Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 52
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5.
Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson,
12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is
LAGALISTINN TÓNLISTINN
05.02.2015 ➜ 11.02.2015
1 Mark Ronson/Bruno Mars Uptown Funk
2 Taylor Swift Blank Space
3 Sam Smith Like I Can
4 Maroon 5 Sugar
5 Valdimar Ryðgaður dans
6 Olly Murs & Demi Lovato Up
7 Friðrik Dór Í síðasta skipti
8 Meghan Trainor Lips Are Movin
9 Hozier Sedated
10 James Newton & Jennifer The Hanging Tree
1 Ýmsir Söngvakeppnin 2015
2 Bob Dylan Shadows in the Night
3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
4 Ýmsir Fyrir börnin
5 Skálmöld Með vættum
6 Valdimar Batnar útsýnið
7 Páll Rósinkranz 25 ár
8 Kaleo Kaleo
9 Rökkurró Innra
10 Jón Jónsson Heim
Í lok desember tóku tveir menn á
fertugsaldri sig saman og stofn-
uðu Facebook-hópinn NBA körfu-
boltamyndir – kaupa, selja, skipta.
Sem stendur eru meðlimir hópsins
níutíu.
„Við Ingólfur þekktumst ekk-
ert áður en við stofnuðum hóp-
inn,“ segir Úlfar Freyr Jóhanns-
son en hann stofnaði hópinn ásamt
Ingólfi Ástmarssyni. „Þetta hafði
verið stórt áhugamál hjá mér áður
og þegar það blossaði upp aftur leit-
aði ég á netinu. Þar kynntist ég Ing-
ólfi eftir auglýsingu á bland.is.“
„Ég fór ekki úr unglingavinn-
unni í 8. bekk án þess að kaupa mér
pakka af myndum,“ segir Ingólfur
Ástmarsson. Hann gerði þau mis-
tök að selja myndirnar sínar síðar
meir og byrjaði með autt blað á
nýjan leik nú síðasta haust.
„Ég hef pantað myndir að utan
og á nú nokkuð gott safn, einhverj-
ar þrjár möppur.“
Þeir segja að flestir í hópnum
safni svokölluðum Draumaliðs-
leikmönnum, þ.e. leikmönnum sem
skipuðu landslið Bandaríkjanna á
Ólympíuleikunum í Barcelona. Það
var í fyrsta skipti sem NBA-leik-
menn voru í landsliðinu. Þar mátti
finna andlit á borð við Michael Jor-
dan, Karl Malone, John Stockton,
Magic Johnson, Larry Bird og þá
eru aðeins fáir upptaldir.
„Það kom upp sú hugmynd hjá
einhverjum hvort það væri ekki vit
í að flytja inn myndir,“ segir Úlfar.
Ekki var tekið vel í þá hugmynd þar
sem á þeim myndum hefðu verið
leikmenn sem spila í dag.
„Ég á nokkra LeBron og Durant
og menn sem koma og skoða safnið
mitt vilja ekki sjá þá,“ bætir Úlfar
við. Í augnablikinu sé það að mestu
Jordan- og Wu-Tang-kynslóðin sem
er í hópnum.
Ingólfur segir að viðbrögðin hafi
verið miklu meiri en þeir bjuggust
við. Hann þekki dæmi þess efnis að
fólk hafi grafið upp gamlar mynd-
ir úr kjöllurum og geymslum til að
taka þráðinn upp á nýjan leik.
„Fólk hefur verið að skiptast á og
selja myndir. Það hefur líka verið
talað um að hittast en af því hefur
ekki orðið enn þá,“ segir Ingólfur.
Að sögn Úlfars er verðið á
myndum hérlendis enn nokkuð
hátt. „Þegar við vorum ungir þá
eyddi maður svo miklum pening
í myndirnar sem í dag eru næsta
verðlausar. Mig grunar að mark-
aðurinn eigi eftir að breytast eitt-
hvað.“ Hann bendir einnig á að
hann sé í sambærilegum dönsk-
um hópi sem sé enn fámennari en
sá íslenski.
