Fréttablaðið - 19.03.2015, Qupperneq 4
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ORKUMÁL Pétur Ingi Haraldsson,
skipulagsfulltrúi í uppsveitum
Árnessýslu, segir nauðsynlegt
að vinna að sameiginlegri stefnu
sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga
á orkuvinnslu úr vindafli.
„Í nágrannalöndum Íslands
hefur verið að byggjast upp tölu-
verð reynsla í þessum málaflokki
og hefur vindmyllum, bæði stök-
um og vindmyllugörðum, fjölg-
að mikið á undanförnum árum.
Fyrsta skref í vinnu við stefnu-
mörkun gæti því verið að kynna
sér hvernig staðið er að þessum
málum í löndum sem eru „sam-
bærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til
sveitarfélaganna sex á Suðurlandi
sem hafa hann sem sameiginlegan
skipulagsfulltrúa.
Að sögn Péturs er nú, í gegnum
Skipulagsstofnun, verið að kanna
möguleika á heimsóknum fulltrúa
sveitarfélaganna til Noregs eða
Skotlands, eða jafnvel til beggja
landanna.
„Í kjölfar ferðarinnar yrði sett
í gang vinna við stefnumörkun
um vindmyllur á svæðinu,“ segir
í bréfi Péturs þar sem hann rekur
að á undanförnum mánuðum hafi
komið upp tvö mál sem tengj-
ast mögulegri vinnslu vindorku.
Fyrra málið varði vindmyllur sem
Landsvirkjun hafi sett upp vestan
við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkj-
unar og hið síðara snerti beiðni um
uppsetningu tveggja stórra vind-
mylla í landi Vorsabæjar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps hafi hafnað beiðninni
í Vorsabæ þar sem stefnumörkun
um myllur af þeirri stærðargráðu
lægi ekki fyrir.
„Þegar þetta lá fyrir leituðu
umsækjendur til nágrannasveitar-
félags og hafa tvær vindmyllur nú
verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir
Pétur á.
Til viðbótar sé Landsvirkjun að
marka stefnu um frekari uppbygg-
ingu vindmylla í Búrfellslundi
norðan Búrfells. Óskað hafi verið
eftir að setja upp stóra vindmyllu í
landi Bergsstaða í Bláskógabyggð.
„Þá hafa borist nokkrar óformleg-
ar fyrirspurnir um möguleikann
á uppbyggingu á öðrum svæðum,
til dæmis í Flóahreppi, án þess
að formleg erindi hafi verið send
inn,“ segir skipulagsfulltrúinn.
gar@frettabladid.is
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Uniq 4202
Glæsilega hannaður og
vandaður sturtuklefi.
Auðveldur í uppsettningu
FRÁBÆR
GÆÐI /
GOTT VERÐ
11% starfandi fólks í landinu, rúmlega,
eru opinberir starfsmenn ríkis og
sveitarfélaga.
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HELDUR HLÝNANDI Í dag má búast við 10-15 m/s NA-til en hægari vindi annars
staðar. Rigning eða skúrir S- og V-til en él annars staðar. Léttir til í kvöld og á morgun
verður fínasta veður fram eftir degi. Þá hvessir af suðaustri, fyrst SV-til.
2°
6
m/s
3°
6
m/s
5°
5
m/s
7°
7
m/s
Hvessir
S- og V-til
síðdegis
með
vaxandi
úrkomu.
SA-átt,
víða 8-13
m/s.
Gildistími korta er um hádegi
5°
29°
8°
11°
18°
9°
14°
8°
8°
19°
9°
19°
18°
13°
15°
11°
11°
15°
5°
6
m/s
5°
8
m/s
2°
11
m/s
1°
14
m/s
3°
9
m/s
5°
8
m/s
1°
10
m/s
3°
5°
0°
2°
5°
6°
1°
2°
3°
4°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN
Stefna um vindmyllur
mörkuð í uppsveitum
Útsendarar sex sveitarfélaga á Suðurlandi fara til Noregs eða Skotlands að skoða
vindmyllur til að marka stefnu um þær. Tvær stórar myllur, sem hafnað var í
Vorsabæ vegna skorts á umgjörð þar, voru í staðinn reistar í næsta sveitarfélagi.
VIÐ BÚRFELL Landsvirkjun hefur þegar
sett upp vindmyllur ofan Búrfellsvirkjunar
og er með fleiri myllur á öðrum stöðum á
teikniborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þegar þetta lá fyrir
leituðu umsækjendur til
nágrannasveitarfélags og
hafa tvær vindmyllur nú
verið reistar í Þykkvabæ.
Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnissýslu.
ELDSVOÐI Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í tengibyggingu á milli
tveggja stórra gróðurhúsa á garðyrkjubýlinu Brúnalaug í Eyjafjarð-
arsveit í fyrrinótt.
Þegar slökkviliðið á Akureyri kom á vettvang hafði eldurinn náð að
teygja sig eitthvað inn í gróðurhúsin en slökkvistarf gekk vel. Miklar
skemmdir urðu á húsunum en ekki er vitað hvort uppskeran, papriku-
rækt sem komin var á lokastig, hafi eyðilagst í eldinum.
Eldsupptök eru enn ókunn en lögreglan á Akureyri rannsakar málið.
- sa
Mikið tjón í eldsvoða í gróðrarstöð í Eyjafirði í fyrrinótt:
Eldur kom upp í tengibyggingu
BRÚNALAUG Eins og sjá má er tjónið mikið. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan á
Akureyri rannsakar málið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
SAMFÉLAG „Átakið hvetur landsmenn til
að koma fram hver við annan af virð-
ingu sama hvaðan þeir koma,“ segir Þór-
unn Lárusdóttir, verkefnastýra átaks-
verkefnis Rauða krossins.
Rauði krossinn ákvað á aðalfundi
sínum í desember að fjármagna tveggja
ára átaksverkefni, Vertu næs, til að
berjast gegn fordómum gagnvart fólki
á Íslandi sem er af erlendum uppruna.
Með átakinu er leitast við að hvetja
fólk til að líta í eigin barm, skoða hvern-
ig það kemur fram við fólk sem hefur
annan bakgrunn, annað litaraft eða aðra
trú en það sjálft og athuga hvort það geti
gert betur.
„Þetta gerum við af því að það hefur
borið við á undanförnum árum að for-
dómar í garð þeirra sem eru af erlend-
um uppruna hafa aukist, en það kom
fram í skýrslu Rauða krossins, Hvar
þrengir að?“
Rauði krossinn á Íslandi hvetur lands-
menn til þess að bera virðingu fyrir
náunganum sama hvaðan hann er upp-
runninn. „Fordómar byggjast oft á van-
þekkingu og ætlar Rauði krossinn að
taka á því með því að upplýsa fólk.“ - ngy
Rauði krossinn berst gegn fordómum gagnvart fólki á Íslandi sem er af erlendum uppruna:
Reyna á að ráðast gegn vanþekkingu
VERKEFNA-
STÝRA „VERTU
NÆS“ Verk-
efnið hefur það
að markmiði að
vekja íslenskt
samfélag til
umræðu um
stöðu fólks af
erlendum upp-
runa hér á landi
og upplýsa þjóð-
ina um afleið-
ingar fordóma í
þeirra garð.
DANMÖRK Sjö sveitarfélög í
Danmörku hafa fengið leyfi til
að raða nemendum í bekki eftir
áhuga þeirra og þroska en ekki
eftir aldri. Um er að ræða til-
raunaverkefni á vegum danska
menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðherra Dan-
merkur, Christine Antorini,
bendir á að þetta þýði þó ekki að
eingöngu verði raðað í bekki eftir
hæfileikum nemenda.
Óðinsvé er eitt sveitarfélag-
anna sem þátt taka í verkefninu
næstu þrjú ár.
- ibs
Nýung prófuð á nemendum:
Raða í bekki
eftir þroska
SVÍÞJÓÐ Sænsk þingnefnd leggur
til að ríkisstjórnin kanni skjótt
möguleikana á áfengismælingu
við hafnir til að koma í veg fyrir
að ökumenn, sem koma með ferj-
um til Svíþjóðar, aki undir áhrif-
um áfengis inn í landið.
Tilraun með slíka mælingu
hefur á undanförnum árum verið
gerð í Gautaborg og Stokkhólmi.
Niðurstaðan er sú að umferð
hafi ekki tafist vegna þess. Allir
flokkar styðja tillöguna um að
áfengismæling verði til fram-
búðar.
- ibs
Með ferju til Svíþjóðar:
Áfengi mælt í
ökumönnum
FOR-
DÆMI Víða
í Evrópu
virkja lönd
vindorkuna
til þess að
spara í orku-
málum. Hér
má sjá vind-
myllur sem
settar hafa
verið upp í
Grikklandi.
NORDIICPHOTOS/
AFP
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
F
-3
F
8
0
1
4
2
F
-3
E
4
4
1
4
2
F
-3
D
0
8
1
4
2
F
-3
B
C
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K