Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 25

Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2015 | SKOÐUN | 25 „Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hróp- ar ung stúlka í mynd- bandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugs- aði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sann- gjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkum- last árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – saman- lagt! Og að konur vinni tölu- vert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttis- baráttu en víða annars stað- ar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tutt- ugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á laun- um kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsald- urs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skil- greina en flestir þekkja hug- takið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynja- hlutfall í stjórnum fyrirtækja. Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, dokt- orsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsókn- ar sinnar um samspil heim- ilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslensk- ir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbund- in verkaskipting setja tölu- vert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og elda- mennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar við- haldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frá- gangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálp- leg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, laga- setningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berj- ast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heim- ilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börn- in okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafn- rétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningar- afmæli kvenna. Jafnréttið byrjar heima JAFNRÉTTI Dóra Magnús- dóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Biblían er ekki einungis trúar- rit, Biblían er líka grundvallar- rit um gildismat og siðfræði. Textar Biblíunnar, ekki síst frá- sögur Nýja testamentisins, hafa mótað gildismat okkar í þúsund ár. Dæmisögur Jesú eru í senn einföld frásögn og djúp viska um kærleika og virðingu. Sagan af miskunnsama Samverjanum grípur hvern sem er og sann- færir okkur um hvað felst í því að eiga náunga og það sé gott að hjálpa náunganum jafnvel þó við þekkjum hann ekki og hann tilheyri ekki sama hópi og við. Umburðarlyndi og náungakær- leikur eru grunnstef Nýja testa- mentisins sem eru hluti af gildismati og siðgæðisvitund okkar. Allar bækur Biblíunnar eru stórmerkilegar og ég á mér þann draum að þekkja þær allar. Uppáhaldsritin eru nú Nýja testament- ið, Sálmarnir og Orðskviðirnir sem eru uppspretta visku og trúarsannfæringar og fjalla líka um tilgang lífsins og til- gang samskipta. Snýst um kærleika til Guðs Sögurnar og orð Jesú taka sér bólfestu í huga og hjarta og verða ekki frá okkur tekin hvað sem á dynur. Í hvert sinn sem við heyrum þessi orð verður skiln- ingurinn dýpri og við sjáum orðin í nýju samhengi. Dæmi um djúpa merkingu orða Jesú er Gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matt 7.12) og Kærleiksboðorðið: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22.37-39). Kærleiksboðorðið hefur haft veru- leg áhrif á mig allt frá því að ég var barn en fyrir um 20 árum opnaðist alveg ný vídd í merk- ingu seinni hluta boðorðsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þetta gerð- ist þegar ég var við nám í Dan- mörku í námskeiði um heim- spekinginn og guðfræðinginn Sören Kierkegaard. Einu sinni í lest á leið í skólann las ég texta Kierkegaard um þetta boðorð og hann spyr lesandann hver sé for- senda boðorðsins (forudsætningen). Allt í einu var eins og ljós kviknaði. Ég hafði aldrei hugsað út í þetta. Hafði þótt þetta fremur einfalt og snúast um það að vera annt um aðra. En forsendan felst sem sagt í orðunum „eins og sjálfan þig“ og Kierkegaard útskýrir að okkur getur ekki verið annt um aðra eins og sjálf okkur nema að við byrjum einmitt á sjálfum okkur. Byrjunin er forsendan og er umhyggja fyrir okkur sjálfum. Þessi túlkun fannst mér allt í einu svo sjálfsögð og einföld en hafði aldrei heyrt þetta sjónarhorn áður eða hugsað út í þessa hlið boðorðsins. Kærleiksboðorðið snýst um kærleika til Guðs, til sjálfs okkar og til náungans. Túlkun Kierkegaard rímar við áherslur samtímans um jafnvægi sjálfsræktar og sömu ábyrgðar gagnvart náunganum og samfélaginu. Túlkun Kierkegaard er innsýn í djúpa visku Biblíunnar sem er sígild og er fótfesta trúar okkar en ekki síður dýrmæt fótfesta fyrir gildismat og siðfræði. Trúarrit og grundvallarrit um gildismat og siðfræði TRÚMÁL Sigrún Gunnars- dóttir dósent við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Þekk- ingarsetur um þjónandi forystu Gerum við allar Apple vörur ➜ En fólk verður einnig að átta sig á og viður- kenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. ➜ Allar bækur Biblíunnar eru stórmerkilegar og ég á mér þann draum að þekkja þær allar. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -B 2 F 0 1 4 5 9 -B 1 B 4 1 4 5 9 -B 0 7 8 1 4 5 9 -A F 3 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.