Þeir sem hafa áhuga á málinu
geta leitað að hópnum á Facebook
og fengið aðgang að honum.
johannoli@frettabladid.is
Endurupplifa æskuna með
NBA-körfuboltamyndum
Vinirnir Úlfar Freyr Jóhannsson og Ingólfur Ástmarsson stofnuðu á Facebook vettvang fyrir körfubolta-
áhugamenn til að kaupa, selja eða skiptast á körfuboltamyndum. Flestir í hópnum eru af Jordan-kynslóðinni.
Draumaliðskempurnar gömlu eru langvinsælastar og aðeins sárafáir líta við myndum af nýrri leikmönnum.
STJÓRNENDUR Úlfar Freyr Jóhannsson og Ingólfur Ástmarsson stofnuðu NBA-myndahópinn í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ
Ég á nokkra LeBron
og Durant og menn sem
koma og skoða safnið
mitt vilja ekki sjá þá.
Ingólfur Ástmarsson.
Taylor Swift hjálpaði aðdáanda í
ástarsorg með því að búa til spil-
unarlista fyrir hann.
The Love Story-söngkonan fékk
skilaboð frá aðdáanda sínum,
Kasey, á bloggsíðunni tumblr.com
þar sem hún sagði að kærastinn
hennar til fjögurra mánaða hefði
sagt henni upp í sms-skilaboðum.
Síðan þá hefði hann gengið hart á
eftir henni að taka aftur við sér.
Swift brást við með því að
skrifa til hennar hvatningarbréf:
„Guð minn góður. Ég veit. Það er
hræðilega erfitt að þurfa að sætta
sig við að einhver sem maður leit
á sem nútíð og framtíð hverfur á
braut,“ skrifaði hún og bætti við
að hún hefði gert fyrir hana „sam-
bandsslita/halda áfram-spilunar-
lista“. Charli Xcx, Haerts, Mis-
terwives, Azure Ray og Measure
eru á meðal þeirra sem eiga lag
á listanum.
Bjó til spilunarlista
Taylor Swift hjálpaði aðdáanda í ástarsorg.
TAYLOR SWIFT Skrifaði hvatningarbréf
til aðdáanda síns.
Carl Barat úr The Libertines vill
að Noel Gallagher, fyrrverandi
liðsmaður rokkaranna í Oasis,
verði upptökustjóri næstu plötu
hljómsveitarinnar. „Það væri frá-
bært að fá að vinna með honum,“
sagði Barat í nýjasta hefti NME.
Upptökur eiga að hefjast í
apríl á Taílandi ef allt gengur að
óskum. „Ég ætla að senda Noel
Gallagher tölvupóst. Ég veit að
hann er mjög upptekinn en von-
andi hefur hann smátíma fyrir
Libertines sem elska hann mjög
mikið,“ sagði hann.
Lengi hefur verið beðið eftir
næstu plötu The Libertines,
sem verður sú fyrsta í ellefu
ár. Hljómsveitin sendi frá sér
stutt myndband í desember þar
sem sýnt var frá undirritun á
plötusamningi við Virgin/EMI í
Taílandi, þar sem Pete Doherty,
annar liðsmaður sveitarinnar, er
í meðferð við eiturlyfjafíkn.
Vill fá Noel
Gallagher
THE LIBERTINES Barat og Doherty á
sviði með The Libertines.
NORDICPHOTOS/GETTY
TREND
TÖFFARAR Í
TOM FORD
Tískuhönnuðurinn Tom Ford
hefur verið vinsæll hjá
stjörnunum á rauða
dreglinum undanfarið.
LÍFIÐ
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR
JULIANNE MOORE Á BAFTA
AWARDS
RIHANNA Á AMFAR GALA-
HÁTÍÐINNI
NICKY MINAJ Á GRAMMY
AWARDS
JENNIFER HUDSON Á
GRAMMY
RITA ORA Á BRITISH
FASHION AWARDS
1
1
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
C
6
-F
B
6
0
1
3
C
6
-F
A
2
4
1
3
C
6
-F
8
E
8
1
3
C
6
-F
7
A
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K