Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Síða 8

Skessuhorn - 20.06.2013, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Sömu kjörnir í lykilstöðu BORGARBYGGÐ: Ragn- ar Frank Kristjánsson verð- ur áfram forseti sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar og Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs. Kosið var í helstu stjórnir sveitarfélagsins sl. þriðjudag eins og samþykktir um stjórn sveitarfélagsins gera ráð fyrir. Björn Bjarki var kos- inn fyrsti varaforseti sveitar- stjórnar og Geirlaug Jóhanns- dóttir annar varaforseti. Ragn- ar Frank Kristjánsson og Geir- laug Jóhannsdóttir voru kosin í byggðarráð ásamt Birni Bjarka. Hulda Hrönn Sigurðardótt- ir og Sigríður G. Bjarnadótt- ir voru kosnar skrifarar sveit- arstjórnar. –þá Sami forseti og bæjarráð SNÆFELLSBÆR: Við kosn- ingar sem fram fóru á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í síðustu viku var Jón Þór Lúð- víksson endurkjörinn forseti bæjarstjórnar. Kristján Þórðar- son var kosinn fyrsti varaforseti og Kristjana Hermannsdótt- ir annar varaforseti. Bæjarráð var einnig endurkjörið en það skipa Kristjana Hermannsdótt- ir, Kristín Björg Árnadóttir og Kristján Þórðarson. Kristjana verður formaður bæjarráðs og Kristín Björg varaformaður. –þá Óbreytt bæjarráð GRUNDARFJ: Á fundi bæj- arstjórnar Grundarfjarðar í síð- ustu viku var bæjarráð Grund- arfjarðar endurkjörið. Eyþór Garðarsson verður formaður bæjarráðs áfram og Sigurborg Kr. Hannesdóttir varaformað- ur. Með þeim í ráðinu verður Þórður Magnússon. Ekki var kosið um æðstu stöður í bæjar- stjórn en Sigurborg Kr. Hann- esdóttir er forseti bæjarstjórnar og Þórður Á. Magnússon vara- forseti. –þá Vefur fyrir Parkinson LANDIÐ: Nýr gagnvirkur vefur er nú í vinnslu fyrir Park- inson sjúklinga og aðstandend- ur þeirra. Er markmið hans að auðvelda fólki að takast á við sjúkdóminn. „Markmið Live- Well verkefnisins er að þróa fræðslu- og samfélagsvef á Int- ernetinu fyrir Parkinson sjúk- linga, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsmenn,“ segir í tilkynningu. Verkefnið (www. livewell-community.eu) sem hófst í október sl. mun auð- velda aðgengi að upplýsing- um um Parkinson sjúkdóminn og eru þær settar fram á ein- faldan og hnitmiðaðan hátt og er vefurinn gagnvirkur sam- skipta-, upplýsinga-, fræðslu- og þjálfunarvefur. Þjálfunar- svæðið mun bjóða upp á gagn- virkt efni, æfingar og upplýs- ingar um hvernig sjúkdóm- urinn getur þróast og hvern- ig hægt er að lifa með honum. Þar munu Parkinson sjúkling- ar geta deilt reynslu sinni og þekkingu. Heilbrigðisstarfs- menn munu þar hafa mögu- leika á fylgjast með framförum sjúklinga sinna. –mm Skólafólk í landvinnslunni HB GRANDI: Engar sum- arlokanir verða í fiskiðjuver- um HB Granda í sumar frekar en í fyrrasumar. Skólafólk sér í flestum tilvikum um að leysa fastráðna starfsfólkið af hólmi í sumarleyfum þess. Í frétt á heimasíðu HB Granda segir að 20 skólanemar verið ráðn- ir til starfa á Akranesi í sumar, 45 í Reykjavík og allmargir að auki á Vopnafirði, alls á annað hundrað skólanemar. Afleys- ingafólk til starfa er heldur færra nú en í fyrra vegna minni afla til vinnslu yfir sumarmán- uðina en verið hefur undanfar- in ár. Nú er hins vegar brydd- að upp á því nýmæli að halda námskeið fyrir sumarstarfs- fólkið þar sem farið er yfir helstu atriðin sem fiskvinnslu- fólk þarf að kunna skil á. Það er meðhöndlun hráefnis, gæða- mál, hreinlætismál, vinnuvernd og öryggismál. Haldin eru þrjú fjögurra tíma námskeið og standa þau nú yfir. –þá Starfsfólk þakkar forgangsröðun DALIR: Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sl. þriðjudag var kynnt þakkarbréf frá starfsfólki Auðarskóla. Með bréfinu þakk- ar starfsmannafundur sveitar- stjórninni fyrir að forgangsraða framkvæmdum í þágu skólans. Sem dæmi eru nefnd nýtt úti- leiksvæði, hreystibraut, nýtt tölvuver, endurbætt smíðastofa og brunavarnakerfi við grunn- skóla, viðbygging við leikskóla o.fl. Leik-, náms- og starfsum- hverfi hefur þar með batnað til muna, segir í bréfinu. –þá Þröstur nýr for- maður bæjarráðs AKRANES: Á fundi bæjar- stjórnar Akraness í síðustu viku var kosið að nýju í helstu ráð og nefndir samkvæmt samþykkt- um um stjórn kaupstaðarins. Í nýju bæjarráði er Þröstur Ólafs- son oddviti VG formaður, Ingi- björg Valdimarsdóttir frá Sam- fylkingunni er varaformaður og einnig situr í ráðinu Guðmund- ur Páll Jónsson frá Framsóknar- flokki, sem jafnframt er fráfar- andi formaður ráðsins. Sveinn Kristinsson oddviti Samfylking- arinnar var endurkjörinn forseti bæjarstjórnar. Í nýju fjölskyldu- ráði