Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 18
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Akureyri - Hvolsvelli - Reykjavík Verksmiðju útsala afsláttur 40-70% Sölustaðir Varma Akureyri Austursíðu 2 Varma Hvolsvelli Ormsvöllum 10 Varma Reykjavík Ármúla 31 Verksmiðjuútsala verður hjá Varma Dagana 5-7 mars Opið Fimmtudag og Föstudag milli kl. 16-19 og Laugardag milli kl. 11-15 Lítið útlitsgallaðar vörur og vörur sem hættar eru í framleiðslu. Hlökkum til að sjá ykkur Norðurál stefnir að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Ef farið verður í slíka framleiðslu mun það þýða allt að 10 milljarða fjárfestingu sem meðal annars væri falin í stækkun á hús- næðinu að Grundartanga um 7.000 fermetra og kaup á tækjum sem yrðu notuð við framleiðsluna. „Markmiðið er að auka verð- mæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu. Við höfum verið að skoða markaðinn í Evrópu, hvar tækifærin gætu legið. Við teljum að þarna gæti verið tæki- færi til þess að auka verðmæti og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þessi viðbótarframleiðsla fæli í sér að öðrum efnum yrði blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika. „Þarna kemur inn kísil- málmur sem dæmi og ýmis önnur efni eftir atvikum,“ segir Ragnar. Það fari allt eftir því hvaða vöru menn vilja framleiða. „Það er verið að vinna verkfræðilegan undirbún- ing, meta kostnað og hanna verk- efnin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun enn þá.“ Auk þess sem öðrum efnum er blandað í álið fæli þess nýja framleiðsla einnig í sér vörur með ólíka lögun. Fram- leiddir yrðu sívalningar eða völsun- arbarrar. Einnig segir Ragnar að sú ákvörðun hafi verið tekin í fyrra að hefja framleiðslu á melmi. „Það eru álblöndur sem er ekki búið að steypa í form heldur er það í hleifa- formi sem við höfum notað hingað til. Þar er innihaldi vörunnar breytt en ekki forminu. Það er minni fjár- festing en við ráðgerum að selja 50 þúsund tonn af þessu melmi á ári,“ segir hann. Ragnar bætir því við að þetta auki tekjumöguleika Norður- áls. „Það er aukafjárfesting líka. En við teljum að hún skili sér á ásætt- anlegum tíma,“ segir hann. Fram- leiðsla og sala á melmi hófst núna í janúar en tilraunaframleiðsla á síð- asta ári. Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiða felgur undir bíla. Fram- leiðsla á melminu þýði að þeir geti fengið málm beint frá Norðuráli sem hentar í þá framleiðslu í stað þess að áður hefðu þeir þurft að fara í gegn- um millilið til að fá slíka blöndu. „Við höfum verið að selja ál til bílafram- leiðenda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endan legum notanda.“ Ragnar segir að það sé mun meiri fjárfesting að baki framleiðslu á boltunum eða börrunum. „Enda ertu þá farinn að blanda og að breyta forminu. Það kostar sitt að breyta forminu. Þetta er fjárfesting upp á 10 milljarða. Það yrði stór bygging og mikill búnaður,“ segir Ragnar. Til að mynda þyrfti að byggja við og stækka verulega steypuskálann. 7.000 fermetrum yrði bætt við Norðurál íhugar að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Fjárfesting fyrir 10 milljarða króna. Húsnæðið á Grundartanga myndi stækka um 7.000 fermetra. Markmiðið að auka virði framleiðslunnar. Á GRUNDARTANGA Húsnæði álversins mun stækka ef fyrir- hugaðar breytingar verða að veruleika. Við höfum verið að selja ál til bílaframleið- enda eins og Mercedes Benz, en það er þá í gegnum aðra aðila og þarna komumst við skrefi nær endanlegum notanda. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Útlit er fyrir að skráð íslensk félög í Kauphöll Íslands greiði samtals um 24 milljarða til hlut- hafa nú á vormánuðum. Grein- ingardeild Arion banka segir þessar arðgreiðslur eða kaup eigin bréfa samsvara um 4,4 pró- sentum af markaðsvirði félag- anna. Heildarfjárhæð byggir á tillög- um sem stjórnir félaganna hyggj- ast leggja fyrir aðalfundi nú í vor og svo spá Greiningardeild- ar um arðgreiðslu Haga á þessu ári. Uppgjörstímabil Haga er frábrugðið því sem gerist meðal annarra félaga á markaðinum. - jhh Spá Greiningardeildar Arion: 24 milljarðar fara til hluthafa Framtakssjóðurinn Edda hefur keypt fjórðungshlut í Pizza- Pizza ehf. sem rekur pitsustaði Domino‘s á Íslandi. Sjóðurinn er rekinn af verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Hluthafar í Eddu eru líf- eyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. Kaupin eru gerð með fyrir- vara um samþykki Samkeppnis- eftirlitsins og sérleyfisveitanda Domino‘s. Aðrir eigendur Pizza-Pizza ehf. eru Birgir Þ. Bieltvedt, stjórnar- formaður félagsins, og eiginkona hans Eygló Björk Kjartansdótt- ir, Högni Sigurðsson, Birgir Ö. Birgisson framkvæmdastjóri og nokkrir aðrir lykilstjórnendur Domino‘s á Íslandi. - jhh Eignast hlut í Domino‘s: Lífeyrissjóðir kaupa fjórðung 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -6 A 8 C 1 4 0 4 -6 9 5 0 1 4 0 4 -6 8 1 4 1 4 0 4 -6 6 D 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.