Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 62

Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 62
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING BÍÓ | 42 Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP HÁGÆÐA DUAL MO DE USB HLJ ÓÐKORT FYLGIR M EÐ! ALPHAMögnuð leikjaheyrnartól með aftengjan-legum noise cancelling hljóðnema sem kemur með hugbúnaði til að breyta rödd-inni í mismunandi leikjapersónur ;) 9.990 KVEÐJUSTUND Paul Walker lést þegar um helmingur tökudaga var liðinn. Handriti myndarinnar var breytt. Furious 7 verður frumsýnd um allan heim á föstudaginn. Útgáfa myndarinnar var í uppnámi í kjöl- far fráfalls Pauls Walker, en hann lést í bílslysi 30. nóvember 2013. Þá var um helmingi tökudaga lokið. Eftir umhugsun ákváðu aðstand- endur myndarinnar að ljúka við myndina, ekki síst sem virðingar- vott við Walker. Handritinu var breytt og voru bræður hans, Caleb og Cody Walker, fengnir til þess að hlaupa í skarðið í nokkrum atrið- um. Eins og nafnið gefur til kynna er þessi mynd sú sjöunda í röðinni um kappaksturskappana í Fast and the Furious. Vill Óskarsverðlaunin Einn af aðalleikurum myndarinnar, Vin Diesel, telur að Furious 7 eigi skilið Óskarsverðlaun á næsta ári sem besta myndin. Þetta segir hann þrátt fyrir að vita ekkert um sam- keppnina, svo mikla trú hefur hann á þessari mynd. Vin Diesel segir hasarmyndir ekki njóta sannmæl- is hjá Óskarsakademíunni. Hann sagði að ýmsir framleiðendur hefðu kvartað yfir því, en nú væri komin mynd sem ætti verðlaunin skilið. Þessi ummæli hafa vakið athygli vestanhafs og gerði Conan O’Brien spjallþáttastjórnandi grín að Vin Diesel og sagði að leikarinn hafi verið lagður inn á spítala fyrir að halda að myndin ætti skilið Óskars- verðlaunin. Erfitt fráfall Mikið var fjallað um fráfall Pauls Walker og mátti sjá á viðbrögðum annarra leikara myndarinnar að teymið á bak við myndina var náið. Vin Diesel og Walker voru miklir mátar og tók sá fyrrnefndi fráfall þess síðarnefnda mjög nærri sér. Vin Diesel skírði nýfædda dóttur sína Paulina, í höfuðið á vini sínum sem hann kallaði bróður. Leikkonan Michelle Rodrig- uez hefur einnig tjáð sig um frá- fall Walkers. „Þetta var hræðilegt. Þetta var eins og köld vatnsgusa fram í okkur. Að missa einhvern sem maður elskar svona mikið. Ef einhver var heill og flottur persónu- leiki, þá var það Paul,“ útskýrir hún í samtali við bandaríska fjölmiðla. Fínir dómar Gagnrýnendur hafa lofað myndina og sagt hana bera vott um að hægt sé að taka myndir eins og Fast and the Furious í nýjar áttir. Hún er sögð vera spennandi, með mögnuð- um áhættuatriðum, en á sama tíma hafi hún tilfinningalega dýpt, meiri en fyrri myndirnar í seríunni. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes eru dómar mikils fjölda gagnrýnenda teknir saman og búin til meðalein- kunn úr þeim. Á síðunni er Fur- ious 7 með 6,9 af 10 mögulegum og er sú einkunn fengin úr 25 kvik- myndadómum. Á SXSW hátíðinni fyrr í mánuðinum var myndin for- sýnd og myndaðist löng röð fyrir framan kvikmyndahúsið því marg- ir vildu sjá hana. Haldin var minn- ingarhátíð til heiðurs Paul Walker og í umfjöllun tímaritsins Variety kemur fram að tár hafi fallið á þessari tilfinningaþrungnu stund. Búist við miklum tekjum Vestanhafs er talið að myndin getið halað inn dágóðan skilding fyrir framleiðendur. Talið er að myndin gæti slegið aðsóknarmet fyrir mynd frumsýnda í apríl. Myndin Captain America á metið, en hún þénaði 95 milljónir dala frumsýningarhelgina, en talið er að Furious 7 gæti þénað á bilinu 110 til 115 milljónir dala ef spár ganga eftir. Það myndi verða besta frumsýningarhelgi allra mynda í Fast and the Furious-seríunni. Síð- asta myndin sem kom út í seríunni, sú sjötta í röðinni, aflaði 97,4 millj- óna dala fyrstu sýningarhelgina. kjartanatli@365.is Kveðjustund Pauls Walker á hvíta tjaldinu Kvikmyndin Furious 7 verður frumsýnd um helgina. Leikarinn Paul Walker lést í bílslysi þegar tökur á myndinni voru hálfnaðar. Handritinu var breytt og hlupu bræður hans í skarðið til þess að hægt væri að ljúka við myndina. BÍLAR OG AFTUR BÍLAR Fast and the Furious-myndirnar hafa vakið athygli fyrir líflegar senur þar sem bílar eru gjarnan í aðalhlutverki. LEIKARAR SPJALLA Í myndinni eru margir þekktir leikarar, eins og Jason Statham, Vin Diesel og Michelle Rodriguez. BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS FRUMSÝNINGAR 6,7/10 43% 7,6/10 83% 76 ára Ali MacGraw Þekktust fyrir: Love Story, The Getaway Hunger Games- skemmtigarður Lionsgate hefur tilkynnt að fyrir- tækið ætli að opna Hunger Games- skemmtigarð í Dubai. Garðurinn, sem er samstarfsverkefni Dubai Parks and Resorts og Motiongate Dubai, verður opnaður í október 2016. Forstjóri Lionsgate, Jon Feltheimer, segist vera stoltur af því að geta boðið upp á slíkan skemmtigarð fyrir aðdáendur myndanna og bókanna. Reiknað er með að um þrjár milljónir gesta muni heimsækja skemmti- garðinn ár hvert. Endurgerir Mulan Disney hefur ákveðið að endurgera teiknimyndina Mulan. Verður það gert í svipuðum stíl og endurgerðin á Öskubusku sem sýnd er í kvikmynda- húsum nú, þar sem leiknum atriðum er blandað saman við tölvuteikn- ingar. Mulan kom út árið 1998 og er sagan byggð á kínverskri þjóðsögu, en Elizabeth Martin og Lauren Hynek munu skrifa nýtt handrit. HELSTU LEIKARAR FURIOUS 7 Vin Diesel Paul Walker Jason Statham Michelle Rodriguez Jordana Brester Tyrese Gibson Ludacris Dwayne „The Rock“ Johnson Lucas Black Kurt Rusell The Water Diviner Stríðsmynd, drama. Helstu leikarar: Jai Courtney, Olga Kurylenko og Russell Crowe Samba Gamanmynd, drama Helstu leikarar: Hélène Vincent, Charlotte Gainsbourg og Tahar Rahim 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -8 6 8 0 1 4 5 9 -8 5 4 4 1 4 5 9 -8 4 0 8 1 4 5 9 -8 2 C C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.