Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 46
 | 8 1. apríl 2015 | miðvikudagur Markaðsstjóri fer á fjallahjól í frítíma Helga Thors hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Samtökum fyrir- tækja í sjávarútvegi. Hún starfaði í fimm ár í Kaupþingi og svo í Hörpu. Í frítíma sínum fer Helga á fjallahjól, en kafar líka stundum. HELGA THORS, „É g er úti- vistarmann- eskja eins og kannski margir,“ segir Helga. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Helga er ævintýragjörn og skemmtileg vinkona. Hún er mikill töffari og orðið vandamál er ekki til í orðabókinni hennar. Hún sér hlutina ekki sem hindranir heldur sér tækifæri hvert sem hún lítur. Hún er snillingur í að draga mann í alls konar ævintýri í náttúru Íslands þar sem hún þekkir hvern krók og kima. Helga er hörkudugleg og með mikinn sjálfsaga en líka uppfinningasöm og aldrei lognmolla í kringum hana í góðra vina hópi. Helga kann að lifa í núinu og lætur ekki trufla sig með því að dvelja í fortíðinni eða ein- blína bara á framtíðina sem er mjög dýrmætur eiginleiki í hraða nútímans að mínu mati. Kristín Ólafs, kvikmyndagerðarkona og stofnandi Klikk Productions Helga er umfram allt jákvæð bjartsýnismanneskja. Hún hefur bæði undraverða skipulagsgáfu og óstöðvandi ævintýraþrá, sem ásamt persónutöfrum gera hana að frá- bærum ferðafélaga, enda ferðast hún mikið með vinum og fjölskyldu og sækir lífskraft sinn í náttúru og útivist. Hún sér spennandi og ögrandi áskoranir þar sem aðrir sjá hindranir, hún er opin og skapandi í nálgun sinni við hversdagslega hluti og með eindæmum ráðagóð og hlý stóra systir. Helga hefur einstakt lag á að sameina ólíka hópa, enda er alltaf allt á fullu í kringum hana, heimilið fullt af börnum, vinum og ættingjum. Hún er og vinamörg og vinsæl. Fyrir mér er hún samt bara frábæra stóra systir mín. Björn Thors, leikari. MIKILL TÖFFARI Helga Thors hefur verið ráðin mark- aðsstjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Það er nýtt starf hjá samtökunum. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Helga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Mín markaðsreynsla kemur frá Kaupþingi, þar var ég vörumerkja- stjóri í rúm fi mm ár og stýrði þar samræmingu markaðsaðgerða á tíu mörkuðum. Þaðan kemur sú reynsla sem ég ætla að nýta mér í fi skinum,“ segir Helga. Hún vann með Kolbeini Árnasyni, framkvæmdastjóra SFS, í bankanum, þó að hann hafi verið á allt öðru sviði. Helga segir að það hafi verið stór- kostlegt að vinna í Hörpu. „Hér er mikil gróska og stanslaus vöxtur og það er nóg um að vera hérna,“ segir hún. Þar hafi verið verkefnið að breyta ímynd Hörpu úr því að vera hús í byggingu yfi r í að vera menn- ingarhús. Helga segist ekki tengjast sjávar- útveginum neitt. Það sé hins vegar mikil áskorun að breyta mark- aðssetningu íslensks sjávarfangs, hætta að selja það undir norsku vörumerki og byrja að selja það undir íslensku vörumerki. „Þarna fi nnst mér gríðarleg tæki- færi felast í því að við eigum að vera að halda uppi ímynd íslenska sjávar- fangsins og setja hana á par við þau lönd sem eru að selja sterkari ímynd en við. Við eigum ekkert að þurfa að selja íslenskan fi sk undir norskum fána. Við eigum bara að geta gert það undir íslenskum fána á allavega sama verði ef ekki hærra verði,“ segir Helga. Að mörgu leyti horfi Norðmenn upp til Íslendinga. „Við erum að gera hlutina alveg ótrúlega vel og þetta fi skveiðistjórnunarkerfi okkar er algjör fyrirmynd og við eigum að berja okkur fastar á brjóst með það,“ segir Helga. Frítíma sínum ver Helga helst í útivist. „Ég er útivistartýpa eins og kannski margir, en er þó sér- staklega áhugasöm um fjallahjól og fjallaskíði,“ segir hún. Hún bætir því við að hún eigi fjölmörg önnur áhugamál. „Ég er með köfunar- próf, sem ég nýti allt of lítið af því að það er svo ískalt að kafa á Íslandi. Maður þarf að vera svolítið spikað- ur til þess að kafa á Íslandi ef gall- inn lekur. Síðan er ég með skotleyfi sem ég nota allt of lítið af því að ég er ekkert sérstaklega hittin,“ segir Helga. Síðast þegar hún fór á rjúpu stóð hún í mjög góðu færi við tíu fugla, miðaði mjög vandlega og hitti ekki einn. „Þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi kannski að fi nna mér annað sport, eða hvort ég eigi að fara kannski hérna út í dal og skjóta leirdúfur. En þess á milli er