Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 6
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hve margar konur eru sendiherrar á vegum íslensku utanríkisþjónust- unnar? 2. Hve margar gistinætur voru seldar hér á landi árið 2014? 3. Hvað heitir formaður BHM? SVÖR: 1. Ein kona. 2. 5,5 milljónir 3. Páll Hall- dórsson Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR LMC hjólhýsiG æði og glæsileik i Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósam- mála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráð- herrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blön- dal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarð- ar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmda- stjóra sambandsins. Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svig- rúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar ekki sam- mála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveð- ið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambands- ins er á þá leið að þetta sé í sam- ræmi við samþykkta stefnumörk- un þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstak- linga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús lands- horna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi. sveinn@frettabladid.is Ekki sammála umsögn Sambands sveitarfélaga Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga settu fyrirvara við umsögn sambandsins um lagafrum- varp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana. Telja vald ráðherra of mikið. FISKISTOFA Benda stjórnarmennirnir á að flutningur Fiskistofu hafi ekki verið nægilega ígrundaður og það sé stórmál að flytja stofnanir landshorna á milli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJARAMÁL Framhaldsskólakennar- ar skrifa nú í morgunsárið undir nýjan kjarasamning við ríkið hjá Ríkissáttasemjara. Til stóð að skrifa undir síðdeg- is í gær, en Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, segir að því hafi verið frestað til þess að ganga frá öllum smáatriðum. „En það er búið að ganga frá þessu og við stefnum að undirskrift, svona með eðli- legum fyrirvörum. Það er ekki búið að skrifa undir fyrr en skrif- að hefur verið undir.“ Samning- ar framhaldsskólakennara urðu lausir í febrúar þegar hafnað var, í atkvæðagreiðslu, nýju vinnumati sem var forsenda þess að umsamd- ar launahækkanir því tengdu gengju eftir. Guðríður segir of snemmt að tjá sig um innihald nýja samningsins. „En um leið og búið er að skrifa undir sendi ég félagsmönnum þau gögn. Kennarar fá sent rafrænt kynningarefni fyrir páska og svo höldum við eftir páskahelgina tvo kynningarfundi. Síðan verður farið í atkvæðagreiðslu eins fljótt og kostur er. Við viljum hafa hrað- ar hendur,“ segir Guðríður. - óká ÚR VERKFALLSMIÐSTÖÐ Framhalds- skólakennarar fóru í verkfall í fyrravor, en lönduðu samningi í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framhaldsskólakennarar landa nýjum kjarasamningi við ríkið eftir að hafa fellt samning í febrúar: Nýr samningur fer beina leið í kynningu Við viljum hafa hraðar hendur. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara. Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir [...] að fara fyrir al - þingi ... Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Við teljum ekki rétt að ráð- herra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir ... Björn Blöndal, borgarfulltrúi í Reykjavík SAMFÉLAGSMÁL „Mér finnst Félagsþjónustan voða lítið leyfa fólki að ráða hvort það vilji gæludýr inn í íbúðir sínar og mér finnst það bara alrangt að banna það,“ segir Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir sem leigir hjá Félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Ólafía stofnaði í fyrradag Facebook-hóp til að kalla saman þá sem vilja berjast gegn reglum sem takmarka dýrahald í félagslegum íbúðum. Hún átti áður kött sem hún mátti ekki taka með sér í íbúðina sína vegna reglnanna. Hún segir að margir aðrir séu ósáttir með þær. Ólafía bendir á að margir sem glíma við andleg veikindi hafi gott af því að umgangast gæludýr og að margir þeirra hafi gert það í mörg ár og því sé það óréttlátt að þeir geti ekki haldið gæludýr lengur. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, segir að reglur um gæludýrahald séu ekki nýjar af nálinni en samkvæmt reglum um íbúðir hjá Brynju hús- sjóði er gæludýrahald óleyfilegt. Sömu sögu er að segja með félagslegt húsnæði í Reykjavík, Reykja- nesbæ og fleiri sveitarfélögum. „Við höfum fengið margar kvartanir frá fólki sem finnur fyrir ofnæmisviðbrögðum,“ segir Björn. „Við höfum verið að árétta þessar reglur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir að aðrir leigjendur hafa líka ákveðin réttindi,“ segir Björn. - srs Hópur fólks telur reglur um dýrahald í félagslegum íbúðum of strangar: Rangt að úthýsa gæludýrunum HUNDAR Reglur um dýrahald hefur lengi verið við lýði. GETTY IMAGES SJÁVARÚTVEGUR Útflutningur á ferskum flökum og flakabitum hefur fjórfaldast á síðustu 10 til 20 árum í tonnum talið. Frá 1997 hefur útflutningur þessara afurða farið úr 9.000 tonnum í tæp 34.000 tonn árið 2013. Matís greinir frá og segir að þessi þróun hafi verið hvött áfram af áhugasömum hag- aðilum og rannsókna- og þróunar- vinnu, t.d. af Tækniþróunarsjóði Rannís og AVS. Árið 2000 voru flutt út rúm 500 tonn af ferskum flökum með skip- um en nú er þessi tala fyrir 2013 ríflega 15.000 tonn, eða rétt tæpur helmingur útflutningsins. - shá Fjórföldun í útflutningi: 34.000 tonn út af ferskum fiski FERSKT Kælingin er lykilatriði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Mun fleiri stjórn- endur telja að núverandi aðstæð- ur í atvinnulífinu séu góðar en að þær séu slæmar, en flestir telja þær hvorki góðar né slæmar. Væntingar um að þær fari batn- andi eru minni en áður. Þetta eru niðurstöður könnunar Sam- taka atvinnulífsins og Seðlabank- ans á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins. Nægt framboð er af starfsfólki en helst skortir það í flutningum og ferðaþjónustu og bygginga- starfsemi. Stjórnendur gera ráð fyrir lítils háttar fjölgun starfs- manna næstu sex mánuði. - fbj Telja aðstæður góðar: Bjartsýni fer minnkandi VEISTU SVARIÐ? 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -A E 0 0 1 4 5 9 -A C C 4 1 4 5 9 -A B 8 8 1 4 5 9 -A A 4 C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 8 0 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.