Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 4
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 3 brennarar úr ryðfríu stáli SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BREYTINGAR Eftir nokkra sólríka daga á sunnanverðu landinu verða breytingar á morgun en það snýst í austanátt og þykknar smám saman upp syðra en léttir til um norðan og austanvert landið. Stífur vindur og víða úrkoma á föstudaginn langa. -5° 6 m/s -5° 6 m/s -3° 4 m/s -1° 4 m/s 10-16 m/s syðra, annars 5-10. 10-18 m/s. Gildistími korta er um hádegi 8° 28° 8° 11° 16° 7° 6° 5° 5° 21° 11° 20° 20° 21° 8° 7° 8° 8° -1° 5 m/s -4° 11 m/s -2° 9 m/s -4° 8 m/s -5° 5 m/s -6° 6 m/s -13° 8 m/s -1° 2° -4° -1° -3° 0° -5° 0° -7° 1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN 7.000 tonn af laxi, tæplega, voru alin við Ísland (árið 2007). OFBELDI „Við erum klárlega að sjá fleiri mál. Þetta skilar sér líka í aukinni tiltrú almennings á verk- efninu, við erum að fá fleiri til- kynningar,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þann 12. janúar síðastliðinn var sett í gang sameiginlegt átak lög- reglu, velferðarsviðs og Barna- verndar gegn heimilisofbeldi og hefur tilkynningum um heimilis- ofbeldismál fjölgað um helming á mánuði síðan. Í átakinu fólst að verklagi lög- reglu var breytt, aukin áhersla lögð á málin strax í upphafi þegar lögregla er kölluð til. „Við einbeitum okkur að því, tökum myndir á vettvangi, af áverk- um, reynum að fá sem réttastan framburð. Rannsakandi kemur á vettvang, auk Barnavernd- ar og félagsþjónustu. Við erum að grípa fyrr inn í og fylgjum málum betur eftir,“ segir Alda. Nálgunarbönnum hefur verið beitt í meiri mæli í takt við auk- inn fjölda mála að sögn Öldu. Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku ákvörðun lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu um að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni við eiginkonu sína og son hennar í fjórar vikur. Áður hafði Héraðs- dómur Reykjavíkur hafnað kröfu lögreglustjórans. Alda segir þetta mál ekki vera einsdæmi. Í janúar felldi Hæstiréttur úr gildi þrjá nálg- unarbannsúrskurði lögreglu- stjórans. Alda segir lögregluna hafa lært af þeim málum og rökstyðji nú nálgunarbannsúr- skurði betur. Farið hefur verið fram á fleiri nálgunarbannsúr- skurði en hefur verið áður síðan átakið fór í gang. „Það kemur sjálfkrafa – þegar við komum af meira afli í málin á fyrri stigum þá höfum við meiri upplýsingar sem gerir okkur kleift að átta okkur betur á málum og mála- vöxtum. Og getum tekið ákvarð- anir um þessar þvingunarráð- stafanir. Við erum að rökstyðja málin betur og sögu þeirra sem í hlut eiga. Við erum að vinna málin betur, við erum alltaf að læra og með auknum málafjölda þá eru dómstólar líka að fá aukna þekkingu.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að annasamt hefði verið í Kvennaathvarfinu undan- farið og sagði Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stýra athvarfsins, að rekja mætti fjöldann til átaksins. Um 20 dvelja þar nú, bæði konur og börn. Hins vegar sé líka aukn- ing hjá þeim sem dvelja þar í skamman tíma og það sé vegna þess að lögregla sé að beita hinni svokölluðu austurrísku leið í meiri mæli, það er þegar ofbeldismaðurinn er fjarlægður af heimilinu, ekki þolandinn. viktoria@frettabladid.is Fleiri nálgunarbannsbeiðnir Átak gegn heimilisofbeldi hefur skilað sér í auknum tilkynningum um heimilisofbeldismál. Lögreglustjóri hefur lagt fram fleiri beiðnir um nálgunarbönn