Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Side 6

Skessuhorn - 20.06.2013, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Sextán óku of hratt og sex óhöpp LBD: Sextán voru kærðir fyrir hraðakstur í umferðar- eftirliti lögreglunnar í Borg- arfirði og Dölum og sá sem hraðast ók var á 123 km/ klst þar sem hámarkshraði var 90. Sex umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vik- unni sem leið og minnihátt- ar meiðsli í tveimur af þeim. Í þremur tilfellum voru bif- reiðar það mikið skemmd- ar að skráningarmerkin voru fjarlægð. Fjögur óhöpp urðu þar sem ekið var á lömb og þau drápust. Tveir ökumenn voru staðnir að því að aka undir áhrifum fíkniefna og var annar þeirra með fíkni- efni í fórum sínum. Þá voru tveir teknir fyrir að aka und- ir áhrifum áfengis. Einn til viðbótar var svo handsam- aður með tvo lítra af landa í fórum sínum. –þá UMFÍ vill end- urskoða lög DALIR: Stjórn UMFÍ legg- ur til að lög Ungmenna- og tómstundabúða að Laugum í Sælingsdal verði endurskoð- uð til samræmis við ábyrgð á rekstri og að Dalabyggð verði ekki tilgreindur eign- araðili að búðunum. Sveit- arfélagið Dalabyggð kom að stofnun Ungmenna- og tómstundabúða með UMFÍ árið 2004. Frá upphafi hefur framkvæmd og rekstur verið í ábyrgð og umsjón UMFÍ. Byggðarráð Dalabyggðar tók tillöguna fyrir á fundi sínum sl. þriðjudag og leggur til að tillaga UMFÍ verði sam- þykkt, þannig að Dalabyggð hafi ekki beina aðkomu að Ungmenna- og tómstunda- búðum, en fulltrúar Dala- byggðar verði áfram til sam- ráðs sé þess óskað. Sveit- arstjórn á eftir að fjalla um málið. -þá Klettaborg fékk styrk BORGARNES: Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlut- að styrkjum úr Lýðheilsu- sjóði fyrir árið 2013. Leik- skólinn Klettaborg í Borg- arnesi fékk 800.000 krónur í styrk til verkefnisins „Heilsu- eflandi leikskóli.“ Kletta- borg er tilraunaleikskóli fyr- ir verkefnið Heilsueflandi leikskóli sem nú er unnið að hjá embætti landlæknis, byrjað var að vinna að verk- efninu í Klettaborg haust- ið 2011 um leið og innleið- ing hófst í Grunnskólanum í Borgarnesi. Innan leikskól- ans hefur starfað stýrihópur frá þeim tíma sem í eru þrír leikskólakennarar auk leik- skólastjóra. Markmiðið með verkefninu er að leikskólinn vinni markvisst heilsueflandi skólastarf og setji sér heild- ræna stefnu með góðu sam- starfi allra starfsmanna leik- skólans, foreldra, barna og nærsamfélags. –mm Undirbúningur Hvalfjarðardags hafinn HVALFJ.SV: Fyrirhugað er að halda hinn árlega Hval- fjarðardag laugardaginn 31. ágúst nk. Í tilkynningu frá menningar- og atvinnuþró- unarnefnd Hvalfjarðarsveit- ar segir að markmið dags- ins sé að hvetja til sam- veru íbúa Hvalfjarðarsveit- ar, stuðla að menningarlegri dagskrá sem endurspeglar líf og starf svæðisins, bjóða gesti velkomna í sveitarfé- lagið og kynna það sem þar er í boði. Nefndin óskar eftir áhugasömum einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtök- um og öðrum þeim sem vilja og geta tekið þátt í þessum degi og undirbúningi hans. Áhugasamir tilkynni þátt- töku til skrifstofu Hvalfjarð- arsveitar í síðasta lagi mánu- daginn 24. júní. –hlh Starfsleyfi mjöl- verksmiðju AKRANES: Umhverfis- stofnun auglýsti í Skessu- horni í síðustu viku tillögu að starfsleyfi HB Granda hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju á Akranesi. HB Grandi áform- ar að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að eitt þúsund tonnum hráefnis á sólar- hring. Um er að ræða end- urnýjun leyfis fyrir starfsemi sem staðsett er á Hafnar- braut 2-4. Starfsleyfistillag- an hefur legið frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu Akraneskaupstaðar og verð- ur til 16. júlí nk. Einnig má sjá starfsleyfistillögu ásamt fylgigögnum á vef Umhverf- isstofnunar. –ákj Síðastliðinn fimmtudag var fyr- irtaka í skuldamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stefnandi málsins er fyrirtækið Drómi og er það til kom- ið