Fréttablaðið - 19.03.2015, Síða 25
FIMMTUDAGUR 19. mars 2015 | SKOÐUN | 25
Á fyrri tíð gerðist það með all-
reglulegu millibili, að kjarasamn-
ingar á vinnumarkaði fóru úr
böndum. Verklýðsforingjar báru
jafnan mestan hluta ábyrgðarinn-
ar á þessu ástandi í þeim skiln-
ingi, að þeir gerðu stundum kaup-
kröfur langt umfram greiðslugetu
vinnuveitenda í þeirri von og
vissu, að ríkisstjórnin myndi
leysa vinnuveitendur úr snörunni
með ríkishallarekstri, peninga-
prentun og gengisfellingum. Það
gekk jafnan eftir.
Verðbólgubælið Ísland
Vinnuveitendur báru einnig
ábyrgð í þeim skilningi, að þeir
töldu sig yfirleitt ekki þurfa að
hafa miklar áhyggjur af niður-
stöðu kjarasamninga, þar eð ríkið
myndi bjarga þeim eftir á. Kunnir
eru sólstöðusamningarnir 1977.
Þar var samið um 25% kaup-
hækkun eða þar um bil, og verð-
bólgan rauk á nokkrum árum upp
í hæstu hæðir og varð 83% 1983
í krafti víxlgengis verðlags og
launa. Ábyrgðarleysi vinnuveit-
enda lýsti sér einnig í því, að þeir
undu markaðsfirringu efnahags-
lífsins og meðfylgjandi spillingu
mætavel. Allt efnahagslífið var
svo njörvað niður, að við lá, að
enginn gæti hrært legg eða lið
nema með leyfi stjórnmálaflokk-
anna. Vinnuveitendur hegðuðu
sér eins og framlengdur armur
Sjálfstæðisflokksins: þeir boðuðu
markaðsbúskap í orði, en börðust
gegn honum á borði. Þeir sýndu
aðild að ESB ekki áhuga fyrr en
eftir dúk og disk, einir í hópi evr-
ópskra atvinnurekenda. Verklýðs-
hreyfingin var einnig flokkspóli-
tísk, en þó þannig að þar komu
allir flokkar við sögu. Ríkið bar
einnig mikla ábyrgð á verðbólg-
unni með lausatökum í efnahags-
málum, sem rýrðu kaupmátt og
ýttu þannig undir kaupkröfur í
kjarasamningum.
„Þjóðarsáttin“
Þessum langa darraðardansi lauk
1990, þegar nokkrir verklýðsfor-
ingjar og forustumenn vinnu-
veitenda ákváðu að hætta gömlu
vitleysunni og semja heldur um
hóflega kauphækkun í þeirri von,
að verðbólgan hægði þá á sér.
Verðtrygging fjárskuldbindinga
var þá nýkomin til skjalanna og
dró úr aðdráttarafli áframhald-
andi verðbólgu. Það lýsti hug-
mynd samningsaðila um eigin
mátt og megin, að þeir kenndu
samkomulagið sín í milli við
„þjóðarsátt“. Hugsunin á bak við
„sáttina“ var þessi: Kaupmáttur
launa getur aukizt meira með hóf-
legri kauphækkun en með gamla
laginu. Þetta reyndist rétt eins
og vita mátti, enda ber reynslan
órækt vitni víðs vegar að. Mikil
verðbólga hefur alls staðar og
ævinlega óhagkvæmni í för með
sér og kemur iðulega verst við þá,
sem minnst mega sín. Tilraunin
tókst. Verðbólga hefur mælzt í
eins stafs tölum hér heima síðan
1991 nema eftir hrun, þegar hún
rauk upp fyrir 10% 2008 og 2009.
Nú er hún næstum engin aldrei
slíku vant, ekki sízt vegna lækk-
andi verðs á innfluttri olíu.
Ófriðlegar horfur
Nú bendir ýmislegt til aftur-
hvarfs til fyrri hátta í kjarasamn-
ingum, enda hefur lagaumgerð
vinnumarkaðarins haldizt óbreytt
í grundvallaratriðum frá 1938.
Að þessu sinni bera vinnuveit-
endur ásamt stjórnvöldum höfuð-
ábyrgð á ófriðlegum horfum á
vinnumarkaði. Vinnuveitendur
hafa storkað launafólki með hroka
(„Viðskiptaráð leggur til að Ísland
hætti að bera sig saman við
Norðurlöndin enda stöndum við
þeim framar á flestum sviðum“)
og hirðuleysi, sem lýsir sér m.a.
í ofurháum forstjóralaunum og
rausnarlegum starfslokasamning-
um. Þetta er ný staða. Það hefur
ekki gerzt áður, að vinnuveitend-
ur hafi beinlínis storkað laun-
þegum til að leggja fram miklar
kaupkröfur í næstu samningalotu.