gegn ofbeldismönnun frá því að átakið hófst í byrjun árs. FLEIRI MÁL Síðan átakið hófst hefur verið tilkynnt um fleiri heimilisofbeldismál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. NORDICPHOTOS/GETTY DANMÖRK Ef marka má skoð- anakannanir í Danmörku er afar mjótt á mununum milli rauðu og bláu blokkanna svokölluðu. Samkvæmt mælingafyrirtæk- inu Voxmeter er blá blokk hægri- flokkanna með forskot, eða 51,4 prósent, en rauð blokk vinstri manna með 49,7 prósent. Stóru flokkarnir tveir, Jafn- aðarmannaflokkurinn og Ven- stre, mælast nánast jafn stórir, báðir með um 24 prósent. Ekki er víst hvenær kosningar verða í Danmörku en Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra þarf að boða til kosninga í síðasta lagi fyrir 15. september. - srs Stóru flokkarnir jafnir: Lítill munur á milli blokkanna HELLE THORNING SCHMIDT Hefur ein vald til að ákveða hvenær kosið er. HEILBRIGÐISMÁL Á hverju ári er tilkynnt um 16 þúsund eitrunar- slys vegna þvottaefnahylkja í uppþvottavélar, að því er fram kemur á vef Neytendastofu. Stofnunin tekur um þessar mundir þátt í átaki á vegum Efna- hags- og framfarastofnunarinn- ar, OECD, til að upplýsa fólk um hvernig öruggast sé að nota og geyma þvottatöflurnar og halda þeim frá börnum. „Hylkin eru lítil og oft með litríkum umbúð- um eða jafnvel hylkin sjálf litrík. Því getur það verið freistandi fyrir börn að stinga þeim upp í sig eða leika sér að þeim. Afleið- ingarnar geta verið skelfilegar,“ segir á vef Neytendastofu. - óká Þvottaefni sögð varasöm: Árlega verða 16 þúsund eitranir Við erum að vinna málin betur, við erum alltaf að læra og með auknum málafjölda þá eru dómstólar líka að fá aukna þekkingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðstoðarlögreglustjóri. EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórn- in ákvað á fundi sínum í gær að Ísland óskaði eftir að gerast stofn- aðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB) sem er í burðarliðnum. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að fjölmörg ríki, þar með talin flest Evrópuríki, hafi ákveðið að vinna að undirbúningi stofnunar bankans ásamt ríkjum Asíu og að fyrir liggi að höfuðstöðvar bank- ans verði í Peking. Gert er ráð fyrir að heildar- stofnfé bankans nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala. „Það er mat ríkisstjórnarinn- ar að aðild að AIIB muni styrkja enn frekar góð samskipti Íslands og Asíuríkja og styðja við nýja vaxtarbrodda á viðskiptasvið- inu. Áhugi ríkja heims á því að lána fé til uppbyggingar innviða í Asíu tengist ekki síst sívaxandi alþjóðavæðingu efnahagskerfa veraldar,“ segir í tilkynningunni. - kbg Ríkisstjórnin telur að aðild að AIIB styrki góð samskipti við Asíuríki: Ísland stofnaðili að banka í Asíu STUÐNINGUR Ekki er búið að ákveða hvert framlag Íslands verður. SAMFÉLAG Á páskadag býður Hveragerðisbær öllum að upplifa sögu Hveragerðis í léttri göngu- ferð með Nirði Sigurðssyni sagn- fræðingi. Gengið verður um slóðir Hveragerðisskálda, sagðar sögur af þeim og farið með vísur eftir þá. Sagt verður frá hverunum í Hveragerði og hvernig þeir voru notaðir til atvinnu, matargerðar og jafnvel ruslaeyðingar. Lagt verður af stað frá Sundlauginni Laugaskarði klukkan tvö í ferðina um söguslóðir bæjarins. -ngy Gengið um söguslóðir: Söguganga um- Hveragerðisbæ 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -9 A 4 0 1 4 5 9 -9 9 0 4 1 4 5 9 -9 7 C 8 1 4 5 9 -9 6 8 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.