Fréttablaðið - 19.03.2015, Síða 58
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING KVIKMYNDIR | 42
„Þetta kom okkur mjög á óvart,“
segja Birnir Jón Sigurðsson og
Elmar Þórarinsson en stuttmynd
þeirra, Heimanám, bar sigur úr
býtum á alþjóðlegri kvikmyndahá-
tíð á Tahítí sem fram fór um
helgina.
Myndin sigraði í flokki fyrstu
mynda á hátíðinni Courts des Îles
en yfir tvö þúsund myndir tóku
þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd
Birnis og Elmars náði í gegnum nið-
urskurðarferlið og endaði á því að
verða hlutskörpust. Ein kvikmynd-
in sem laut í lægra haldi fyrir þeim
hafði áður verið sýnd á Cannes og
verið tilnefnd til BAFTA New Tal-
ents-verðlauna.
„Aðstandendur hátíðarinnar báðu
okkur um að senda út stutta þakkar-
ræðu sem við gerðum,“ segir Birnir.
„Hún var öll á voða bjagaðri ensku
og hálfgert grín af okkar hálfu
því við áttum engan veginn von á
þessu.“
„Við sóttum um að vera í Skap-
andi sumarstörfum hjá Kópa-
vogsbæ,“ segir Elmar en hann var
nokkuð nálægt því að skila umsókn-
inni of seint. Það slapp þó fyrir horn
og myndina unnu þeir í sumar.
Líkt og áður segir heitir myndin
Heimanám og fjallar um dreng sem
hefur í hyggju að vinna heima. Það
plan fer þó út í veður og vind sökum
þess hve ótrúlega frjótt ímyndunar-
afl hann hefur. Elmar leikur aðal-
hlutverkið og Kristín Ólafsdóttir
leikur lítið hlutverk. Myndataka,
handritsgerð og leikstjórn var í
höndum Birnis en klippinguna unnu
þeir saman.
„Við gerðum þetta tveir saman
með eina myndavél og Volkswagen
Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir
við að í myndinni sé atriði þar sem
Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég
yfir honum með myndavélina í ann-
arri og garðkönnu í hinni.“
Myndin var að stærstum hluta
tekin upp á þremur dögum heima
hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjöl-
farið fór af stað vinna við að koma
hljóði myndarinnar í toppstand.
„Hljóðið hefur stundum verið
ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra
kvikmynda svo við lögðum tals-
verða vinnu í að taka það upp eftir
á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“
svarar Birnir. „Meðan myndin var
tekin upp var HM í fótbolta í gangi
og faðir Kristínar var að fylgjast
með í næsta herbergi. Hljóðið af
setti var algerlega ónothæft.“
Spurðir um framhaldið segjast
þeir ekki vera vissir um hvað taki
við. Upplýsingarnar frá hátíðinni
hafi allar verið á frönsku en í því
hafi meðal annars verið minnst á
Cannes. „Við höldum að við séum
komnir inn í forvalið þar en það
skýrist betur síðar,“ segja þeir að
lokum.
Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð
Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá Skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. Í kjölfarið
sendu þeir hana til aðstandenda ýmissa kvikmyndahátíða. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í fl okki fyrstu mynda á einni slíkri hátíð.
Pá Pá
Úrval af mildum og ómótstæðilegum
ostum á veisluborðið. Dala-Auður,
Dala-Kastali og Dala-Camembert
fullkomna veisluna.
Leikstjórinn Clint Eastwood hefur
lengi ætlað að endurgera myndina
A Star is Born. Það sem hins vegar
stendur í veginum
fyrir því að gera
hana er það að
hann vill fá söng-
konuna Beyoncé
í aðalhlutverkið,
en vandamálið
er að hún er
hreinlega of upp-
tekin. „Ég hef reynt að fá tíma með
henni til að skipuleggja, en hún er
mjög vinsæl og upptekin. En ég hef
ekki gefið upp alla von enn,“ segir
Eastwood.
Beyoncé of upptekinNæsta frú Tekanna
Mikil dulúð hvílir yfir leikaraskipan
myndarinnar Beauty and the Beast, eða
Fríða og dýrið. Disney hefur þó staðfest
að Emma Thompson
mun fara með
hlutverk í myndinni.
Hún mun bregða
sér í hlutverk frú
Tekönnu, eða Mrs.
Potts eins og hún
kallast á frummál-
inu.
Ljóst þykir að kvikmyndin verður
stjörnum prýdd.
Gert er ráð fyrir að myndin muni
koma í kvikmyndahús vestanhafs
17. mars árið 2017.
Jóhann Óli
Eiðsson
johannoli@frettabladid.is
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
60 ára Bruce Willis leikari
Þekktastur fyrir Die Hard og The
Sixth Sense
The Gunman
Spennumynd
Helstu leikarar: Sean Penn, Idris
Elba, Jasmine Trinca.
The Divergent Series:
Insurgent
Spennumynd
Helstu leikarar: Shailene Woodley,
Ansel Elgort, Theo James.
FRUMSÝNINGAR
5,9/10 6,9/1029% 38%
SIGURVEGARAR Elmar og Birnir áttu ekki von á því að sigra á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Court de Îles-stuttmyndahátíðin fer
fram á eynni Tahítí sem er partur
af Frönsku Pólýnesíu. Nafn hátíðar-
innar myndi útleggjast á íslensku sem
Eyjastuttmyndirnar. Þetta var í annað
skipti sem hátíðin var haldin.
Til að mega taka þátt þurfti höfundur
kvikmyndarinnar að vera fæddur á eyju
sem er minnst ferkílómetri að flatar-
máli og með minnst fimmtíu íbúa.
Minnst kílómetri verður að vera að
landi. Að auki máttu myndirnar vera í
mesta lagi tuttugu mínútur að lengd.
Leikstjórar frá löndum um allan heim
tóku þátt. Þar má nefna Nýja-Sjáland,
Ísland, Madagaskar og Filippseyjar.
Einnig tók þátt fólk frá eyjum sem
tilheyra öðrum löndum, t.d. Jövu,
Kanaríeyjum, Havaí og Tasmaníu.
Til að vera gildir þátttakendur í flokki
fyrstu mynda, líkt og Birnir og Elmar,
máttu þeir ekki hafa sent frá sér fleiri
kvikmyndir en tvær.
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
2
F
-4
4
7
0
1
4
2
F
-4
3
3
4
1
4
2
F
-4
1
F
8
1
4
2
F
-4
0
B
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K