Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 2
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
DÓMSMÁL Guðjón St. Marteins-
son, héraðsdómara og dómsfor-
mann, og Ólaf Þór Hauksson, sér-
stakan saksóknara, greinir á um
það hvort sá síðarnefndi hafi vitað
um ættartengsl eins meðdómara í
Aurum-málinu svokallaða. Þetta
kemur fram í gögnum sem lögð
voru fram í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær.
Guðjón segir rangt að sérstak-
ur saksóknari hafi ekki vitað um
ættartengsl meðdómarans, en haft
var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum
eftir að sýknudómur var kveðinn
upp í Aurum-málinu, að hann hefði
ekki haft upplýsingar um að Sverr-
ir Ólafsson meðdómari og Ólafur
Ólafsson fjárfestir, oft kenndur við
Samskip, væru bræður.
Í viðtalinu sagði Ólafur Þór að
hefði hann haft þær upplýsingar
undir höndum, hefði hann gert
athugasemdir við skipan Sverris
í dóminn. Sérstakur saksóknari
hefur áfrýjað sýknudómi í Aurum-
málinu til Hæstaréttar og krefðst
ómerkingar vegna vanhæfis með-
dómarans.
Í grein sem Guðjón skrifaði
kemur fram að þann 12. mars í
þinghaldi hafi hann tilkynnt hverj-
ir tækju sæti sem meðdómarar í
málinu við aðalmeðferð málsins.
Daginn eftir hafi sérstakur sak-
sóknari hringt í sig og greint frá
tengslum Sverris og Ólafs Ólafs-
sonar. Símtalinu lauk með því að
sérstakur saksóknari kvað ákæru-
valdið ekki ætla að gera athuga-
semd við hæfi meðdómarans og
var það ekki gert. Guðjón bætir
við að með yfirlýsingu sérstaks
saksóknara í fjölmiðlum hafi hann
vegið gróflega að starfsheiðri
sínum og það
sem verra væri,
að heiðri og heil-
indum Sverris
sem tók sæti í
dóminum.
„Ég hef nú
þegar gert ríkis-
saksóknara
grein fyrir því
að þetta sé rang-
minni dómarans,“ segir Ólaf-
ur Þór. Hann segir nú, að í sím-
tali þeirra Ólafs og Guðjóns, þar
sem Guðjón segir Ólaf hafa greint
sér frá ættartengsl-
unum, hafi hann
verið að benda á
allt önnur tengsl.
„Ég talaði ekki
um nein bræðra-
tengsl, heldur benti
ég á að meðdóm-
arinn hefði
unnið fyrir
skilanefnd
Glitnis og
Glitnir
var
kærandi í þessu máli. Einnig var
skilanefnd Glitnis með bótakröfu
sem tengdist sama máli,“ segir
Ólafur Þór og bætir við að þessi
atriði muni liggja fyrir í Hæsta-
rétti á næstunni.
Ómerkingarkrafa ríkissak-
sóknara verður tekin
fyrir í Hæstarétti þann
13. apríl næstkomandi
og fer Helgi Magn-
ús Gunnarsson rík-
issaksóknari með
málið.
nadine@frettabladid.is
Segir vegið gróflega
að starfsheiðri sínum
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um
ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar,
kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna.
ALÞINGI Silja Dögg Gunnarsdóttir,
þingmaður Framsóknar í Suður-
kjördæmi, hefur sent heilbrigðis-
ráðherra fyrirspurn um hvar á
landinu ómskoðunartæki séu til
staðar og hvar þau séu í notkun.
Þá vill hún vita hvort ómskoð-
unartæki liggi einhvers staðar
ónotuð og þá af hverju.
Fréttablaðið hefur greint frá því
að verðandi foreldrum á Vestfjörð-
um verði ekki boðið upp á sónar-
skoðun á Heilbrigðisstofnun Vest-
fjarða það sem eftir lifir ársins.
Þar er tækjabúnaður til reiðu en
þekking til að nota hann ekki. - sa
Þingmaður Framsóknar spyr:
Vill vita hvar
sónartæki eru
MENNTAMÁL Verslunarskóli
Íslands mun stíga stórt skref í
110 ára sögu sinni en skólinn mun
byrja að útskrifa nemendur á
þremur árum á nýju skólaári.
Skólinn hefur tekið upp nýja
námskrá sem býður upp á braut-
skráningu á þremur árum en boðið
verður upp á fjórar námsbrautir
til stúdentsprófs; alþjóðabraut,
lista- og nýsköpunarbraut, nátt-
úrufræðibraut og viðskiptabraut.
Skólinn verður opinn tíundu-
bekkingum og forráðamönnum til
kynningar á náminu frá klukkan
fimm til sjö síðdegis í dag. - srs
Stórt skref í sögu skólans:
Útskrifa nema
á þremur árum
Dómur féll í Aurum-málinu síð-
asta sumar og voru sakborning-
arnir Lárus Welding, Jón Ásgeir
Jóhannesson, Magnús Arnar Arn-
grímsson og Bjarni Jóhannesson
sýknaðir. Þeir voru ákærðir fyrir
umboðssvik vegna sex milljarða
króna láns sem Glitnir veitti
félaginu FS38 ehf. sem var í eigu
Pálma Haraldssonar, vegna kaupa
á félaginu Aurum Holdings Ltd.
