Fréttablaðið - 12.02.2015, Page 18
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
MANNRÉTTINDI
Guðrún
Ögmundsdóttir
formaður Lands-
nefndar UN
Women á Íslandi
Við getum öll verið sammála um að við
viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki
í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðg-
að, brenndar og limlestar fyrir það eitt að
vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa.
Þetta eru grundvallarmannréttindi.
Á morgun er landsmönnum boðið að
taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer
fram um heim allan. Á morgun mun millj-
arður koma saman til að dansa fyrir rétt-
læti, dansa fyrir heim þar sem konur og
stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir
heim þar sem þær njóta sömu tækifæra
og karlmenn og strákar.
Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður
sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síð-
asta ári komu saman milljónir manna í
207 löndum og dansaði gegn kynbundnu
ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir
liggja og 3.000 manns fylktu liði á dans-
gólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við
að gera enn betur!
Ein af hverjum þremur konum verður
fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við
að dansa af krafti fyrir allar þær konur
og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og
sýna í verki að okkur stendur ekki á sama.
Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrir-
staða þess að árangur náist í jafnréttis-
málum og efnahagslegri þróun. Lands-
nefnd UN Women á Íslandi hefur verið
dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sam-
einuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn
konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóður-
inn í heiminum sem vinnur eingöngu að
því að uppræta ofbeldi gegn konum og
stúlkum og er hann rekinn undir hatti
UN Women. Ofbeldi gegn konum er
útbreiddasta mannréttindabrot í heim-
inum í dag en fleiri konur látast eða tapa
heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu,
umferðarslysa, HIV og krabbameins ár
hvert.
Á síðustu árum hafa fjölmargir lands-
menn lagt málefninu lið með þátttöku í
Systralagi UN Women. Með þátttöku í
Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi
samtakanna lið við að uppræta ofbeldi,
fátækt og óréttlæti sem konur og stúlk-
ur í fátækustu löndum heims upplifa dag
hvern.
Landsnefnd UN Women skorar á fyrir-
tæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og
sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst
klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í
Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í
félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði,
íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöll-
inni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum
á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst
þess að mannréttindi kvenna og stúlkna
séu virt.
Upprætum ofbeldi gegn konum
Ekki sjálfum sér líkur
Bjarni Benediktsson þótti ekki sjálfum
sér líkur þegar hann stóð í gustinum
á tröppum Stjórnarráðshússins og
jós skömmum yfir skattrannsóknar-
stjóra ríkisins. Bjarni var reiðari, sótti
fastar að annarri manneskju en hann
á venju til. Vissulega á Bjarni til að
vera harðorður í þinginu, í pólitískum
átökum, þar sem þingmenn geta
svarað fyrir sig. Nú bar nýrra við.
Bjarni hefur sjálfur sagt um þessa
uppákomu að hann hafi verið
fullóþolinmóður. Mörgum
þótti Bjarni hafa tekið upp
sið annarra stjórnmála-
manna, eða kannski sýnt
bara á sér nýtt andlit.
Það má spyrja hvort
skattamálið sé
honum svo erfitt.
Gefst ekki upp
Þó fullur vilji virðist vera fyrir kaupum
á skattagögnunum dugar það ekki
öllum. Össur Skarphéðinsson fer
mikinn í málinu og skrifar: „Davíð
Oddsson notaði opinberar yfirlýsingar
til að boxa niður opinbera starfsmenn
og skapa terror í stjórnkerfinu. Það
virkaði vel.– Sigmundur Davíð og Bjarni
hafa tekið þetta háttalag upp. Báðir
hlupu í vörn fyrir fyrrverandi innan-
ríkisráðherra með mjög óviðeigandi
yfirlýsingum gagnvart umboðsmanni
sem bersýnilega þjónuðu þeim tilgangi
að hræða hann. Allir vita hvernig það
fór.“ „Bjarni Benediktsson húðskamm-
ar skattrannsóknarstjóra opinberlega,
greinilega í þeim tilgangi að
setja hana „på plads“.“ Þannig
skrifar hinn margreyndi
Össur Skarphéðinsson.
