Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 72

Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 72
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 52 Mörkin: 0-1 Rúrik Gíslason (9.), 1-1 Konstantin Vassiljev (55.). ÍSLAND (4-4-2): Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson (Ragnar Sigurðsson 46.), Hörður Björgvin Magnússon (Ari Freyr Skúlason 46.) - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Ólafur Ingi Skúlason 46.), Emil Hallfreðsson (Rúnar Már S. Sigurjónsson 60.), Jón Daði Böðvarsson ( Jóhann Berg Guðmundsson 46.) - Alfreð Finnbogason, Viðar Örn Kjartansson. Skot (á mark): 10-10 (5-4) Horn: 3-5 Varin skot: Aksalu 3 - Ögmundur 4. 1-1 Tallin, Eistl. Áhorf: Um 5.000 A. Treimanis, Lettlandi. HANDBOLTI Stjarnan féll úr Olísdeild karla í fyrrakvöld eftir eins marks tap fyrir Val, sem um leið tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Leikurinn var dæmigerður fyrir Stjörnumenn sem hafa spilað margar jafnar viðureignir í vetur en tapað fleiri slíkum en unnið. Fimmtán af 26 deildarleikjum Stjörnunnar hafa ráðist á tveggja marka mun eða minna. Af þeim 30 stigum sem voru í boði fyrir Stjörnu- menn í þeim fengu Garðbæingar þrettán en alls tapaði liðið fimm sinnum með eins marks mun. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi engu svara um framtíð sína eftir tapið fyrir Val en Gunnar Örn Erlingsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að Skúli sé samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. „Maður vonar bara að leikmenn sjái einhverja von í því að halda áfram og koma svo aftur í efstu deild að ári, sterkari en áður– sérstaklega uppaldir Stjörnumenn. En þetta er allt saman nýtt fyrir okkur og það er ekki byrjað að ræða við leikmenn,“ segir Gunnar en Stjarnan mætir Fram í lokaumferð deildarinnar á fimmtudag. „Það verða breytingar, svo mikið er víst, en ég vona að flestir verði áfram. Við ætlum þó ekki að halda einhverjum nauðugum hjá félaginu sem ekki vill vera áfram.“ - esá Trúi því að menn haldi tryggð við félagið SVEKKTIR Stjörnumenn féllu á mánu- dagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT HANDBOLTI „Ég er að klára samn- inginn minn hér og ég veit ekkert hvað tekur svo við. Það er þó alveg ljóst að ég er hættur hjá Molde,“ segir Einar Jónsson en framtíð hans er í óvissu eftir að hann sagði upp samningi sínum hjá Molde. Einar gerði sér lítið fyrir og kom Molde upp um tvær deild- ar á tveimur árum og liðið er því komið í úrvalsdeildina. Einar kaus aftur á móti að segja upp samningi sínum við félagið og hefur ekki gengið að fá nýjan samning. Tíma hans hjá félaginu er því lokið. „Það hefur í raun ekkert gerst. Það hafa verið smá þreifingar en ekkert sem ég get sætt mig við. Þær forsendur sem ég gaf mér til að vera áfram eru ekki til staðar. Því hef ég tekið ákvörðun um að finna mér eitthvað annað að gera.“ Það er ýmislegt í óvissu hjá félaginu hvað varðar framhaldið og það hefur ekki hjálpað til. „Þeir hafa lýst yfir vilja til að halda mér en þegar kemur að því að ræða samningamál verð- ur lítið úr þeim viðræðum. Það virðist hvorki vera nægur vilji né fjárhagsleg geta til þess að taka næsta skref. Ég tel mig ekki með óraunhæfar launakröfur. Það er ný stjórn að taka við og hún er að taka sér fulllangan tíma til þess að setja sig inn í hlutina.“ Þjálfarinn er með samning við Molde út maí en hvað tekur við þá er óráðið. „Það eru einhverjar fyrirspurn- ir og þreifingar en ekkert alvar- legt. Það er áhugi hjá mér að vera áfram úti en ég þarf ekkert að vera í útlöndum bara til að vera í útlöndum. Það þarf að vera eitt- hvað áhugavert. Sama með Ísland. Ef það er áhugavert starf í boði þar sem hentar mér og fjölskyldu minni vel þá er það eitthvað sem ég myndi skoða,“ segir Einar, en er ekki svekkjandi að ævintýrinu sé lokið þegar hann er loks kominn með liðið upp í úrvalsdeild? „Það átti enginn von á þessu. Félagið var ekki undirbúið undir þetta. Þetta er búið að vera gaman og að hafa náð þessum árangri. Ég geng stoltur frá borði. Auð- vitað hefði verið gaman að halda áfram með verkefnið en að sama skapi ekki eins gaman ef þetta væri algert rugl og við ekki með lið sem ætti möguleika í deildinni.