Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 18
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 18
Um 250 níundubekkingum í grunn-
skólunum í Breiðholti hefur verið
boðið að koma á námskeið vegna
depurðar eða kvíða frá árinu 2008.
Foreldrum barnanna hefur einnig
verið boðin ráðgjöf. Hákon Sigur-
steinsson, deildarstjóri skólaþjón-
ustu leik- og grunnskóla í Breið-
holti, segir skimanir sýna að
mörgum börnum líði illa.
„Við höfum
skimað eft ir
kvíða og dep-
urð hjá yfir
1.200 krökkum
í níunda bekk.
Skimist þeir yfir
ákveðnum mörk-
um hringjum við
í foreldra þeirra
og bjóðum upp á
viðtal, námskeið og önnur úrræði
þjónustumiðstöðvarinnar.“
Að sögn Hákonar sýndu tölur
frá því í júní í fyrra að 23 prósent
barna í grunnskólunum fimm í
Breiðholti þyrftu á einhvers konar
sérfræðiaðstoð að halda og 17 pró-
sent leikskólabarna. Hann kveðst
ekki vita hvernig staðan sé í öðrum
hverfum en viðmiðið sé að venju-
lega þurfi tíu til þrettán prósent
grunnskólabarna sérfræði aðstoð.
Ástæðurnar fyrir þessari
miklu þörf geta verið margar,
bæði félagslegar og menningar-
legar. „Þegar erindi berst til
okkar frá skólunum setjum við
málið í ákveðinn farveg. Við byrj-
um á því að vinna úr gögnum
sem fylgja tilvísun frá skólanum
og skoðum hvað þar hafi þegar
verið gert. Síðan er tekin sam-
eiginleg ákvörðun með skóla og
foreldrum um hver næstu skref
verði út frá því sem fyrir liggur.
Hér starfa kennsluráðgjafar, tal-
meinafræðingur og hegðunarráð-
gjafi. Stundum er niðurstaðan sú
að barn þurfi á svokallaðri frum-
greiningu að halda hjá sálfræðingi
en hún er nauðsynleg áður en vísað
er á aðrar stofnanir,“ segir Hákon.
Bið eftir slíkri greiningu hjá
skólaþjónustunni í Breiðholti er nú
talsvert á þriðja ár en reynt er að
forgangsraða þegar grunur vaknar
um alvarlega röskun eða fötlun, að
því er Hákon greinir frá.
Sveitarfélög hafa borið ábyrgð
á skólaþjónustu frá 1996. Reglu-
gerðin var endurskoðuð 2010.
„Hún gerði þá miklu meiri kröfur
til þjónustunnar sem ekki var fylgt
eftir með fjármagni. Við óskuðum
eftir viðbótarfjármagni í fyrra til
að grynnka á biðlistanum en feng-
um ekki. Borgin þarf að koma með
peninga eða við hér innanhúss sem
við höfum reyndar gert. Ástandið
er ekki gott.“ ibs@frettabladid.is
Nær fjórða hvert barn
þarf sérfræðiaðstoð
Deildarstjóri skólaþjónustu leik- og grunnskóla í Breiðholti segir mörgum börnum
líða illa. Bið eftir frumgreiningu hjá sálfræðingi er yfir tvö ár. Fjármagn vantar.
KVÍÐI
Árangur
af nám-
skeiðum
fyrir börn
sem þjást
af kvíða
og depurð
hefur verið
góður.
NORDICPHOTOS/
GETTY
HÁKON
SIGURSTEINSSON
4.890.000 kr.
Kia Sportage EX
Árgerð 7/2013, ekinn 38 þús. km,
dísil, 1.995 cc, 136 hö, sjálfskiptur,
eyðsla 6,0 l/100 km.
4.290.000 kr.
Kia Carens
Árgerð 9/2013, ekinn 32 þús. km,
dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur,
eyðsla 5,1 l/100 km.
5.190.000 kr.3.690.000 kr.
Kia Sorento EX LuxuryKia cee’d EX
Árgerð 6/2012, ekinn 88 þús. km,
dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur,
fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km.
Árgerð 6/2014, ekinn 7 þús. km,
dísil, 1.582 cc, 128 hö, sjálfskiptur,
eyðsla 5,5 l/100 km.
1.990.000 kr.
Kia Rio LX
Árgerð 5/2013, ekinn 76 þús. km,
dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur,
eyðsla 4,1 l/100 km.
*Á
by
rg
ð
er
í
7
ár
f
rá
s
kr
án
in
ga
rd
eg
i b
if
re
ið
ar
Afborgun aðeins 29.987 kr. á mánuði m.v. 399.000 kr.
útborgun og 80% bílalán frá Landsbankanum í 72 mánuði.
9,0% vextir, 11,33% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán
til 72 mánaða.
Útbo
rgun
aðe
ins:
399.
000
kr.
Bílaármögnun Landsbankans
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Allt að 7 ára
ábyrgð fylgir
notuðum Kia*Ábyrgð fylgir!
NOTAÐIR BÍLAR
www.notadir.is
Kletthálsi 2
110 Reykjavík
590 2160
Opnunartímar:
Virka daga 10–18
Laugardaga 12–16
Norski barnalæknirinn Trond
Markestad varaði árið 1989 for-
eldra og fagfólk við því að láta ung-
börn sofa á maganum. Ári seinna
hafði tilfellum vöggudauða fækkað
um helming en þau höfðu verið 144.
Læknirinn fékk á dögunum virt
verðlaun fyrir vísindastörf sín, þar
á meðal rannsóknir á skyndidauða
ungbarna.
Miðað við fólksfjölda var Nor-
egur meðal þeirra landa þar sem
tilfellin voru flest á níunda áratug
síðustu aldar. Á vef norska ríkisút-
varpsins er haft eftir Marke stad að
rannsóknir á dauðsföllum tuttugu
barna hefðu leitt í ljós að öll nema
eitt hefðu legið á maganum með
andlitið ofan í dýnuna eða kodda.
Frekari rannsóknir leiddu í ljós að
vöggudauði hafði aukist til muna á
þeim svæðum þar sem hætt var að
láta börnin liggja á hliðinni og þau
lögð á magann í staðinn. Læknirinn
segir að mönnum hafi brugðið við
að komast að því hversu hjálpar-
vana ungbörn á aldrinum tveggja
til fjögurra mánaða eru þegar þau
liggja á maganum. Þau geti ekki
snúið andlitinu frá dýnunni.
Haft er eftir Torleiv Rognum,
prófessor í réttarlæknisfræði, að
auk legu á maganum auki of hátt
hitastig og reykingar hættuna á
vöggudauða. Hann hefur stýrt hópi
vísindamanna sem rannsakað hafa
vöggudauða frá níunda áratug síð-
ustu aldar. Að sögn Rognum hefur
orsökin í sumum tilfellum verið
truflanir á efnaskiptum eða hjart-
slætti. Leitinni að áhættu vegna
erfðaþátta er haldið áfram. Nú eru
tilfelli vöggudauða í Noregi um
fimmtán á ári. - ibs
Ráð norsks læknis bjargaði lífi fjölda barna:
Ungbörn eiga ekki
að sofa á maganum
UNGBARN
Börn á aldr-
inum tveggja
til fjögurra
mánaða geta
ekki snúið
andlitinu frá
dýnunni, að
sögn norsks
læknis.
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
F
-5
D
2
0
1
4
2
F
-5
B
E
4
1
4
2
F
-5
A
A
8
1
4
2
F
-5
9
6
C
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K