Dómur í Aurum-málinu
GUÐJÓN
MARTEINSSON
STJÓRNMÁL Starfsmannaleysi, fjár-
svelti og agaleysi gerir EES-samn-
inginn munaðarlausan að mati
Sverris Hauks Gunnlaugssonar,
fyrrverandi ráðuneytisstjóra í
utanríkisráðuneytinu.
Þetta kom fram á málfundi í
Háskóla Íslands um stöðu EES-
samningsins í ljósi þess að stjórn-
völd leggi mikla áherslu á að draga
til baka aðildarviðræður að Evr-
ópusambandinu og efla hagsmuna-
gæslu gagnvart EES.
„Menn eru svo vanir fjórfrelsinu
á Íslandi, það að geta keypt vörur,
keypt þjónustu og geta farið til
útlanda í vinnu, að þeir halda að
þetta sé allt bara til staðar. Að það
þurfi ekki að halda utan um hlut-
ina,“ segir Sverrir í samtali við
fréttastofu. „Það þarf að halda
utan um hlutina því að við verðum
að verja ákveðinn trúverðugleika
okkar gagnvart bæði EFTA-ríkj-
unum tveimur en ekki síður gagn-
vart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir
hann.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra segir að búið sé að greina
innleiðingarhallann og hann felist
í því magni reglugerða sem þarf
að gefa út. „Ráðuneytin ráða ekki
við það flóð af reglugerðum sem
til þeirra streyma og gefa út reglu-
gerðir til að uppfæra stöðu okkar
innan EES-samningsins,“ segir
Bjarni. „Staða EES-samningsins
að öðru leyti er ágæt. Það breytir
því ekki að hann er skýr og allir
aðilar sem að honum standa hafa
framfylgt honum,“
Íslendingum hefur verið stefnt
tuttugu og tvisvar sinnum fyrir
samningsbrot frá árinu 2012 sem
er met. - þká, srs
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri segir fólk vera svo vant fjórfrelsinu að það gleymi hagsmunagæslunni:
Agaleysi teflir EES-samningnum í tvísýnu
HÉRAÐSDÓMUR
REYKJAVÍKUR
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
BJARNI
BENEDIKTSSON
SVERRIR H.
GUNNLAUGSSON
SPURNING DAGSINS
Kertastjaki
3.495 kr.
KRINGLUKAST
19.-23. mars
20% afsláttur af öllum vörum
í HOME deildinni
Diskar
frá 2.295 kr.
Pappaegg
895 kr.
Gleregg lítið
695 kr.
Eggjabikar
1.295 kr.
Karfa
4.495 kr.
Hörður, finnið þið fyrir með-
byr?
Já, vindurinn er greinilega að sækja
í sig veðrið.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er
ánægður með vindmyllur Landsvirkjunar á
Hafinu svokallaða fyrir ofan Búrfell sem skila
nýtingu sem er langt yfir heimsmeðaltali.
ÞÝSKALAND Hundruð manna voru handtekin í gær í Frankfurt fyrir
utan nýjar höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópusambandsins. Efnt var til
mótmæla gegn aðhaldsaðgerðum og niðurskurði.
Tugir manna særðust í átökum við lögregluna. Kveikt var í bifreið-
um og grjóti kastað. Lögreglan notaði meðal annars vatnsþrýstislöng-
ur til að dreifa mannfjöldanum.
Dregist hefur árum saman að opna nýju höfuðstöðvarnar, en bygg-
ing þeirra er talin kosta um 1,3 milljarða evra eða ríflega 191 milljarð
króna. - gb
Fjöldamótmæli við opnun höfuðstöðva Seðlabanka ESB:
Hundruð manna handtekin
ÓEIRÐIR Lögreglubifreið brennur og lögregluþjónar bíða átekta í Frankfurt í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
TÚNIS Vopnaðir menn réðust í gær inn á fornminja-
safn í Túnis, tóku þar gísla og myrtu nítján manns,
þar af sautján erlenda ferðamenn. Árásarmennirnir
féllu fyrir byssuskotum frá lögreglu.
Líklegt þótti að árásarmennirnir væru herskáir
íslamistar, hugsanlega liðsmenn Íslamska ríkisins
sem hefur hótað árásum í Túnis. Að minnsta kosti
þrjú þúsund Túnisbúar hafa haldið til Sýrlands og
Íraks að berjast þar með vígasveitum Íslamska rík-
isins.
Ferðamennirnir sem létust voru meðal annars frá
Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Einn hinna
myrtu var lögreglumaður.
Þetta er alvarlegasta árás af þessu tagi í Túnis frá
árinu 2002 þegar liðsmaður Al Kaída gerði sjálfs-
vígsárás á bænahús gyðinga á ferðamannaeyjunni
Djerba og myrti þar um 20 manns.
Bardo-safnið er við hliðina á þinghúsinu í Túnis.
Þar á safninu getur að líta fjölda ómetanlegra forn-
gripa frá Grikklandi og Rómaveldi.
Arabíska vorið svonefnda hófst í Túnis í desemb-
er árið 2010 eftir að fátækur götusali kveikti í sér
vegna ofríkis lögreglunnar. - gb
Sautján erlendir ferðamenn og tveir heimamenn myrtir á safni í Túnis:
Lögregla felldi árásarmennina
UMSÁTUR Lögregluþjónar utan við Bardo-safnið í Túnis, þar sem
vopnaðir menn höfðu hreiðrað um sig og myrt fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
F
-2
B
C
0
1
4
2
F
-2
A
8
4
1
4
2
F
-2
9
4
8
1
4
2
F
-2
8
0
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K