiða útsvar til þess
sveitarfélags þar sem þeir höfðu
lögheimili í lok árs.
■ Fasteignagjöld samanstanda
svo af fasteignasköttum,
fráveitugjaldi, vatnsgjaldi,
lóðaleigu og sorphirðugjöldum.
Gjöldin eru í flestum til-
fellum hlutfall af fasteigna- eða
lóðamati.
■ Sorphirðugjöld eru þó ávallt
innheimt sem fast gjald eða
eftir fjölda tunna á húsnæði.
GJÖLDIN Í HNOTSKURN
Sveitarfélag 2014 2015 Breyting
Vestmannaeyjabær 48.397 kr. 51.323 kr. 6,0%
Ísafjarðarbær 39.300 kr. 39.300 kr. 0,0%
Reykjanesbær 37.435 kr. 37.435 kr. 0,0%
Akureyrarkaupstaður 27.900 kr. 37.200 kr. 33,3%
Sveitarfélagið Árborg 35.280 kr. 36.480 kr. 3,4%
Reykavíkurborg** 33.350 kr. 35.250 kr. 5,7%
Fjarðabyggð 32.000 kr. 33.990 kr. 6,2%
Sveitarfélagið Skagafjörður 32.000 kr. 32.000 kr. 0,0%
Akraneskaupstaður 29.820 kr. 29.820 kr. 0,0%
Hafnarfjarðarkaupstaður 25.800 kr. 28.298 kr. 9,7%
Kópavogsbær 22.000 kr. 24.500 kr. 11,4%
Fljótsdalshérað 23.000 kr. 24.253 kr. 5,4%
Mosfellsbær 23.280 kr. 24.000 kr. 3,1%
Seltjarnarneskaupstaður 19.900 kr. 21.800 kr. 9,5%
Garðabær 20.700 kr. 21.400 kr. 3,4%
*Miðað er við 240 lítra tunnu í einbýli. **Miðað við að pappírstunna sé tæmd á 20
daga fresti og sorptunna á 10 daga fresti og ekkert skrefagjald. Heimild: ASÍ
Þróun sorphirðugjalds 2014 til 2015*BANDARÍKIN Barack Obama Banda-
ríkjaforseti fór í gær fram á form-
legar heimildir Bandaríkjaþings
til hernaðar gegn vígasveitum
Íslamska ríkisins. Obama óskaði
ekki eftir heimildum til hernaðar
á landi en vill geta brugðist við
hvar í heiminum sem er. Í ávarpi
til þjóðarinnar í gær hvatti hann
þingmenn til þess að sýna heim-
inum að Bandaríkjamenn stæðu
saman gegn þessari hættu. - gb
Biður þingið um heimildir:
Obama hyggst
auka hernaðinn
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Snjallara heyrnartæki
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)
með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
FROST verður á landinu í dag og á morgun en svo hlánar. Snjókoma verður austan til
á morgun sem breytist í slyddu suðaustanlands annað kvöld. Á sunnudag má búast við
rigningu eða slyddu sunnan og vestan til og einnig austanlands á sunnudagskvöld.
-9°
4
m/s
-6°
6
m/s
-6°
8
m/s
-2°
9
m/s
Stormur
með SA-
ströndinni,
annars
strekkingur
eða hvasst.
Vaxandi
vindur,
hvasst eða
stormur
undir
kvöld.
Gildistími korta er um hádegi
3°
21°
-2°
9°
18°
3°
8°
3°
3°
19°
6°
17°
13°
7°
7°
7°
5°
5°
-7°
5
m/s
-4°
4
m/s
-7°
4
m/s
-6°
6
m/s
-8°
2
m/s
-8°
5
m/s
-14°
3
m/s
-2°
3°
-5°
-1°
-2°
4°
-3°
2°
-4°
1°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN
1
1
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
C
6
-F
B
6
0
1
3
C
6
-F
A
2
4
1
3
C
6
-F
8
E
8
1
3
C
6
-F
7
A
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K