Fréttablaðið - 19.03.2015, Síða 57

Fréttablaðið - 19.03.2015, Síða 57
FIMMTUDAGUR 19. mars 2015 | MENNING | 41 Í dag verður listverksmiðjunni 720 gráðum hleypt af stokkunum á Borgarfirði eystri. „Tónlistarmenn sem hafa verið á Borgarfirði í gegnum tíðina hafa yfirleitt orðið dolfallnir yfir feg- urðinni og orkunni sem er þarna,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, einn af skipuleggjendum listverk- smiðjunar, og bætir við að á svæð- inu sé mikið líf á sumrin en minna á veturna. „Þetta er svona átak í því að glæða bæinn og samfélagið lífi á þessum vetrarmánuðum.“ Þetta er í fyrsta sinn sem list- verksmiðjan er haldin en vonir standa til að verkefnið verið árlegt. „Það verður alltaf sameiginleg morgunstund þar sem við ætlum að reyna að rækta andann á ein- hvern hátt, svo fara allir að vinna í sínu, alveg frjálst,“ segir hún en þátttakendur að þessu sinni eru allir tónlistarfólk og er dagskráin opin og allir fá tækifæri til þess að vinna í því sem hugurinn stendur til. „Svo er hugmynd að vinna með samfélagið á einhvern hátt, jafn- vel með krökkunum, og fara mögu- lega í frystihúsið og gera einhvern gjörning þar,“ segir Ása en endað verður á uppskeruhátíð og segir hún óneitanlega mikla spennu vera meðal skipuleggjenda og þátttak- enda en um tíu tónlistarmenn taka þátt að þessu sinni. Að verkefninu stendur fyrirtæk- ið Já Sæll ehf. og tónlistarmaður- inn Jónas Sigurðsson auk Ásu Berglindar. - gló SPENNANDI VERKEFNI Ása Berglind er einn af skipuleggjendum listverksmiðj- unnar auk Jónasar Sigurðssonar og fyrirtækisins Já Sæll ehf. MYND/ÁSABERGLIND Listverksmiðja á Borgarfi rði eystri Listverksmiðjan 720 gráður hefst í dag í fyrsta sinn og verður vonandi árleg. Leiðsögn 12.15 Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi tekur á móti gestum í Listasafninu á Akureyri og fræðir þá um sýningu Jan Voss, Með bakið að fram- tíðinni, sem nú stendur yfir í safninu. Aðgangur ókeypis. Listamannaspjall 17.00 Listamannaspjall með þýska listamanninum Jan Voss í Listasafninu á Akureyri. Fyrirlestrar 12.00 Ófeigur Sigurðson ræðir um bók sína Öræfi í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? sem er á vegum náms- greinar í ritlist og Bókmennta- og list- fræðistofnunar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 12.00 Dr. Rochelle Burgess lýðheilsusál- fræðingur flytur fyrirlesturinn Þegar konur tala: Leitað að röddum kvenna í hnattrænni heilbrigðisþjónustu, í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins. 16.30 Þorsteinn Vilhjálmsson og Anders Gade Jensen flytja fyrirlestra í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Landnám Íslands í stofu 101 í Odda. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Af fi ngrum fram Jón Ólafsson og gestir Salnum, Kópavogi Pálmi Gunnarsson er gestur Jóns í kvöld. Hann mætir með bassann og hljóð- nemann. Stefán Már Magnússon leikur með á gítar. Miðaverð er 3.900 krónur. EKKI MISSA AF 19. MARS 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -4 9 6 0 1 4 2 F -4 8 2 4 1 4 2 F -4 6 E 8 1 4 2 F -4 5 A C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.