Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 66

Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 66
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 46 SÍMINN HRINGDI Á HÁPUNKTI SÝNINGARINNAR Þórir Sæmundsson segist sjálfur grípa sig við að athuga símann sinn við hinar ýmsu aðstæður. Hann segir það frelsandi að vera í leikhúsinu og komast ekki í símann. Eitt sinn, þegar hann lék í Eldhafinu, hinu hádramatíska verki sem sýnt var í Borgarleikhúsinu, hringdi síminn á hápunkti sýningarinnar. „Eldhafið var auðvitað svakalegt stykki. Fullorðið fólk fór grátbólgið út af sýningunni, sem var mjög svo áhrifamikil. Verkið fjallaði um tvíburasystkin sem voru nýbúin að missa móður sína. Þeim er falið að láta föður sinn og eldri bróður fá sitt bréfið hvorn. Síðar kemur í ljós að móðir þeirra hafði verið í borgarstríðinu í Líbanon og verið tekin höndum af stjórnarhernum og Ísraelsmönnum. Þar var henni nauðgað og sætti hún pyntingum. Hún eignaðist tvíburana í fangabúðum, í kjölfar nauðgunar. Í sýningunni læra áhorfendur að eldri bróðir systkinanna hafi verið tekinn frá móður þeirra og ólst hann upp á munaðarleysingjahæli. En til að gera langa sögu stutta þá var bróðir þeirra inn- limaður í stjórnarherinn og stóð í því að pynta fólk. Það kemur svo í ljós að sonur konunnar hafði tekið þátt í að pynta hana, ekki vitandi að þetta var móðir hans. Hann tók einnig þátt í að nauðga henni og þeg- ar það kemur í ljós að hann er í senn eldri bróðir systkinanna og faðir þeirra verður sýningin gjörsamlega magnþrungin. Í eitt sinn hringdi síminn þegar ég, í hlutverki sonarins, var að lesa bréfin og komast að þessu öllu saman. Þá fór mómentið gjör- samlega. Þetta drap sýninguna alveg. Það er svo mikil einbeiting sem fer. Og þetta skemmdi mikið út frá sér,“ rifjar Þórir upp. SPRUNGUM ÚR HLÁTRI Nína Filippusdóttir segir að fyrsta sagan sem komi upp í huga hennar þegar símanotkun truflaði störf hennar sé af henni og Guðjóni Davíð Karlssyni, eða Góa eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta var við sýningar á leikritinu Á sama tíma að ári. Þá hringdi sími hjá einhverjum áhorfanda. Við stoppuðum þegar síminn byrj- aði að hringja. Áhorfandinn áttaði sig ekki á því að þetta var síminn hans sem var að hringja og á endanum sprungum við Gói úr hlátri. Auðvitað trufla símarnir mann mismikið. Mér finnst Snapchat-for- ritið vera mikil truflun. Fólk er að taka allt upp á myndband og þá kemur ljós frá skjánum og svo heyrast gjarnan aukahljóð með sem trufla út frá sér,“ útskýrir Nína. LEIKHÚSIÐ SNÝST UM AÐ VERA Í MÓMENTINU Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu, segir að hún finni mikið fyrir því að símar hafi truflandi áhrif á störfin í leik- húsinu. „Það gerist nánast hverja helgi að fólk þarf að fara út úr salnum til að svara símanum. Þetta er auðvitað mjög truflandi fyrir leikarana. Þetta snýst oft bara um að fólk gleymir sér. Gleymir að slökkva á símunum og gerir sér ekki grein fyrir því að sími þess hringir. Einnig hafa ljósin frá símunum áhrif. Maður tekur alltaf eftir því þegar fólk fer að laumast í símana. Þetta snýst kannski að einhverju leyti um að fólk eigi erfitt með að vera í núinu. Leikhúsið er staðurinn þar sem maður upplifir augnablikin, í staðinn fyrir að taka þau upp á myndband eða mynd. Þetta er farið að hafa áhrif á listina. Þetta er eitthvað sem við getum hæglega bætt. Ég held að þetta sé bara spurning um að kunna að njóta.“ LÍFIÐ Leikarar finna fyrir mikilli truflun af notkun síma á leiksýningum. Hringjandi símar, bjartir skjáir og flass af myndavél- um eru dæmi um hvað getur fipað leikara og áhorfendur og spillt fyrir upplifun allra í salnum. Verndun höfundaréttar er einn- ig orðið áhyggjuefni fyrir aðstandendur leikrita, því dæmi eru um að fólk gerir til- raunir til að taka upp heilu sýningarnar á myndband. Ljósið truflar „Vissulega trufla símar þegar þeir hringja, en mér finnst eiginlega vera orðin meiri truflun af ljósum frá símanum,“ segir Björn Thors leikari. Hann segist iðulega lenda í því að símar hringi hjá áhorfend- um á einleiknum um Kenneth Mána. Björn hefur brugðið á það ráð að láta Kenneth Mána hafa orð á því þegar áhorfendur taka símann upp á sýningunni. Nína Filippusdóttir leikkona er sammála Birni, hún segir ljósin trufla áhorfendur og leikara. „Þetta er líka svona á tónleik- um. Ég var gestur á tónleikum í Hörpu fyrir skömmu og þurfti að biðja unga stúlku um að setja símann niður, því hún þurfti að taka myndband af öllu og það truflaði okkur hin sem vorum í kringum hana.