Að segja rétt frá
„Nú hefur Bjarni hrakist í málinu,
neyðst fyrir atbeina aðhalds frá al-
menningi, fjölmiðlum og stjórnarand-
stöðu til að veita allar heimildir sem
þarf. En það breytir ekki hinu, að þó
hann hafi á síðustu stigum málsins
lýst yfir að það sé sjálfstæð ákvörðun
skattrannsóknarstjóra hvað hún geri, þá
skilyrti hann á fyrri stigum málsins fjár-
veitingar til verksins með þeim hætti,
að það var stopp,“ skrifar Össur Skarp-
héðinsson enn um Bjarna og bætir
við að stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd þingsins taki gagnakaupa-
málið til rækilegrar skoðunar.
„Hún var beinlínis stofnuð til að
skoða embættisfærslu af
þessu tagi,“ segir Össur
Skarphéðinsson.
sme@frettabladid.is
L
oðnutonn í sjó eru sýnd veiði en ekki gefin eins og
útgerðarmenn landsins reyna nú á eigin skinni. Undir
eru miklir hagsmunir. Loðnukvótinn var aukinn undir
janúarlok eftir mælingar, en nú er sú staða uppi að
aðeins hefur veiðst um fimmtungur heildarkvótans og
líklegt að söluverðmæti þess sem eftir er að veiða sé einhvers
staðar nálægt 30 milljörðum króna. Það munar um minna.
Bræla og óhefðbundin
hegðun loðnunnar setur strik í
reikninginn og útgerðarmenn
óttast að ná ekki veiðinni á
land. Þannig kom fram í Frétta-
blaðinu í vikunni að aflamark
HB Granda í loðnu væri um
72.000 tonn, sem að stærstum
hluta væru óveidd. „Þau tonn
eru enn í sjó en ekki á bankabók,“ var haft eftir Vilhjálmi Vil-
hjálmssyni forstjóra HB Granda sem er ein fimm útgerða sem
eiga þrjá fjórðu aflahlutdeildarinnar.
Staðreyndin er að sérfræðingar standa á gati yfir framferði
loðnustofnsins sem um þessar mundir ætti að vera á hraðferð
austur og suður fyrir landið á hrygningarslóðir en virðist í
staðinn hafa stoppað fyrir norðan land. Miðað við reynslu fyrri
ára ætti loðnan að vera að veiðast úti fyrir suðaustur- og suður-
strönd landsins.
„Þetta er svo óvenjulegt að það er óforsvaranlegt að vera ekki
á svæðinu við rannsóknir, og til að fylgjast náið með þessu,“
segir Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræðingur Hafrannsókna-
stofnunar, í viðtali um málið í Fréttablaðinu í gær. Ekki sé vitað
hvað sé raunverulega í gangi. „Þetta er allt öðruvísi en við erum
vanir að sjá og gerbreytt, virðist vera, þetta göngumynstur á
loðnunni.“
Þá er haft eftir Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrann-
sóknastofnunar, að vissulega væri full ástæða til að halda úti
hafrannsóknaskipi til rannsókna fyrir norðan vegna þessarar
breyttu hegðunar loðnunnar. „En þetta er víst sá stakkur sem
okkur er sniðinn til hafrannsókna og þess utan margt annað
sem við vildum rannsaka,“ segir hann í blaðinu um leið og
Sveinn Sveinbjörnsson bætir við að „alveg hrikalegt“ sé að geta
ekkert fylgst með þróun mála.
Nú má vera að sá floti, sem att hefur verið norður fyrir
land í viðleitni til að ná aflanum á land áður en það verður of
seint, hafi að einhverju marki erindi sem erfiði og ástæða er
til að vona að svo verði. En að fiskveiðiþjóð sem gumar af því
á tyllidögum að standa í fremstu röð í heiminum þegar kemur
að rannsóknum í sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun skuli þurfa
að reiða sig alfarið á guð og lukkuna þegar upp kemur óþekkt
ástand er náttúrlega út í hött.
Auðvitað er algjörlega galið að þjóð sem reiðir sig á sjávarút-
veg í jafnmiklum mæli og hér er gert skuli ekki standa sóma-
samlega að rannsóknum á auðlindinni. Að skattrannsóknum
ólöstuðum hefði maður talið að full ástæða væri til að beina
fjármagni til þeirra stofnana sem hafa eiga puttann á púlsinum
þegar kemur að auðlindum hafsins.
Aumt er að ráða ekki við að rannsaka auðlindina:
Staða sem ekki
er forsvaranleg
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
1
1
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
C
6
-F
1
8
0
1
3
C
6
-F
0
4
4
1
3
C
6
-E
F
0
8
1
3
C
6
-E
D
C
C
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K