Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 52
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 05.02.2015 ➜ 11.02.2015 1 Mark Ronson/Bruno Mars Uptown Funk 2 Taylor Swift Blank Space 3 Sam Smith Like I Can 4 Maroon 5 Sugar 5 Valdimar Ryðgaður dans 6 Olly Murs & Demi Lovato Up 7 Friðrik Dór Í síðasta skipti 8 Meghan Trainor Lips Are Movin 9 Hozier Sedated 10 James Newton & Jennifer The Hanging Tree 1 Ýmsir Söngvakeppnin 2015 2 Bob Dylan Shadows in the Night 3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 4 Ýmsir Fyrir börnin 5 Skálmöld Með vættum 6 Valdimar Batnar útsýnið 7 Páll Rósinkranz 25 ár 8 Kaleo Kaleo 9 Rökkurró Innra 10 Jón Jónsson Heim Í lok desember tóku tveir menn á fertugsaldri sig saman og stofn- uðu Facebook-hópinn NBA körfu- boltamyndir – kaupa, selja, skipta. Sem stendur eru meðlimir hópsins níutíu. „Við Ingólfur þekktumst ekk- ert áður en við stofnuðum hóp- inn,“ segir Úlfar Freyr Jóhanns- son en hann stofnaði hópinn ásamt Ingólfi Ástmarssyni. „Þetta hafði verið stórt áhugamál hjá mér áður og þegar það blossaði upp aftur leit- aði ég á netinu. Þar kynntist ég Ing- ólfi eftir auglýsingu á bland.is.“ „Ég fór ekki úr unglingavinn- unni í 8. bekk án þess að kaupa mér pakka af myndum,“ segir Ingólfur Ástmarsson. Hann gerði þau mis- tök að selja myndirnar sínar síðar meir og byrjaði með autt blað á nýjan leik nú síðasta haust. „Ég hef pantað myndir að utan og á nú nokkuð gott safn, einhverj- ar þrjár möppur.“ Þeir segja að flestir í hópnum safni svokölluðum Draumaliðs- leikmönnum, þ.e. leikmönnum sem skipuðu landslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona. Það var í fyrsta skipti sem NBA-leik- menn voru í landsliðinu. Þar mátti finna andlit á borð við Michael Jor- dan, Karl Malone, John Stockton, Magic Johnson, Larry Bird og þá eru aðeins fáir upptaldir. „Það kom upp sú hugmynd hjá einhverjum hvort það væri ekki vit í að flytja inn myndir,“ segir Úlfar. Ekki var tekið vel í þá hugmynd þar sem á þeim myndum hefðu verið leikmenn sem spila í dag. „Ég á nokkra LeBron og Durant og menn sem koma og skoða safnið mitt vilja ekki sjá þá,“ bætir Úlfar við. Í augnablikinu sé það að mestu Jordan- og Wu-Tang-kynslóðin sem er í hópnum. Ingólfur segir að viðbrögðin hafi verið miklu meiri en þeir bjuggust við. Hann þekki dæmi þess efnis að fólk hafi grafið upp gamlar mynd- ir úr kjöllurum og geymslum til að taka þráðinn upp á nýjan leik. „Fólk hefur verið að skiptast á og selja myndir. Það hefur líka verið talað um að hittast en af því hefur ekki orðið enn þá,“ segir Ingólfur. Að sögn Úlfars er verðið á myndum hérlendis enn nokkuð hátt. „Þegar við vorum ungir þá eyddi maður svo miklum pening í myndirnar sem í dag eru næsta verðlausar. Mig grunar að mark- aðurinn eigi eftir að breytast eitt- hvað.“ Hann bendir einnig á að hann sé í sambærilegum dönsk- um hópi sem sé enn fámennari en sá íslenski. Þeir sem hafa áhuga á málinu geta leitað að hópnum á Facebook og fengið aðgang að honum. johannoli@frettabladid.is Endurupplifa æskuna með NBA-körfuboltamyndum Vinirnir Úlfar Freyr Jóhannsson og Ingólfur Ástmarsson stofnuðu á Facebook vettvang fyrir körfubolta- áhugamenn til að kaupa, selja eða skiptast á körfuboltamyndum. Flestir í hópnum eru af Jordan-kynslóðinni. Draumaliðskempurnar gömlu eru langvinsælastar og aðeins sárafáir líta við myndum af nýrri leikmönnum. STJÓRNENDUR Úlfar Freyr Jóhannsson og Ingólfur Ástmarsson stofnuðu NBA-myndahópinn í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ Ég á nokkra LeBron og Durant og menn sem koma og skoða safnið mitt vilja ekki sjá þá. Ingólfur Ástmarsson. Taylor Swift hjálpaði aðdáanda í ástarsorg með því að búa til spil- unarlista fyrir hann. The Love Story-söngkonan fékk skilaboð frá aðdáanda sínum, Kasey, á bloggsíðunni tumblr.com þar sem hún sagði að kærastinn hennar til fjögurra mánaða hefði sagt henni upp í sms-skilaboðum. Síðan þá hefði hann gengið hart á eftir henni að taka aftur við sér. Swift brást við með því að skrifa til hennar hvatningarbréf: „Guð minn góður. Ég veit. Það er hræðilega erfitt að þurfa að sætta sig við að einhver sem maður leit á sem nútíð og framtíð hverfur á braut,“ skrifaði hún og bætti við að hún hefði gert fyrir hana „sam- bandsslita/halda áfram-spilunar- lista“. Charli Xcx, Haerts, Mis- terwives, Azure Ray og Measure eru á meðal þeirra sem eiga lag á listanum. Bjó til spilunarlista Taylor Swift hjálpaði aðdáanda í ástarsorg. TAYLOR SWIFT Skrifaði hvatningarbréf til aðdáanda síns. Carl Barat úr The Libertines vill að Noel Gallagher, fyrrverandi liðsmaður rokkaranna í Oasis, verði upptökustjóri næstu plötu hljómsveitarinnar. „Það væri frá- bært að fá að vinna með honum,“ sagði Barat í nýjasta hefti NME. Upptökur eiga að hefjast í apríl á Taílandi ef allt gengur að óskum. „Ég ætla að senda Noel Gallagher tölvupóst. Ég veit að hann er mjög upptekinn en von- andi hefur hann smátíma fyrir Libertines sem elska hann mjög mikið,“ sagði hann. Lengi hefur verið beðið eftir næstu plötu The Libertines, sem verður sú fyrsta í ellefu ár. Hljómsveitin sendi frá sér stutt myndband í desember þar sem sýnt var frá undirritun á plötusamningi við Virgin/EMI í Taílandi, þar sem Pete Doherty, annar liðsmaður sveitarinnar, er í meðferð við eiturlyfjafíkn. Vill fá Noel Gallagher THE LIBERTINES Barat og Doherty á sviði með The Libertines. NORDICPHOTOS/GETTY TREND TÖFFARAR Í TOM FORD Tískuhönnuðurinn Tom Ford hefur verið vinsæll hjá stjörnunum á rauða dreglinum undanfarið. LÍFIÐ 12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR JULIANNE MOORE Á BAFTA AWARDS RIHANNA Á AMFAR GALA- HÁTÍÐINNI NICKY MINAJ Á GRAMMY AWARDS JENNIFER HUDSON Á GRAMMY RITA ORA Á BRITISH FASHION AWARDS 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 6 -F B 6 0 1 3 C 6 -F A 2 4 1 3 C 6 -F 8 E 8 1 3 C 6 -F 7 A C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.