“ „Við erum öll að breytast. Við erum að verða einhver vélmenni,“ segir Þórir Sæmundsson, sem segist einnig finna fyrir truflun af símum. Hann segist þó ekki vera öðruvísi en aðrir þegar kemur að símanotk- un. „Ég er að grípa sjálfan mig í að kíkja á símann í alls kyns aðstæðum,“ útskýrir hann. Upplifun fer forgörðum „Í leikhúsi er mikilvægt að vera í móment- inu. Þarna er fólk að upplifa hluti saman. Því er ekki æskilegt að fólk sé í símanum við þannig aðstæður,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona og kynningar- fulltrúi Borgarleikhússins. Atli Rafn Sig- urðsson leikari tekur í sama streng. „Heild- rænar upplifanir fara forgörðum þegar einhver hluti áhorfenda er í símanum. Leikhús er staður þar sem allir eru saman. Þetta er sameiginleg upplifun leikenda og áhorfenda. Því skemmir það fyrir þegar einhver fer að gera áþreifanlega annað það sem er í gangi í salnum og það hefur áhrif á alla aðra. En ég vil samt ekki fara að stjórna fólki neitt. Ég mæli bara með því að fólk, sem borgar kannski fimm þúsund krónur fyrir leikhúsmiðann, reyni að fylgj- ast með því sem er í gangi á sviðinu!“ Fréttablaðið fékk leikarana til að rifja upp sögur af því þegar símanotkun áhorf- enda truflaði störf þeirra. FARSÍMAR SKAÐVALDAR Á FJÖLUM LEIKHÚSA Fréttablaðið fékk fi mm leikara til þess að deila sögum um hvernig símar hafa haft áhrif á störf þeirra. Einn leikari ákvað að taka síma af konu á fremsta bekk, sem var að taka leikverk upp á myndband. SÍMANOTKUN Á SÝNIGNUM Kenneth Máni ræðir iðulega við gesti sem taka upp símann á sýningum. Björn Thors leikari fagnar árverknisátakinu Líttu upp! sem hófst í dag. Fólk er hvatt til að minnka símanotkun sína. Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@frettabladid.is FIMM LEIKARAR SEGJA REYNSLUSÖGUR AF FJÖLUM LEIKHÚSANNA ÞAR SEM FARSÍMAR KOMA VIÐ SÖGU SVARAÐI SÍMANUM Í SÝNINGU Björn Thors segir síma geta truflað störf leikara á marga vegu. Björn segir að oft og iðulegja hringi sími áhorfenda sem eru staddir á ein- leiknum um Kenneth Mána. En saga Björn er þó frá því þegar hann lék í verkinu Rústað, sem sýnt var á fjölum Borgarleikhússins. „Þetta var mjög dramatískt stykki. Og þegar mikið lét við hringdi síminn hjá einhverjum manni úti í sal. Hann svaraði símanum og þá hreinlega fraus allt. Maðurinn er þarna að tala, að því er virðist, við dóttur sína. Annar áhorfandi gjammaði á manninn og kona mannsins var orðin mjög vandræðaleg. Maðurinn ákvað þá að standa upp, sem skapaði enn frekari truflun. Hann gekk meðfram áhorfendabekkjunum og fór á bakvið svarta drapperingu og hélt samtalinu áfram þannig að allir heyrðu.“ Björn segir að mörgu að hyggja þegar kemur að símum í leikhúsunum. „Símarnir eru ljósgjafar sem geta truflað mikið út frá sér. Fólk er líka oft að taka myndir og myndbönd og trufla þannig leikara. Þetta er orðinn nýr raunveruleiki sem við þurfum að læra á og við þurfum að finna taktinn í þessu þannig að sím- arnir hætti að trufla leikara og áhorfendur.“ TÓK SÍMANN AF KONU Atli Rafn Sigurðsson þarf ekki að leita langt aftur þegar hann er beðinn um að rifja upp sögu af því þegar símar höfðu áhrif á störf hans sem leikara. Um helgina ákvað hann nefnilega að taka símann af konu á fremsta bekk. „Þetta var við sýningu á Sjálfstæðu fólki. Við leikararnir sátum þarna alveg fremst á sviðinu, þannig að fætur okkar voru fram af. Í atriðinu var Ástu Sóllilju sýnt myndband á farsíma. Þá ákvað einhver kona á fremsta bekk að þetta væri gott tilefni til að taka upp myndband. Hún var mjög nálægt okkur með símann uppi, þannig að ég ákvað bara að taka símann af henni og spurði hvort hún væri líka að skoða myndband eins og við. Síðan spurði ég hana hvort henni þætti ekki meira viðeigandi að hlusta á okkur. Að lokum afhenti ég henni símann aftur og enginn annar tók upp símann á sýningunni,“ rifjar hann upp. Annars segir Atli Rafn að hann vilji ekki vera með boð og bönn í leikhúsunum. Hann hvetur fólk til þess að einbeita sér að leiksýningum og segir að þótt fólk haldi að símar þess trufli ekki þá geti þeir hæglega gert það, bæði aðra áhorfendur sem og leikara. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -A E 0 0 1 4 5 9 -A C C 4 1 4 5 9 -A B 8 8 1 4 5 9 -A A 4 C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.