Ríkisstjórnin gerði illt verra
með því t.d. að láta það vera eitt
sitt fyrsta verk í fyrra að aftur-
kalla áður ákveðna hækkun veiði-
gjalda útvegsfyrirtækja. Þetta
skiptir máli í ljósi aðkomu ríkis-
ins að kjarasamningum á fyrri
tíð, ýmist fyrir fram eða eftir
á, og einnig vegna þess, að ríkið
er stærsti vinnuveitandinn. Með
því að skáka læknum í verkfall
tefldi ríkisstjórnin endanlega
frá sér getunni til að hafa hemil
á launaþróuninni. Stórir hópar
launþega munu því að miklum lík-
indum gera kröfur um svipaðar
kjarabætur og læknar fengu (og
flugmenn). Spurt verður, hvers
vegna ríkið og fyrirtækin séu
ekki borgunarmenn fyrir mann-
sæmandi launum. Spurningin er
réttmæt eftir allt, sem á undan er
gengið.
Launþegar mættu einnig líta í
eigin barm. Ríkisstjórnin situr í
umboði þeirra sem kjósenda.
Óveður í aðsigi
Í DAG
Þorvaldur
Gylfason
hagfræðiprófessor
Það hefur ekki gerzt
áður, að vinnuveit-
endur hafi beinlínis storkað
launþegum til að leggja
fram miklar kaupkröfur í
næstu samningalotu.
VELKOMIN Á LANDSFUND!
FÖSTUDAGUR 20. MARS
11:00-13:30 Setning landsfundar
Tillögur kynntar, fyrri umræða
14.00-16:00 OPNAR MÁLSTOFUR á föstudegi, allir velkomnir!
Kl. 13:30 Landsþing 60+ Þriðja æviskeiðið – ný tækifæri
Sveitarstjórnaráð Hinn mannlegi þáttur stjórnmálanna
Ungir jafnaðarmenn Ísland – best í heimi?
16.00-16:30 Feðginin Sigurður Flosason og Anna Gréta Sigurðardóttir leika djass
16:30-17:30 SETNINGARHÁTÍÐ í Súlnasal Hótel Sögu
Setningarræða formanns, Árna Páls Árnasonar
og ávarp Evin Incir, framkvæmdastýru IUSY
Sigríður Thorlacius syngur og fjallkonan minnist 100 ára afmælis
kosningaréttar kvenna með áhættuatriði!
18:00-22:00 Málefnanefndir að störfum
LAUGARDAGUR 21. MARS
09:30-11:30 Landsfundi fram haldið
Tillögur málefndanefnda, síðari umræða og afgreiðsla
11:30-12:30 OPNAR MÁLSTOFUR á laugardegi, allir velkomnir!
Húsnæðismálin! Að geta hvorki keypt né leigt
Kvennahreyfingin Sókn gegn heimilisofbeldi
Græna netið Látum Drekann sofa en samviskuna vaka
13:30-17:00 Umræður, afgreiðsla tillagna og önnur mál
17:00-17:30 Lokaathöfn og afhending Hvatningarverðlauna Samfylkingarinnar
20:00 Hátíðarkvöldverður og skemmtun í Iðusölum
SAMFYLKINGIN – AÐ STÖRFUM FYRIR ALMENNING
#xslandsfundur www.xs.is
Stéttvísi
forstjóraveldisins
Þetta er það sem
stjórnarseta í fyrir-
tækjum gengur alltof
oft út á– að skammta
nógu andskoti há laun.
Það má nota gamalt
hugtak yfir þetta og kalla það
„stéttvísi“. Því miður virðist for-
stjóravaldið núorðið hafa meiri
stéttvísi en allur almenningur.
Hún felst í því að forstjóra/
stjórnarmanni eru skömmtuð
ofurlaun– í þeirri vissu að þegar
kemur að honum að skammta
öðrum forstjóra/stjórnarmanni
ofurlaun þá gerir hann það og
þykir ekkert tiltökumál.
Og svo koll af kolli.
Þetta festir svo í sessi ójöfnuð-
inn sem er að verða eitt helsta
bölið í vestrænum hagkerfum– og
hefur ekki verið meiri síðan fyrir
heimsstyrjöldina.
http://eyjan.pressan.is
Egill Helgason
Hræðsluáróðurinn
stenst ekki
Allt frá lýðveldis-
stofnun fyrir tæpu
71 ári hafa íslenskir
valdamenn ávallt
heykst á því að halda
þjóðaratkvæða-
greiðslur um pólitísk málefni á
þeim forsendum sem nú er haldið
á lofti eina ferðina enn: „Þjóðar-
atkvæðagreiðsla myndi ógilda
alþingiskosningar.“
Reynslan hér hefur þó sýnt allt
annað, því í þau þrjú skipti sem
forsetinn hefur vísað málum til
þjóðarinnar, fjölmiðlafrumvarpinu
og tveimur Icesave-málum, sátu
báðar ríkisstjórnirnar, sem í hlut
áttu, áfram, og næstu alþingis-
kosningar fóru síðan fram eins og
ekkert hefði í skorist.
http://omarragnarsson.blog.is
Ómar Ragnarsson
AF NETINU
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
2
F
-6
2
1
0
1
4
2
F
-6
0
D
4
1
4
2
F
-5
F
9
8
1
4
2
F
-5
E
5
C
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K