Fréttablaðið - 19.03.2015, Side 6

Fréttablaðið - 19.03.2015, Side 6
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Í hversu mörgum löndum er Eim- skip með starfsstöðvar? 2. Hver var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta Dominos-deildarinnar í körfubolta? 3. Hvaðan er tónlistarmaðurinn Ben Frost sem býr hér á landi? SVÖR: 1. Í nítján löndum. 2. Israel Martin. 3. Melbourne í Ástralíu. Konukvöld í Smáralind Módel: Andrea Stefánsdóttir Umgjörð: Victoria Beckham afsláttur af öllum vörum www.facebook.com/OpticalStudio OPIÐ FRÁ 10 TIL 23 FERÐAÞJÓNUSTA Boðaðar verk- fallsaðgerðir Starfsgreinasam- bandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launa- kröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur. „Farið er fram á 50 til 70 pró- senta hækkun launa allra félags- manna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggð- inni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðar- leg,“ segir Helga. „Íslensk ferða- þjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferða- þjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnis hæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, for- maður Starfsgreinasambands- ins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnu- lífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfs- fólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn. SGS, sem fer með samnings- umboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfalls- aðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þrem- ur árum upp í þrjú hundruð þús- und krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabund- in verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótíma- bundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókan- ir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferða- menn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orð- spor og ímynd íslenskrar ferða- þjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga. sveinn@frettabladid.is Það er alveg ljóst að ef til verk- fallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferða- þjónustuna úti á landi Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækk- un launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. AFBÓKANIR Fyrri reynsla ferðaþjónustunnar sýnir að mögulegt verkfall hefur fljótt áhrif á afbókanir í greininni og veldur íslensku efnahagslífi miklum búsifjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir Yfirvofandi verkfall SGS hefur mikil áhrif á ferðaþjónustu. Fyrri reynsla af verkföllum sýni að ferðamenn af- bóki áður en til verkfalls kemur. „Verkfall er algjörlega á ábyrgð SA,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. SAMFÉLAG ,,Ég giska á að það hafi verið um fjögur til fimm þúsund ferðamenn í norðurljósaferðum á þriðjudaginn,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Tvö hundruð erlend- ir ferðamenn og vísindamenn eru nú á Íslandi á vegum bandarískr- ar ferðaskrifstofu sem Kári vinnur fyrir. Ferðamennirnir komu hingað til lands vegna sólmyrkvans á föstu- dag. „Á þriðjudag fórum við í norður- ljósaferð í Hafnarfjarðarhraun og sáum mögnuð norðurljós enda mikil virkni,“ segir Kári. Ferðamennirn- ir á vegum bandarísku ferðaskrif- stofunnar ætla að fylgjast með sólmyrkvanum úr flugvél en Ice- landair mun leigja út þrjár stórar þotur til þeirra. „Ferðamennirnir komu hingað í þeim tilgangi að sjá sólmyrkva og hafa margir hverjir séð marga áður. Það er til dæmis einn Ástrali í hópnum sem er búinn að elta tuttugu sólmyrkva.“ Þá eru nokkur skemmtiferðaskip væntanleg til Íslands vegna sól- myrkvans. - ngy Norðurljós og sólmyrkvi laða ferðafólk hingað: Þúsundir sáu ljósin NORÐURLJÓS Á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags skörtuðu norðurljós sínu fegursta víða um land. Hér myndar maður dýrðina í Hvalfirði.. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EVRÓPUMÁL Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar samþykkti á fundi sínum í gær áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis um að standa við gefin fyrirheit og halda þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald ESB-við- ræðna. Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks hvorki studdu áskor- unina né tóku þátt í umræðum. Í greinargerð segir um svo stórt hagsmunamál að ræða að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörð- un um framhald þess. - ngy Áskorun um þjóðaratkvæði: Vilja að staðið sé við loforð FÁNAR Bæjarstjórn segir ekki hægt að segja til um ávinning af ESB-aðild fyrr en niðurstöður viðræðna liggi fyrir. SAMGÖNGUR Markaðsstofa Norður lands, sem hefur umsjón með starfi Flugklasans Air 66N á Norðurlandi, biður nú sveitarfélög í landshlutanum að styrkja vinnu að því að koma á beinu millilanda- flugi um Akureyrarflugvöll allt árið, um 300 krónur á hvern íbúa. Óskað er eftir framlaginu næstu þrjú ár. Akureyrarbær hyggst greiða 500 krónur á íbúa. „Hag- ræn áhrif yrðu mikil á Norður- og Austurlandi, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuaðila heldur einnig aðra þjónustu og starfsemi sem hagnast á auknum umsvifum,“ segir í erindi Air 66N. - gar Vilja millilandaflug nyrðra: Biðja um 300 krónur á íbúa VEISTU SVARIÐ? 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -5 3 4 0 1 4 2 F -5 2 0 4 1 4 2 F -5 0 C 8 1 4 2 F -4 F 8 C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.