Fréttablaðið - 01.04.2015, Page 50

Fréttablaðið - 01.04.2015, Page 50
USD 137,08 GBP 203,55 DKK 19,71 EUR 147,25 NOK 17,01 SEK 15,89 CHF 141,12 JPY 1,14 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla 11 PRÓSENT Aflavermæti dregst saman Aflaverðmæti íslensks sjávarútvegs dróst saman um 10,9 prósent milli áranna 2013 og 2014 sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Mestur samdráttur varð í aflaverðmæti loðnu sem dróst saman um tæplega 77 prósent. Verðmæti þorskaflans jókst um 11,9 prósent og nam 53 milljörðum á síðasta ári. 12,7 ÁRA Bílaflotinn aldrei eldri Meðalaldur íslenska bílaflotans er 12,7 ár og hefur hann aldrei verið hærri samkvæmt nýbirtri Árbók bílgreina árið 2015. Nýskráningum bifreiða fjölgaði um þriðjung milli áranna 2013 og 2014 en ekki nægjanlega til að koma í veg fyrir hækkandi meðalaldur bílaflotans. 16 prósent bíla eru yngri en 5 ára en 55 prósent á aldrinum 11 til 15 ára. 482 MILLJÓNIR Garðabær skilar afgangi Afgangur af rekstri Garðabæjar nam 482 milljónum árið 2014. Það er nokkuð umfram áætlun sem gerði ráð fyrir 159 milljóna króna rekstrar- afgangi. Rekstrartekjur námu 10.724 milljónum. Eignir bæjarfélagsins nema samtals 21.551 milljón króna og hækkuðu um 989 milljónir á síðasta ári. Íbúum bæjarfélagsins fjölgaði um 2,2 prósent á árinu. FTSE 100 6773,04 -118,39 (-1,72%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur 30.03.2015 Ástandið var enn alvarlegra hvað varðar eigið fé sjóðsins en við höfðum áður vitað. Þá kemur í ljós að eigið fé sjóðsins skv. skilningi reglna er í rauninni uppurið. Eigið fé neikvætt um 1,1 prósent. Síðastliðinn fimmtudag og föstudag flæddi út í rauninni rúmlega helmingur af öllum lausafjáreignum sjóðsins. Jón Þór Sturluson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins. Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. ELLA var metnaðarfull tískuversl- un með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáenda- hóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. MARGAR ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekk- ert hreinlega seljist. SUMIR eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í TILVIKI tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórn- un. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. HVAÐ varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveld- lega úr bætt. TÍSKUVERSLUNARREKSTUR er við- kvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvist- ar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. STAÐREYNDIN er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hér- lendrar verslunar. KAUPMENN sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda toll- heimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa við- komu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. NÝVERIÐ hefur skotið upp koll- inum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. KANNANIR benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlut- deild hér á landi, án þess að starf- rækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Von- andi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna. Fjölbreytileiki á undanhaldi 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -D F 6 0 1 4 5 9 -D E 2 4 1 4 5 9 -D C E 8 1 4 5 9 -D B A C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.