Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 70

Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 70
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 50 BAKÞANKAR Viktoríu Hermannsdóttur siSAM Sýnd með íslensku tali í 2D og 3D Sýningartímar á eMiði.is og miði.is FAST & FURIOUS 7 4, 7, 10 GET HARD 5:50, 8, 10:10 FÚSI 8 LOKSINS HEIM 2D - ÍSL TAL 1:50, 3:50 LOKSINS HEIM 3D - ÍSL TAL 1:50 THE GUNMAN 10:10 2, 5 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Antboy: rauða refsinornin 18.00 Stations of the cross 18.00, 22.00 What we do in the shadows 20.00 Whiplash 20.00, 22.00 Blowfly park 20.10 Wild tales 22.00 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-20 Save the Children á Íslandi „Ég er nú alls ekki heilög, en það er gott að fara gullna meðalveginn,“ segir Hafdís Priscilla Magnús- dóttir sem heldur úti blogg- síðunni Dísukökur.is og gerir hún sykurlausu hnossgæti hátt undir höfði í færslunum. Páskar eru á næsta leiti og því ekki úr vegi að benda lesend- um Fréttablaðsins á páskaegg sem henta bókstaflega öllum. „Þessi eru sniðug fyrir yngstu kyn- slóðina sem ekki er farin að borða sykur og stærð- in hentar vel í litlar hendur,“ segir Hafdís og bætir við að eggin henti býsna mörgum: „Þessi egg eru líka mjólkurlaus og laus við allar dýraafurðir svo þeir sem aðhyllast vegan-lífsstíl geta fengið sér bita.“ Góð fita gulli betri Eggin eru jafn- framt stútfull af góðri fitu og það skilar sér meðal ann- ars í að færri bita er þörf en ella. „Sykurlausu uppskriftirnar falla vel í kram- ið hjá mínum börnum. Ég hef stundum íhugað að fela þetta fyrir þeim svo ég fái meira,“ segir Hafdís og skellir upp úr. - ga Páskaeggin góðu ½ bolli kakósmjör, smátt skorið ½ bolli kókosolía, bragðlaus 40 g ósykrað kakó 30 g Sukrin Melis 10 dropar súkkulaði-stevía Kakósmjör og kókosolía sett í pott og brætt á lágum hita. Hrærið reglulega í. Þurrefnum og stevíu blandað við og sett í pottinn. Hrærið vel en það getur tekið smá stund að fá sætuna og kakóið til að bráðna. Setjið súkkulaðið í páskaeggjaformið ykkar, ef þið ætlið að fylla, setjið 1/3 af súkkulaði í formið og frystið. Setjið svo þá fyllingu sem ykkur langar í og lokið með því að setja súkkulaði yfir. Sykurlaus páskaegg fyrir alla Þeir sem kjósa sykurlaust líf eða aðhyllast vegan-lífsstíl þurfa ekki að stressa sig á páskaeggjaleysi þegar páskadagur rennur upp. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sérhæfi r sig í að útbúa sælgæti sem hentar öllum. ALLIR SAMAN Hafdís ásamt sonum sínum, Sigurgeiri Árna og Alexander Gauta, sem leiðist hreint ekki að fá að laumast í eins og einn sykurlausan mola við tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FROSIN DÁSEMD Eggin eru geymd í frysti og þau verða einkar girnileg þegar þau þiðna. FRÉTTABLAÐIÐ/HAFDÍS Í gegnum tíðina hef ég reglulega freistað þess að komast í samband við aðra heima með því að borga miðlum fyrir upplýsingar að hand- an. Ég hef auðvitað alltaf trúað því að það sé líf eftir dauðann enda er það vægast sagt ömurleg tilhugs- un að deyja ef ekkert betra bíður manns. Í seinni tíð hef ég þó iðulega spáð í hvort þetta sé nú ekki bara tómt kjaftæði en hitt hljómar betur. ÞAÐ verður nú að segjast að upp- lýsingarnar, sem miðlað hefur verið til mín, eru misgáfulegar. Það hefur gerst að miðlarnir hitta á eitthvað sem ég hef talið engan geta vitað nema mig sjálfa. Kannski fáránleg tilviljun, eða látnir ættingjar í beinni að handan. Hver veit. ÞAÐ var síðast í síðustu viku sem átti ég stefnumót að handan. Við vinkonurnar fengum í heim- sókn miðil sem hafði ýmislegt að segja okkur. Sumt gat alveg pass- að, eins og að ég væri alveg að fara verða rík (vona svo sannar- lega að manneskjan sjái meira en við hin), ég væri að fara skrá mig í gönguklúbb og að ég talaði mikið í símann (ég er blaðamaður, þann- ig að það á nokkuð vel við). ÉG var nokkurn veginn að kaupa þetta þegar hún lokaði þessu með því að verndari minn væri indíáni. Af hverju ætti indíáni að fylgja mér? Hvað gerði þessi vesalings indíáni eiginlega í lif- anda lífi til þess að eiga þau örlög skilið að þurfa að fylgja einhverri íslenskri konu og vernda hana? Ég næ þessu ekki. ÉG hef líkt oft velt fyrir mér þeim skilaboðum sem eiga að vera berast mér frá látnum ættingjum mínum á þessum fundum. Skilaboðin eru svo hversdagsleg og hafa yfirleitt engan tilgang. HVAR eru alvöru upplýsingarnar? Ef ég gerist svo fræg að komast á miðilsfundi eftir að ég er farin úr þessari jarðvist þá mun ég pott- þétt koma mikilvægari skilaboðum á framfæri til ættingja minna eins og vinningstölum í næsta lottóút- drætti, óleystum mannshvarfs- málum eða hver muni vinna Euro- vision. Af hverju fær maður aldrei þessi skilaboð að handan? Skilaboð að handan 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -D 5 8 0 1 4 5 9 -D 4 4 4 1 4 5 9 -D 3 0 8 1 4 5 9 -D 1 C C 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.