verður Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki formaður og í framkvæmdaráði mun Einar Benediktsson Samfylkingunni gegna formennsku. Hrönn Rík- arðsdóttur úr sama flokki verð- ur aðalmaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. –þá Sumardagskrá Þjóðgarðsins SNÆFELLSNES: Bækling- ur með viðburðum sumarsins í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli hef- ur verið gefinn út. Hann inni- heldur upplýsingar um þjóð- garðinn, opnunartíma, síma- númer, vikulega dagskrá, sér- ferðir, viðburði, ásamt korti og ýmsum hagnýtum upplýsing- um. Í sumar verða 13 mismun- andi sérferðir farnar frá júní fram til 10. ágúst. Landverðir bjóða einnig upp á fjórar viku- legar göngur og barnastundir frá 25. júní til 28. ágúst. Þær ferð- ir eru öllum opnar og gestum að kostnaðarlausu. –sko Strandveiðimenn á Snæfellsnesi leita ýmissa leiða til að ná fiski úr sjó þessa dagana. Þó nokkrir bátar voru staddir rétt við brúna yfir Kolgrafafjörð þegar ljósmyndari Skessuhorns átti þar leið hjá í síð- ustu viku. Einhverjir lögðu leið sína jafnvel inn fyrir brú í leit að þeim gula. Ekki fór neinum sögum af aflabrögðum, en nógu margir voru þarna á ferð því fljótt flýgur fiski- saga eins og máltækið segir. Gár- ungarnir höfðu það á orði hvort ekki væri bara nóg að festa nokkr- ar handfærarúllur á brúarhandrið- ið yfir Kolgrafafjörð og spara með því mikla olíu og annan útgerðar- kostnað. tfk Eldur kom í uppþvotta- vél í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsinu Holtsflöt 6 á Akranesi sl. miðviku- dagsmorgun. Mæðgur voru í íbúðinni þegar eld- urinn kom upp og höfðu þær lokað að sér inni í einu herbergi íbúðarinn- ar en náð að tilkynna um eldinn til neyðarlínunnar klukkan 9:46. Slökkviliðs- menn frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar komu á vettvang fáeinum mínútum síðar og hófust handa við slökkvistörf sem gengu mjög vel, að sögn Björns Berg- manns Þórhallssonar varaslökkvil- iðsstjóra SAH. Þeim lauk upp úr klukkan 10. Að sögn Björns Bergmanns sakaði mæðgurnar ekki, en hann segir að aðstæður hafi verið slíkar í íbúðinni að þegar slökkviliðsmenn hófu störf hafi þeir ekki séð handa sinna skil innan dyra. Reykkafarar hjálp- uðu mæðgunum út. Íbúð- in er nokkuð skemmd eft- ir reyk og mikið sót. Slökkvilið- ið vann í kjölfarið að reykræstingu íbúðarinnar. hlh Opnun fjallvega hér á landi fer eft- ir veðurfari að vori eða í sumarbyrj- un og ráða m.a. snjóalög opnunar- tíma. Bleyta í vegum getur einn- ig valdið því að vegir opnist seint. Þá eru dæmi um að snjóleysi í vetur og vor valdi seinkun á opnun fjall- vega, eins og dæmi er um á Arnar- vatnsheiði. Sökum snjóleysis þar var mikið frost í jörðu í vor og hef- ur klaki verið lengi að hverfa sökum kulda í maímánuði og sólarleysis í júní. Töluverð aurbleyta er í vegum á heiðinni og veiðimenn sem feng- ið hafa leyfi til að fara þangað verið hvattir til að halda sig við fjölförn- ustu vegaslóða og fara alls ekki út fyrir þá. Þannig er t.d. lokað fyrir umferð í Hlíðarvatn. Á meðfylgjandi korti eru sýnd þau svæði þar sem umferð var bönnuð um hálendið sökum ófærð- ar 11. júní sl. Skyggðu svæðin sýna lokun. Kort sem þessi er að finna á vef Vegagerðarinnar og eru þau uppfærð jafnóðum og aðstæður breytast. Útlit er fyrir að ýmsir af þeim vegum sem sýndir eru lokaðir á kortinu séu við það að verða fær- ir og verði því opnaðir fyrir umferð næstu daga. mm „Sláttur á þessum opnu svæðum hefði þurft að vera byrjaður fyrir mánuði síðan,“ sagði Gísli Jónsson verktaki sem nýlega tók við gras- slætti á opnum svæðum fyrir Akra- neskaupstað. „Það er svo mikið gras á þessu að við verðum að grófslá þetta fyrst og fara síðan í fínslátt á eftir,“ sagði Gísli, þar sem hann var að flytja hey af tjaldstæðinu við Kal- mansvík. Heyinu hafði verið rúllað upp án þess þó að pakka rúllunum. Mest allt flytur hann svo til urðun- ar á svokallaðan moldartipp norð- an Akrafjalls. „Þetta væri vel nothæft í fóð- ur fyrir hross og svo hafa kúbænd- ur fengið hjá mér rúllur til að gefa kálfum,“ sagði Gísli þegar hann var spurður hvort ekki væri illa farið með heyið að urða það. Hann sagð- ist vera orðinn þokkalega tækja- væddur fyrir þetta verkefni en hefði ekki verið það þegar hann var beð- inn að taka þetta að sér í síðustu viku. „Þetta bar svo brátt að þann- ig að ég varð að drífa í að tækjavæða mig,“ sagði Gísli Jónsson. hb Heyskapur á Akranesi Rúllur settar á bíl við tjaldstæðið. Fjallavegir ófærir lengur en undanfarin ár Á strandveiðum undir brú Eldur slökktur í íbúð á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.