Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 41

Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 41
 | FÓLK | 5 Íslandsstofa hefur í 25 ár staðið fyrir verkefninu Útflutnings-aukning og hagvöxtur (ÚH), en það gengur út á að aðstoða fyrir- tæki sem stefna á alþjóðamarkað við að gera markaðs- og aðgerða- áætlun,“ segir Björn H. Reynisson verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. ÚH-verkefnið stendur yfir í sjö mánuði. „Við hittum fyrirtækin einu sinni í mánuði, tvo daga í senn. Þau fá fyrirlesara og ráð- gjafa á hverju sviði sem fer yfir málefni markaðs- og aðgerða- áætlunar sem þau vinna að og fá þess á milli tíma með ráðgjafa sem aðstoðar þau við vinnuna.“ NEMENDUR VINNA AÐ MARKAÐSGREININGU Fyrir 15 árum hóf Íslandsstofa samstarf við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sem hefur gefist afar vel. „Nemendur í námskeið- inu alþjóðamarkaðssetning, sem er hluti af meistaranámi í mark- aðsfræði og alþjóðaviðskiptum, starfa með fyrirtækjum okkar í ÚH-verkefninu. Nemendum er skipt í 4-6 manna hópa sem hver og einn vinnur með einu fyrir- tæki þar sem verkefnið snýst aðallega um að vinna markaðs- greiningu á erlendum markaði fyrir vöru fyrirtækisins,“ lýsir Björn. Nemendurnir vinna með fyrir- tækjunum í einn og hálfan mánuð og sjá fyrirtækin um að útvega þeim þær upplýsingar sem þarf til að greina tækifærin fyrir þá vöru sem ætlunin er að bjóða á erlendum markaði. „Nemendurnir nýta m.a. gagnabankann Marketline við vinnu sína en þar má finna upp- lýsingar um lönd og markaði fyrir ákveðna vöru og þjónustu og einstök fyrirtæki. Hann nýtist nemendum mjög vel þar sem þeir geta bæði skoðað almennar upplýsingar um löndin en einnig fengið upplýsingar um það sem getur haft áhrif í viðskiptaum- hverfinu,“ lýsir Björn. GÓÐ ÚTKOMA Björn segir samstarfið við Há- skóla Íslands afar vel heppnað. „Auðvitað er mismikið hversu mikið fyrirtækin geta nýtt sér greiningarvinnu nemendanna en samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á verkefninu frá upphafi eru fyrirtækin í heild sinni mjög ánægð með samstarf- ið við nemendurna,“ segir Björn. „Í dag hafa 216 fyrirtæki tekið þátt í ÚH-verkefninu frá upphafi og verða þau samtals 225 í apríl þegar þau níu fyrirtæki sem nú eru í verkefninu útskrifast.“ Fyrirtækin eru af öllum stærðum og gerðum. „Þar má nefna fyrirtæki á borð við Össur og Marel sem tóku þátt í upphafi verkefnisins. Einnig Mentor, True North, Jarðböðin, TrackWell, Sæmark, Batteríið Arkitektar, Mannvit, Nóa Síríus og mörg fleiri. Sum fyrirtækin eru ung og að stíga fyrstu skrefin á erlendan markað, önnur eru rótgróin og hafa verið í útflutningi um hríð en vilja gera vinnu sína markviss- ari og skilvirkari.“ ÁVINNINGUR FYRIR BÁÐA AÐILA Björn segir verkefnið til hags- bóta bæði fyrir nemendur og fyrirtæki. „Nemendur fá þarna reynslu af að vinna að raunveru- legum verkefnum innan fyrir- tækja. Fyrirtækin á hinn bóginn fá einstaklinga sem koma með nýja nálgun inn í verkefnið,“ segir Björn og telur mikilvægt að fleiri fyrirtæki nýti sér starfs- krafta nemenda. „Háskólar hafa kallað eftir auknu samstarfi við fyrirtæki,“ segir Björn „Við hjá Íslandsstofu höfum í nokkur ár verið með starfs- nema í sex til átta mánuði í senn sem vinna með námi og hefur það nýst okkur mjög vel. Björn segist hafa heyrt um nemendur sem hafi unnið áfram með fyrir- tækjum í ÚH eftir að námskeiði þeirra lýkur. „Sumir hafa gert lokaverkefni í tengslum við þau fyrirtæki sem þau unnu að,“ segir hann og líkast til eru það bestu meðmælin sem svona samstarf getur fengið. GOTT TÆKIFÆRI „Nemendur fá þarna reynslu af að vinna að raunveru- legum verkefnum innan fyrirtækja. Fyrirtækin á hinn bóginn fá einstak- linga sem koma með nýja nálgun inn í verkefnið.“ SAMSTARF SEM ER TIL HAGSBÓTA FYRIR NEMENDUR OG FYRIRTÆKI HÁSKÓLI ÍSLANDS KYNNIR Áralangt samstarf viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og Íslandsstofu hefur verið einkar ánægjulegt. Í verk- efninu fá meistaranemar í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum tækifæri til að starfa með raunverulegum fyrirtækjum að greiningu á mark- aðstækifærum. Fyrirtækin fá þannig nýja og ferska sýn nemendanna sem getur nýst þeim vel í markaðssetningu á alþjóðamarkaði. GEFUR GÓÐA RAUN Björn H. Reynisson, verkefnisstjóri hjá Ís- landsstofu, hvetur fleiri fyrirtæki til að taka upp samstarf við deildir há- skóla á Íslandi. MYND/PJETUR • MS í fjármálum fyrirtækja • MS í mannauðsstjórnun • MS í markaðsfræði- og alþjóðaviðskiptum • MAcc í reikningsskilum og endurskoðun • MA í skattarétti og reikningsskilum • MS í stjórnun og stefnumótun • MS í viðskiptafræði • MS í nýsköpun og viðskiptaþróun Umsóknarfrestur er til 15. apríl - vidskipti.hi.is Átta spennandi framtíðarmöguleikar Komdu í framhaldsnám hjá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands www.hi.is VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -8 B 7 0 1 4 5 9 -8 A 3 4 1 4 5 9 -8 8 F 8 1 4 5 9 -8 7 B C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.