ég í jóga, til þess að ná niður hjartslætti sem annars á það til að rjúka upp í öllu þessu harða sporti,“ segir Helga. Helga og Björn Ólafsson, maður hennar, eiga tvær dætur, sem eru sjö og tólf ára. „Miklar fi mleika- stúlkur báðar tvær,“ segir Helga. jonhakon@frettabladid.is Opus lögmenn skiluðu 17,8 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári en hagnaðurinn nam 44,2 millj- ónum árið á undan. Rekstrar- hagnaðurinn í fyrra nam 14,9 milljónum en var 50,8 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi sem lögmannsstof- an skilaði til ársreikningaskrár fyrir fáeinum dögum. Í ársreikningnum kemur fram að hluthafar munu fá greiddar 17,8 milljónir í arð á árinu 2015 vegna rekstrarárs- ins 2014. Opus lögmenn voru stofnað- ir árið 2006. Stofnendur voru þeir Erlendur Þór Gunnarsson, Grímur Sigurðarson og Odd- geir Einarsson. Hver þeirra á í dag rúm 30 prósent. Flosi Hrafn Sigurðsson bættist í eigendahóp- inn í september síðastliðnum og á hann tæp átta prósent. Lög- mannsstofan er í Austurstræti 17 í Reykjavík. - jhh Opus lögmenn hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2014: Hagnaður Opus átján milljónir króna EIGENDUR OPUS Oddgeir Einarsson, Erlendur Þór Gunnarsson og Grímur Sigurðarson stofnuðu Opus árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ofhitnun hagkerfisins er algeng- asti fyrirboði fjármálakreppa hér á landi. Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Seðlabankans á fjármála- kreppum frá 1875-2013. „Það birtist helst í því að efna- hagsleg umsvif eru of mikil. Of hrað- ur hagvöxtur, of mikill viðskiptahalli og of mikil aukning eftir spurnar sem þá er orðin ósjálfbær og leiðrétt- ist með snörpum hætti,“ segir Þórar- inn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og einn rannsakenda. „Einn af lærdómunum er að leyfa þessu ekki að gerast eins og hefur því miður allt of oft gerst,“ bætir hann við. Skýrt dæmi um ástandið þá var fram að bankahruninu 2008, sem Þórarinn sagði að væri „móðir allra fjármálakreppa“. Öll viðvörunarljós hafi verið byrjuð að blikka nokkrum árum fyrir hrunið. Fimm af sex „fjölþættum“ fjár- málakreppum sem urðu á tímabilinu á Íslandi gerðust samhliða krepp- um í alþjóðlega fjármálakerfinu. Þórarinn segir að Íslendingar geti gert ýmislegt til að vera undirbúnir þegar slík áföll verði erlendis. „Það er ekkert náttúrulögmál þótt það verði fjármálakreppa í útlöndum að það verði hér. Því þurfum við að búa til kerfi sem getur staðið af sér áföll. Við þurfum að draga úr áhættutöku og styrkja eiginfjárgrunn fjármála- kerfi sins,“ segir Þórarinn. Þá þurfi einnig að koma í veg fyrir að banka- kerfi ð sé fjármagnað í of miklum mæli erlendis. Þórarinn býst ekki við að hægt verði að koma alfarið í veg fyrir fjár- málakreppur. „Ég held að þetta sé eitthvað að við verðum að búa við,“ segir Þórarinn. Eina leiðin að hans mati til að koma í veg fyrir fjármála- kreppur sé að vera ekki með fjár- málakerfi . - ih Íslendingar munu aldrei koma í veg fyrir allar fjármálakreppur þó brýnt sé að standa vel þegar áföll ríða yfir segir aðalhagfræðingur Seðlabankans: Ofhitnun hagkerfisins mesti skaðvaldurinn HAGFRÆÐINGUR Þórarinn G. Pétursson segir brýnt að hagkerfið sé vel undirbúið þegar áföll ríði yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Alls höfðu 78.508 lítrar af páskabjór selst frá öskudegi og þar til á sunnudag fyrir páska. Salan á sama tímabili í fyrra var 67.631 lítrar. Söluaukningin er því 14 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í tölum sem Vínbúðirnar tóku saman fyrir Markaðinn. Tegundum af páskabjór hefur fjölgað verulega á milli ára. Þær voru fjórtán í ár en átta í fyrra. Mest hefur selst af Víking páskabjór í dós, eða rétt tæpir 20.700 lítrar. Tæplega 15.900 lítrar af Páskagulli í dós hafa selst og 12 þúsund lítrar af Páskakalda. Fjórði vinsælasti bjórinn er Tuborg Kylle Kylle, en tæplega átta þúsund lítr- ar hafa selst af honum. - jhh Tuttugu þúsund lítrar af Víking páskabjór höfðu selst á sunnudaginn: Páskabjór vinsælli SÁ VINSÆLASTI Í heild nemur sölu- aukningin í páskabjór 14 prósentum. Víking er mest seldur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -B 7 E 0 1 4 5 9 -B 6 A 4 1 4 5 9 -B 5 6 8 1 4 5 9 -B 4 2 C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 8 0 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.