Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2015, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 19.03.2015, Qupperneq 64
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Elísabet Gunnars- dóttir, tískubloggari á Trendnet, hefur fyrst íslenskra bloggara hannað fatalínu í samstarfi við NTC. „Þau leit- uðu til mín fyrir ári og báðu mig að gera línu. Ég var nú ekki alveg tilbúin í þetta fyrst, þar sem ég er alls enginn fatahönn- uður, en ákvað svo að slá til,“ segir Elísabet. Hún ákvað frá upphafi að línan skyldi innihalda klass- ískar flíkur sem virka allt- af í fataskápnum. „Það var aldrei ætlunin að finna upp hjólið. Ég var með mínar hugmyndir sem ég vann svo með fatahönn- uði hjá NTC.“ Línan sam- anstendur af tólf flíkum; kápum, skyrtum, bolum, leðurbuxum og biker- jakka. „Í gegnum árin hef ég imprað á því við lesendur mína að „basic sé best“ og það hefur alltaf verið mitt mottó. Ætli setning- in lýsi ekki línunni best,“ segir Elísa- bet og bætir við; „Lesendur bloggs- ins míns hafa alltaf verið duglegir að senda mér póst með fyrirspurnum varð- andi outfit, þannig að ætli lesendurn- ir séu ekki minn helsti innblástur fyrir línuna.“ Hugmynda- vinnan byrj- aði fyrir ári og segir Elísabet að línan hafi tekið mikl- um breytingum síðan þá. Elísabet starfaði hjá NTC í mörg ár og var því gaman fyrir hana að taka þátt. „Ég ber mjög sterkar taugar til fyrir- tækisins og því fannst mér mjög gaman að koma inn og vinna með þeim aftur á annan hátt. Þetta er búið að vera langt en mjög skemmti- legt ferli.“ Erlendis er algengt að fyrirtæki fái tískublogg- ara með sér í lið til þess að hanna fatnað eða fylgi- hluti, en þetta er líklega í fyrsta sinn sem íslensk- ur bloggari hannar fyrir verslun. „Það eru mörg for- dæmi fyrir þessu úti í heimi og gaman að við Íslendingar séum að taka þátt. Ég hef búið lengi erlendis en er allt- af að sjá betur og betur hvað Íslendingar eru framarlega og dugleg- ir í tísku- og blogg- heiminum.“ Að auki hannaði Elísabet taupoka sem seldir verða í Sautján og rennur allur ágóði af þeim til Krabbameins- félagsins. Línan er væntanleg í verslun Sautj- án í Kringl- unni á föstu- dag klukkan 12. adda@frettabladid.is Hannar klassíska fatalínu fyrir verslunina Sautján Trendnetbloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur hannað fatalínu undir merki MOSS fyrir tískuverslunina Sautján sem kemur í verslanir á föstudag. Er þetta í fyrsta sinn sem bloggari hannar fatalínu hérlendis. SPENNT Elísabet er spennt að kynna nýju línuna sína, Elísabet Gunnars by MOSS. MYND/SAGA SIG. Það eru mörg for- dæmi fyrir þessu úti í heimi og gaman að við Íslendingar séum að taka þátt. Ég hef búið lengi erlendis en er alltaf að sjá betur og betur hvað Íslendingar eru framar- lega og erum dugleg í tísku- og bloggheim- inum. ELISABET GUNNARS BY MOSS Hluti af línunni. ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK siAMS Sýnd með ísl. texta Sýnd með ísl. texta Æðisleg ný stuttmynd Frozen Fever er sýnd á undan VILLAGE VOICE Frá Paul Thomas Anderson, leikstjóranum sem færði okkur Magnolia, There Will Be Blood og Boogie Nights CINDERELLA 5:25, 8 CHAPPIE 10:10 STILL ALICE 5:50, 8 VEIÐIMENNIRNIR 8, 10:35 HRÚTURINN HREINN 5:50 10:30 THE LITTLE DEATH KL. 8 - 10.40 THE GRUMP KL. 5.30 CHAPPIE KL. 10.20 ANNIE KL. 5.30 VEIÐIMENNIRNIR KL. 8 BIRDMAN KL. 10.20 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - ÍSL TEXTI THE LITTLE DEATH KL. 5.45 - 8 - 10.20 THE DUFF KL. 3.30 - 5.45 - 8 CHAPPIE KL. 8 - 10.40 ANNIE KL. 5 HRÚTURINN HREINN KL. 3.30 FIFTY SHADES OF GREY KL. 10.20 KINGSMAN KL. 8 - 10.45 KINGSMAN LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 PADDINGTON KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL Save the Children á Íslandi Kanye West er vinsamlegast beðinn um að halda sig frá Glastonbury-há- tíðinni sem fram fer í Bretlandi í lok júní. Krafan kemur frá um tuttugu þúsund manns sem skráð sig hafa á undirskriftarlista gegn komu kauða. Sé horft á heildar- samhengið er um að ræða tæplega fimmtán prósent allra þeirra sem keypt hafa miða á hátíðina. Hefur fólk hreinlega sagst ætla að skila miðunum sínum verði hann ekki afturkallaður úr hópi listamanna. Þykir mörgum hann ekki eiga heima á sviðinu og kalla eftir rokk- hljómsveit í hans stað. Talið er að framkoma hans undanfarið eigi hér stærstan hluta í máli, en hann hefur farið stórum í yfirlýsingum á eigin ágæti og lagt tilveru sína að jöfnu við tilveru Jesú Krists. Undirskrift alisti gegn Kanye West WEST ÞYKIR VERSTUR „Haltu þig heima“ segja Glastonbury-farar. FÁIR ÍSLENDINGAR hafa staðið frammi fyrir öðru eins verkefni og Of Monsters and Men gerir í dag. Það er stundum talað um að plata númer tvö sé sú erfiðasta. Það þarf að standast vænting- ar án þess að hjakka í sama farinu, heilla nýjan hóp hlustenda án þess að styggja þann gamla, og í tilviki þeirra: Standast himinháar væntingar alþjóðlegs útgáfu- fyrirtækis eftir að hafa selt tvær milljónir eintaka af fyrstu plötunni. SUMUM finnst vinna ekki vera raun- veruleg nema ef það er hægt að veiða hana upp úr sjó, nætursalta og senda til Spánar. Og við erum alltaf að heyra um útflutningsfyrirtæki og viðskiptajöfra sem hóta því að fara úr landi, gera upp í evrum, stofna dótturfélög erlendis eða skjóta undan hagnaði í erlend skattaskjól. OF MONSTERS AND MEN gerir út frá Garðabæ og markhópurinn dreifist um allan heim. Landkynningin sem felst í því að eiga hóp sendiherra sem ferðast um heiminn og spilar tónlist er ómetanleg. Þetta er utanríkisþjónusta sem við fáum frítt. OF Monsters and Men tók plötuna sína upp í Mosfellsbæ. Platan verður gefin út um allan heim af alþjóðlegum útgáfurisa en þrátt fyrir það er útgáfan hér heima á vegum Record Records, sem var stofnað af trommuleikara í Hafnar firði. ÞEGAR kom að því að gefa fyrsta lagið út, lag sem aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim biðu í ofvæni eftir, var Siggi Sigurjóns fenginn til að leika í sérstöku textamyndbandi sem hefur verið streymt milljón sinnum á YouTube. Barnaspítali Hringsins hefur notið góðs af farsæld Of Monsters and Men. Rétt eins og íslensk- ir hljóðfæraleikarar sem hafa ferðast um heiminn með þeim ásamt hljóðmönnum og öðrum tæknimönnum. Ég gæti haldið áfram. EF Of Monsters and Men er ekki þegar orðin stærsta hljómsveit Íslandssögunnar þá verður hún orðin það í lok árs. Og þegar það gerist, þá verður tónlist hljómsveitar- innar öflugri útflutningsvara en þorskur. Öfl ugri útfl utningsvara en þorskur 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -3 F 8 0 1 4 2 F -3 E 4 4 1 4 2 F -3 D 0 8 1 4 2 F -3 B C C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.