“ - hbg Búið að vera gaman og geng stoltur frá borði Einar Jónsson er hættur að þjálfa norska kvennaliðið Molde og óljóst hvað hann gerir í framhaldinu. HVAÐ NÚ? Einar Jónsson er í atvinnuleit eftir að hafa staðið sig frábærlega með lið Molde í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu fylgdu sannfærandi sigri í Kasakstan um helgina ekki eftir í vináttu- leik gegn Eistum í Tallinn í gær- kvöldi. Lokatölur, 1-1, í leik þar sem íslensku strákarnir áttu ekki meira skilið. Gerðar voru ellefu breyting- ar á byrjunarliðinu fyrir leikinn, en Lars og Heimir gefa vanalega mörgum tækifæri í þessum vin- áttuleikjum. Sigurs var þó krafist því íslenska liðið berst nú fyrir því að vera eins ofarlega á heimslista FIFa og mögulegt er þegar talið verður í júní. Byrjuðu vel Næsta undankeppni er fyrir HM í Rússlandi 2018 og verður styrk- leikaraðað í undankeppni miðað við stöðuna á heimslistanum eftir heimaleikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM sem fram fer í júní. Þessi leikur gegn Eistum var auðvitað inni í því og dýrmæt FIFA-stig því farin í súginn. Íslenska liðið byrjaði vel og komst yfir á níundu mínútu en Eistar, sem vanalega treysta á sterkan varnarleik, voru frískir fram á við og settu mikla pressu oft á tíðum á varnarlínu strák- anna okkar. Munaði mikið um að Aron Einar Gunnarsson var fjar- verandi, en Eistar nýttu sér mikið pláss sem skapaðist á milli miðju og varnar. Emil Hallfreðsson batt það saman eins og hann gat í fyrri hálfleik, en Hafnfirðingurinn, sem bar fyrirliðabandið í gær, var traustur í fyrri hálfleik og átti vart feilsendingu. Hann missti þó boltann í jöfnunarmarki Eista sem þeir skoruðu í byrjun seinni hálf- leiks. Ísland náði aldrei að setja neina alvöru pressu á Eistana í seinni hálfleik sem olli miklum von- brigðum. Okkar menn áttu þó að fá tvær vítaspyrnur en ömurlegur dómari leiksins og aðstoðarmenn hans með sprotana dæmdu ekkert. Ekki bankað fast Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson áttu í vandræðum gegn sterkri vörn heimamanna og verður ekki sagt að þeir hafi spilað sig nálægt byrjunarliðinu í júní. Þeir fengu þó enga lúxusþjón- ustu, miðjuspil strákanna okkar var tætt og losaralegt. Ólafur Ingi Skúlason og Rúnar Már Sigurjóns- son spiluðu þar saman síðasta hálf- tímann og höfðu ekki mikil tök á leiknum. Eistar sóttu oft og sóttu hratt en íslenska vörnin bjargaði því sem bjargað varð. Frammistaðan sem sést í vin- áttuleikjum er oft ekki lík þeirri sem sést í mótsleikjum liðsins og sú varð raunin í gær. Þeir sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu bönkuðu ekki fast á dyrnar. Frammistöðuna má alltaf laga og auðvitað verður það allt annað lið sem mætir Tékkum í júní. Við grátum engu að síður FIFA-stig- in sem skilin voru eftir í Tallinn í gærkvöldi. Þau reynast vonandi ekki of dýr. tomas@365.is Dýrmæt FIFA-stig skilin eft ir Íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefl i við Eistland í vináttuleik í Tallinn í gærkvöldi. Frammistaða íslenska liðsins verðskuldaði ekki mikið meira og urðu stig á heimslistanum eft ir í Tallinn sem er dýrt. DÓMARI! Alfreð Finnbogason átti klárlega að fá víti í fyrri hálfleik eins og sést á þessu peysutogi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA KÖRFUBOLTI Lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta fer fram í kvöld og verða augu allra á viðureign Grindavíkur og Vals í Röstinni þar sem liðin mætast í hreinum úrslitaleik um fjórða sæti deildarinnar og þar með síðasta sætið í úrslitakeppninni. Grindavík er í fjórða sætinu með 32 stig en Valur, sem er með 30 stig, getur stolið fjórða sætinu og sent Grindvíkinga í sumarfrí með sigri í kvöld. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í vetur og hefur Valur unnið tvo leiki, þar af eina leik liðanna í Röstinni. KR og Hamar berjast um að halda sæti sínu í deildinni. KR er í næstneðsta sæti með ellefu stig en Hamar sæti ofar með tólf stig. KR sækir Hauka heim og Hamar fær Keflavík í heimsókn. Fari úrslitin eftir bókinni og bæði lið tapi fellur KR með Breiðabliki. Falli lið Breiðabliks tekur það á móti Íslands- og deildarmeisturum Snæfells í síðasta leik sínum í úrvalsdeildinni í bili. Stela Valskonur fj órða sætinu? HANDBOLTI Halldór Stefán Hall- dórsson, sem þjálfað hefur kvennalið Fylkis í Olís-deildinni undanfarin þrjú tímabil, verður áfram í Árbænum. Halldór Stefán framlengdi samning sinn við handknattleiks- deild Fylkis í gær um tvö ár og stýrir því efnilegu Fylkisliðinu næstu árin. Undir Stjórn Halldórs hefur Fylkisliðið bætt sig með ári hverju, en það lenti í ellefta sæti á fyrsta árinu með hann í brúnni, níunda sæti í fyrra og í sjöunda sæti á núverandi tímabili og komst með því í úrslitakeppnina. - tom Halldór Stefán áfram í Árbæ FRAMLENGT Halldór Stefán þjálfar Fylkisliðið áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, var ekki ánægður með frammi- stöðu strákanna okkar í jafn teflis- leiknum gegn Eistlandi í gær. „Við byrjum af krafti og sett- um pressu á þá. Svo missum við dampinn og seinni hálfleikur var frekar slakur þannig þetta voru vonbrigði verð ég að segja,“ sagði hann í viðtali við KSÍ eftir leik. „Þetta var gott tækifæri fyrir mig og aðra sem vilja vera í byrj- unarliðinu og nýta allar mínútur. Þetta voru ekki kjöraðstæður í dag; völlurinn erfiður eftir langt ferðalag. En þetta var niðurstað- an,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji Íslands. - tom Þetta voru vonbrigði TÆKIFÆRI Alfreð spilaði 90 mínútúr gegn Eistum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -D 0 9 0 1 4 5 9 -C F 5 4 1 4 5 9 -C E 1 8 1 4 5 9 -C C D C 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.