Fréttablaðið - 05.03.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 05.03.2015, Síða 18
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Akureyri - Hvolsvelli - Reykjavík Verksmiðju útsala afsláttur 40-70% Sölustaðir Varma Akureyri Austursíðu 2 Varma Hvolsvelli Ormsvöllum 10 Varma Reykjavík Ármúla 31 Verksmiðjuútsala verður hjá Varma Dagana 5-7 mars Opið Fimmtudag og Föstudag milli kl. 16-19 og Laugardag milli kl. 11-15 Lítið útlitsgallaðar vörur og vörur sem hættar eru í framleiðslu. Hlökkum til að sjá ykkur Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á hús- næðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verð- mæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tæki- færi til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísil- málmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbún- ing, meta kostnað og hanna verk- efnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Fram- leiddir yrðu sívalningar eða völsun- arbarrar. Einnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifa- formi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjár- festing en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norður- áls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásætt- anlegum tíma,“ segir hann. Fram- leiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síð- asta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Fram- leiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegn- um millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílafram- leiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endan legum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann. 7.000 fermetrum yrði bætt við Norðurál íhugar að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Fjárfesting fyrir 10 milljarða króna. Húsnæðið á Grundartanga myndi stækka um 7.000 fermetra. Markmiðið að auka virði framleiðslunnar. Á GRUNDARTANGA Húsnæði álversins mun stækka ef fyrir- hugaðar breytingar verða að veruleika. Við höfum verið að selja ál til bílaframleið- enda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Útlit er fyrir að skráð íslensk félög í Kauphöll Íslands greiði samtals um 24 milljarða til hlut- hafa nú á vormánuðum. Grein- ingardeild Arion banka segir þessar arðgreiðslur eða kaup eigin bréfa samsvara um 4,4 pró- sentum af markaðsvirði félag- anna. Heildarfjárhæð byggir á tillög- um sem stjórnir félaganna hyggj- ast leggja fyrir aðalfundi nú í vor og svo spá Greiningardeild- ar um arðgreiðslu Haga á þessu ári. Uppgjörstímabil Haga er frábrugðið því sem gerist meðal annarra félaga á markaðinum. - jhh Spá Greiningardeildar Arion: 24 milljarðar fara til hluthafa Framtakssjóðurinn Edda hefur keypt fjórðungshlut í Pizza- Pizza ehf. sem rekur pitsustaði Domino‘s á Íslandi. Sjóðurinn er rekinn af verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Hluthafar í Eddu eru líf- eyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. Kaupin eru gerð með fyrir- vara um samþykki Samkeppnis- eftirlitsins og sérleyfisveitanda Domino‘s. Aðrir eigendur Pizza-Pizza ehf. eru Birgir Þ. Bieltvedt, stjórnar- formaður félagsins, og eiginkona hans Eygló Björk Kjartansdótt- ir, Högni Sigurðsson, Birgir Ö. Birgisson framkvæmdastjóri og nokkrir aðrir lykilstjórnendur Domino‘s á Íslandi. - jhh Eignast hlut í Domino‘s: Lífeyrissjóðir kaupa fjórðung 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -6 A 8 C 1 4 0 4 -6 9 5 0 1 4 0 4 -6 8 1 4 1 4 0 4 -6 6 D 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.