vegna innheimtu skuldar vegna jarðakaupa fimm einstaklinga sem allir eru fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi. Það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helga- son, Sigurður Einarsson, Stein- grímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson. Einnig er félögun- um Hvítstaðir ehf. og Langárfossi ehf. stefnt. Forsaga dómsmálsins er sú að árið 2003 stofnuðu fimm- menningarnir félagið Hvítstaði til kaupa á samnefndri jörð og fleiri jörðum við Langá á Mýrum, en jarðirnar voru ætlaðar undir sum- arhús en þeim fylgir einnig mikil laxveiðihlunnindi. Síðar keypti fé- lagið Langárfoss fyrir 300 milljón- ir króna, en eina eign Langárfoss var samnefnd jörð sem hafði verið keypt á 85 milljónir tveimur árum áður en henni fylgja mikil laxveiði- hlunnindi. Árið 2005 bauð Spari- sjóður Mýrasýslu upp helming jarðarinnar Grenja sem sparisjóð- urinn hafði fengið frá Borgarbyggð í makaskiptum fyrir aðra eign. Eig- endur hins helmings Grenja buðu að staðgreiða 55 milljónir króna fyrir jörðina, sem var matsverð hennar þá. Ellefu boð voru lögð fram af félaginu Hvítstöðum í jörð- ina, bæði undir og yfir matsverði. SM tók tilboði Hvítstaða upp á tæpar 70 milljónir og lánaði spari- sjóðurinn sjálfur félaginu til kaup- anna með fimm ára kúluláni. Skuldin sem innheimta á með dómsmálinu, er til komin vegna kúlulána frá Sparisjóði Mýrasýslu og SPRON, sem Drómi á nú. Sparisjóður Mýrasýslu lánaði fé- laginu samtals tæpar 100 milljónir króna og SPRON rúmar 300 millj- ónir. SPRON lánið átti að greiðast árið 2010 en var endurfjármagnað í desember 2008 og átti þá að greið- ast árið 2013. Það lán gekk svo inn til Dróma og ekki hefur verið stað- ið við vaxtagreiðslur af því. Sök- um þess hefur Drómi höfðað inn- heimtumálið á hendur Kaupþings- stjórnendunum fimm til að inn- heimta lánið sem nú er um millj- arður króna samkvæmt heimildum Skessuhorn. sko Það stefnir í metþátttöku á Norðurálsmóti í knatt- spyrnu sem fram fer á Akranesi um næstu helgi. Mótið er fyrir unga knatt- spyrnumenn í 7. flokki, 6-8 ára, og er líklega það stærsta fyrir þennan ald- urshóp sem haldið er í landinu. Að sögn Þórð- ar Guðjónssonar fram- kvæmdastjóra Knatt- spyrnufélags ÍA er ljóst að metfjöldi félaga mun taka þátt að þessu sinni, þau verða nú 28 í stað 27 áður. Þrjú ný félög senda nú lið til mótsins, það eru Grindavík, Ægir í Þorlákshöfn og nágrenni og Sindri á Horna- firði. Keppnisliðin verða 144 og er það hámarksfjöldi þriðja árið í röð. Keppt verður á 18 völlum sam- tímis og leiknir alls 576 leikir á mótinu. Knattspyrnumennirnir eru 1240 skráðir sem eru til leiks. Gert er ráð fyrir að 7-8000 manns leggi leið sína á Jaðarsbakkasvæðið móts- helgina. Að venju hefst Norðurálsmót- ið á ellefta tímanum á föstudags- morgni með því að þátttökulið- in safnast saman á Ráðhúsplaninu við Stillholt og þaðan gengið fylktu liði í Akraneshöllina þar sem mót- ið verður sett. Keppni hefst síð- an strax um hádegisbil. Að lokinni keppni á föstudag er liðunum skipt í deildir sem bera nöfn allra helstu keppnisdeilda í Evrópu. Úrslitaleikir fara fram á sunnudagsmorgni og lýk- ur mótinu að þeim lokn- um með grillveislu og af- hendingu viðurkenninga og verðlauna. Þórður Guðjónsson segir Norð- urálsmótið skemmtileg- asta verkefnið sem knatt- spyrnuforystan á Akra- nesi vinni að af mörgum skemmtilegum. Að und- irbúningi koma 30-40 manns og fjöldi sjálfboða- liða við framkvæmd mótsins er var- lega áætlaður 600-700. Aðstaða til mótshalds er mjög góð á Skagan- um. Leikjaland er á mótsvæðinu á Jaðarsbökkum og tengir við Langa- sandinn sem alltaf er vinsæll hjá börnunum. Síðan er líka tenging Garðalundar við tjaldsvæði móts- gesta á Safnasvæðinu, með leik- svæði og afþreyingu í skógræktinni. þá Dómsmál vegna innheimtu gjaldfallinna lána vegna jarða á Mýrum Útlit fyrir metþátttöku á Norðurálsmóti Frá keppni á Norðurálsmóti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.