Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 22

Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 22
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 BJÓÐUM KONUR VELKOMNAR Á BÁSINN Á KVENNAKVÖLDIÐ Í SMÁRALIND Í KVÖLD Kolla Björns og Sasa kynna stelpuhjólaferðina sína til Mallorca. Einnig kynning á Valencia, Lissabon og Sólardögum. Gunnlaugur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upp- lýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöft- um og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjend- um verulega um undan þágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþág- ur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsam- félagi að rétturinn sé þekktur fyrir fram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birt- ar. En undanþágur sem augljós- lega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvern- ig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankan- um sem veit þá hvernig undan- þágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekk- ert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafn- að í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabank- inn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru ein- hverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnu- brögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rök- rætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heim- ildir um það þar sem upplýsingar um undan þágurnar eru ekki opin- berar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyris- höftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið. jonhakon@frettabladid.is Undanþágur verði afnumdar Framkvæmdastjóri Eykons telur hægt að afnema undanþágur frá gjaldeyrishöftum, ef allir sitja við sama borð. Hann gagnrýnir leynd sem ríkir um undanþágurnar og að fólk þurfi að byggja upplýsingar á sögusögnum. VILL UPPLÝSINGAR Gunnlaugur Jónsson segir ómögulegt að þurfa að byggja heimildir sínar á sögusögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er grundvallar- regla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Gunnlaugur Jónsson. Tilkynnt var í gær að Seðlabanki Íslands myndi halda vöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans verða því áfram 4,5 prósent. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðar- seðlabankastjóri gerðu grein fyrir ákvörðun Peningastefnunefndar á fundi í gær. Þar er vísað í nýbirta þjóðhags- reikninga þar sem fram kemur að hagvöxtur var á síðasta ári 1,9%, sem er í takt við það sem Seðla- bankinn áætlaði í febrúar. „Nýju gögnin staðfesta það mat nefndar- innar, sem fram kom í síðustu yfir- lýsingu, að fyrri áætlanir um hag- vöxt á fyrstu þremur fjórðungum ársins hafi falið í sér vanmat og breyta því ekki í meginatriðum mati nefndarinnar á nýlegum hag- vexti og efnahagshorfum,“ segir í greinargerð Peningastefnunefndar. Þá segir að verðbólga hafi mælst 0,8% undanfarna mánuði og lítils háttar lækkun verðlags mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðis- kostnaðar. „Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu og vega á móti áhrifum töluverðra launahækk- ana innanlands,“ segir í greinar- gerðinni. Vísbendingar séu um að verðbólguvæntingar hafi hækkað undanfarnar vikur sem mögulega endurspegli væntingar um að nið- urstaða komandi kjarasamninga muni ekki samrýmast verðbólgu- markmiðinu. Þá ítrekar Seðlabankinn að hald- ist verðbólga undir markmiði og launahækkanir verði í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmiðið gætu skap- ast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar valdið því að hækka þurfi vexti á ný. - jhh Telja að nýbirtar hagtölur bendi til þess að Hagstofan hafi vanmetið hagvöxt á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs: Þróun vaxta ræðst af komandi kjarasamningum SEÐLABANKI Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson hittu blaðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lítil alþjóðleg verð- bólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu. HOB-vín ehf. skilaði 42,2 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári, samkvæmt samandregnum árs- reikningi sem nýlega var birtur í ársreikningaskrá. Það er mun betri niðurstaða en árið áður þegar hagnaðurinn nam 17 millj- ónum króna. Eigið fé félagsins er tæpar 108 milljónir. Eignir félagsins námu 201 milljón króna við síðustu ára- mót og höfðu aukist um 50 millj- ónir á milli ára. Þar af er eigið fé 107,8 milljónir. - jhh Áfengissala gaf vel af sér: Hagnaður HOB jókst verulega Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær tillögur nefndar um heildarendur- skoðun á lögum um Seðlabankann verða birtar almenningi. Nefndin starfaði undir forystu Þráins Eggerts- sonar hagfræðings, en auk hans sátu Friðrik Már Baldursson hagfræðingur og Ólöf Nordal, núverandi innanríkis- ráðherra, í nefndinni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafa tillögurnar ekki verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. Ráðherra hefur frest til mánaðamóta til þess að leggja frumvarpið fram, vilji hann gera það á þessu þingi. - jhh Ný lög um Seðlabankann: Ekki búið að kynna tillögur RÁÐHERRA Nefnd um heildarendur- skoðun laga hefur skilað tillögum. Þær hafa hvorki verið kynntar þingi né almenningi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virðing hf. skilaði 60 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári. Þetta var fyrsta árið sem Auður Capital og Virðing störfuðu saman undir nafni hins síðar- nefnda. Heildartekjur á árinu námu 921 milljón og eigið fé var 697 milljónir. Töluverður einskiptiskostnaður féll til vegna sameiningarinnar og var hann að fullu gjaldfærður á árinu, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Stjórnendur búast við að hagræðingaraðgerðir sem ráðist hefur verið í síðustu mánuði skili sér að fullu á árinu 2015. „Sameining Auðar Capital og Virðingar hefur reynst vera mikið gæfuspor. Félagið nýtur mikils trausts á markaðnum sem sést einna best á breidd viðskiptavinahóps félagsins. Sameinað félag er með alla helstu lífeyrissjóði landsins í viðskiptum auk annarra stórra fagfjárfesta og efnameiri einstak- linga. Árangurinn í ávöxtun verðbréfasjóða og í eignastýringu á síðasta ári talar sínu máli og er til vitnis um hæfni og reynslu þess öfluga fólks sem hér starfar,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson for- stjóri í tilkynningu. - jhh Töluverður einskiptiskostnaður varð vegna sameiningar Virðingar og Auðar: Hagnaðurinn 60 milljónir króna FORSTJÓRI Hannes Frímann segir að Virðing sé með alla helstu lífeyrissjóði landsins í viðskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -4 4 7 0 1 4 2 F -4 3 3 4 1 4 2 F -4 1 F 8 1 4 2 F -4 0 B C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.