Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 68

Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 68
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 48 NEW KIDS ON THE BLOCK 1984-1994, 2008-enn starfandi NKOTB var stofnað 1984 í Boston. Í band-inu voru bræðurnir Jordan og Jonathan Knight, Joey McIntyre, Danny Wood og Donny Whalberg. Bandið var sett saman af umboðsmanninum Maurice Starr. Fyrsta plat- an kom út árið 1986 og fékk ekki góðar viðtök- ur. Árið 1988 kom Hangin’ Tough út og eftir það fóru hjólin að snúast. Platan Step By Step, sem kom út árið 1990, færði þeim heimsfrægð. Við tóku tónleikaferðalög um allan heim og aðdáendahópurinn fór stækkandi. Eftir ásak- anir um að mæma á tónleikum, ráku þeir Starr árið 1993 og breyttu nafninu í NKOTB og 1994 kom fjórða plat- an þeirra út . Vi n- sældirn- ar höfðu dvínað, og í stað þess að spi la á stórum íþróttaleik- vöngum, voru þeir í m i n n i klúbbum. Árið 1994 voru þeir stadd- ir á Spáni á tónleikaferðalagi, þegar Jonathan Knight tilkynnti að hann væri hættur í band- inu. Ástæðan sem gefin var upp í fjölmiðlum var að hann hefði hryggbrotnað, en í raun þjáð- ist hann af alvarlegum kvíða. Eftir það fór hver í sína áttina. Donny Wahlberg fetaði í fótspor bróður síns, Marks Wahlberg, og sneri sér að leiklistinni. Árið 2008 komu þeir saman aftur og 2011 fóru þeir í tónleikaferðalag með Backstreet Boys. Bandið er starfandi í dag og er á leið í tónleikaferðalag í sumar. Knight kom fram í þætti Oprah Win- frey þar sem hann ræddi um kvíðann og hvað umboðsfyrirtækið þeirra hefði þrýst á hann að halda áfram þrátt fyrir veikindin. Og þá voru eft ir fj órir Strákabönd, eins og við þekkjum þau í dag, sáust fyrst fyrir þrjátíu árum. Þau eiga það sameigin- legt að vera samsett, gagnrýnd fyrir tónlist sína og eiga mjög æsta aðdáendur sem fl estir eru unglingsstúlkur. Leiðin á toppinn er hröð og þar er erfi tt að halda sér, hvað þá þegar einn yfi rgefur hópinn. Frétta- blaðið leit yfi r farinn veg stærstu strákabanda sögunnar. BOYZONE 1993-2000, 2007-enn starfandi Írska strákabandið Boyzone var stofn-að 1993 af X-Factor dómaranum Louis Walsh. Auglýst var eftir strákum til þess að vera í írsku útgáfunni af Take That. Fyrsta plata þeirra Keiths Duffy, Stephens Gately, Mikey Graham, Ronans Keating og Shanes Lynch kom út árið 1995. Í kjölfar bílslyss sem tveir þeirra lentu í árið 1994, lét Walsh þá skrifa undir samning sem tak- markaði það sem þeir máttu gera og taka þátt í. Þriðja platan þeirra kom út árið 1998 og seldist í þremur milljónum eintaka um allan heim. Á henni voru flest lögin eftir hljómsveitarmeðlimi og var Ronan Keating þeirra aðalmaður. Árið 1999 var viðburðaríkt. Greatest hits-plata þeirra seldist í fjórum milljónum ein- taka um allan heim, Keating gaf út lagið When You Say Nothing At All, sem leikið var í myndinni Notting Hill og Stephen Gately kom út úr skápnum. Sama ár hætti Boyzone. Bæði Keating og Gately unnu að sínum sóló- ferli. Árið 2007 kom band- ið aftur saman og í tvö ár var það á tónleikaferðalagi. Í lok 2009 varð Gately bráð- kvaddur á Mallorca þar sem hann var í fríi. Árið 2010 gáfu eftirlifandi meðlimir út plötu og eru starfandi enn þann dag í dag. TAKE THAT 1990-1996, 2005-enn starfandi Breska sveitin Take That var stofnuð í Manchest-er árið 1990 af umboðsmanninum Nigel Martin Smith, en hann vildi gera bresku útgáfuna af New Kids on the Block. Smith þekkti Gary Barlow, sem hafði spilað og sungið á klúbbum síðan hann var 15 ára. Hann hélt áheyrnarprufur og með Barlow voru valdir í band- ið þeir Mark Owen, Howard Donald, Jason Orange og Robbie Williams. Fyrsta platan, Take That and Party, kom út 1992 og 1993 kom Everything Changes út. Það var þó ekki fyrr en árið 1995 sem þeir fóru í sitt fyrsta tónleikaferðalag um heiminn. Á þeim tíma prýddu þeir forsíður unglingatímarita um allan heim og söluvarn- ingur með þeim seldist gríðarlega vel. Platan Nodody Else kom út árið 1995 og skaut þeim endanlega upp á stjörnuhimininn og urðu þeir söluhæsta breska stráka- bandið frá upphafi. Williams hafði á þessum tíma glímt við áfengis- og fíkniefnaneyslu, sem varð til þess að hann tók sér hlé sumarið 1995. Þeir héldu áfram fjórir, en á afmælisdegi Williams 13. febrúar 1996 tilkynntu þeir á blaðamannafundi að Williams væri hættur og í apríl sama ár hættu þeir. Williams naut mikillar vel- gengni á sólóferli sínum og er einn af fáum fyrrver- andi meðlimum strákabands sem hefur náð slíkum árangri. Barlow hóf einnig farsælan sólóferil og gekk til liðs við X-Factor árið 2011. Frá 2005 til dagsins í dag hefur Williams gengið til liðs við bandið tvisvar sinn- um. Sveitin hélt lengi vel áfram sem kvartett og gaf út fjórar plötur eftir 2005. Í október 2014 tilkynnti Orange að hann væri hættur, en Barlow, Owen og Donald halda ótrauðir áfram. Adda Soffía Ingvarsdóttir adda@frettabladid.is PI PA R\ TB W A • SÍ A HEIMAÖRYGGI Það er dýrmætt að búa við öryggi heima við. Þess vegna er gott að vita af einhverjum sem er alltaf til staðar. Svona til öryggis. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -C 1 C 0 1 4 5 9 -C 0 8 4 1 4 5 9 -B F 4 8 1 4 5 9 -B E 0 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.